Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Blaðsíða 84
84
•eða láta eins og vjer sjáum ekki J>á reynslu og þekk-
ingu, sem aðrar þjóðir hafa á löngum tíma aflað sjer
með ærnu erfiði og kostnaði til þess að byrja á fyrstu
gerð eins og þær. Sá reynsluskóli, sem vjer þá þyrft-
um að ganga í, yrði oss mun dýrari, heldur en ef vjer
neyttum fjár og krapta til þess að taka við þeirri þekk-
ingu, sem þær hafa lagt upp í höndurnar á oss, og
hagnýtum oss hana á þann hátt, sem bezt gegnir. En
það getum vjer ekki með öðru móti en því, að hafa
kennarakennslu í landinu, eða kennaraskóla. Hver ein-
stakur kennari út um allt ísland getur ekki fylgt fram-
förum kennslumálefnanna, en kennaraskóli getur það,
■og á hægt með að veita þessum menntunarstraumum
íil íslenzkra kennara.
En meðan svo stendur sem nú stendur, þá eru is-
lenzkir alþýðukennarar allflestir gjörsamlega útilokaðir
frá öllum þeim sterku og merkilegu hreyfingum, sem ver-
ið hafa, og sem einkum eru nú á öllum kennslumál-
efnum. |>eir sitja hver í sínu horni, og eru ef til vill
nú að bisa við að ráða fram úr vandaspurningum í
kennsluaðferðinni, sem kennsluaðferðafræðin (Methodik)
hefur leyst úr fullnægjandi fyrir aðra kennara fyrir tug-
um ára, eða jafnvel fyrir heilum öldum. Um slíkt má
■ekki saka kennarana sjálfa; þeir geta verið duglegir menn
og unnið fram yfir það, sem til má ætlast, þó að árang-
■ur vinnu þeirra verði ef til vill svo sem ekki neinn.
Hjer er engum um að kenna, nema þinginu og stjórn-
inni. Á. þeirra valdi hefur það verið og á þeirra valdi
■er það enn, að sjá svo um, að menntunartilraunir þær,
sem verið er að gera, verði ekki að hjegóma.
J>að mætti ef til vill virðast svo sem þingið eitt
bæri ábyrgð fyrir því að enn hefur ekki neitt verið
sinnt um að undirbúa kennarana, þar sem slíkur undir-
húningur hlýtur ávallt að kosta peninga, en þingið á