Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 6
bregðast við á röklegan hátt í kennslu sinni. Íhugul, gagnrýnin og góð kennsla krefjist
þess að kennarar hafi fastan grundvöll í vitsmunavísindum svo að þeir skilji hvernig
fólk nemur; í þróunar sálarfræði, svo að þeir viti hvenær börn eru reiðubúin að læra
tiltekna hluti á tiltekinn hátt; í námskenningum og kennslufræði; og í faglegri siðfræði
svo að þeir geti greitt úr vanda í kennslustarfinu af ábyrgð og festu.
Aðalsmerki kennara, segir Ólafur Proppé (1992), er að hafa barnið eða ungling-
inn í brennidepli sem einstakling. Þeir skipuleggja skólastarfið og verða að kunna
svo til verka að þeir geti kennt nemendum á ýmsum aldri, áhugasömum jafnt sem
áhugalausum og nemendum sem eru ólíkir að námsgetu og þroska. Til þess þurfa þeir
að hafa á valdi sínu kennarafræði, þekkingarfræðilegan grundvöll um uppeldi, nám
og kennslu, sem þó afmarkast af samfélags- og siðferðislegum aðstæðum og opinberri
stefnumörkun á hverjum stað og hverjum tíma, og trausta þekkingu á fjölbreyttum
fræðasviðum námsgreina grunnskólans.
Í nýsettum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda felst við-
urkenning á því að kennarastarfið sé erfitt og flókið, ekki síður en til dæmis að teikna
hús fyrir fólk eða byggja brýr. fræðileg umræða og fagleg ígrundun er undirstöðuþátt-
ur í starfi kennara og mikilvægt að kennarar á öllum skólastigum hlúi að fjölþættum
þekkingargrunni sínum. Með kröfu um meistaranám til kennsluréttinda má gera ráð
fyrir að rannsóknarstarfsemi á sviði menntunar- og uppeldisfræða aukist umtalsvert
enda má einnig búast við að doktorsnemum á því sviði fjölgi. Samþykkt sem gerð
var á fjórða þingi Kennarasambands Íslands í apríl s.l. ber vott um að kennurum er
annt um að styrkja fræðilegan bakgrunn sinn og efla vettvang til birtingar rannsókna.
Samþykkti þingið að beina því til stjórnar sambandsins að taka upp viðræður við
útgáfustjórn Uppeldis og menntunar með það að markmiði að styrkja útgáfu tímaritsins
til framtíðar og treysta grundvöll þess. Uppeldi og menntun er mikilvægur vettvangur í
endur- og símenntun kennara og viðleitni þeirra til þróunar eigin starfs og starfshátta.
Ritstjórn er afar þakklát fyrir þann velvilja í garð tímaritsins sem lýsir sér í samþykkt
Kennarasambandsins.
Í tilefni þeirra tímamóta sem hér hafa verið gerð að umtalsefni ákvað ritstjórn Upp-
eldis og menntunar að birta viðtal við Ólaf Jóhann Proppé, síðasta rektor Kennarahá-
skóla Íslands. Ólafur hefur langa reynslu af starfi á sviði fræðslumála og þótti við hæfi
við starfslok hans að fá hann til að rýna í þá miklu breytingu sem orðið hefur í menntun
og starfsumhverfi kennara frá því að hann hóf nám í Kennaraskóla Íslands árið 1962.
Það er Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor við KHÍ, sem tók viðtalið við Ólaf og nefnir hún
það Kennaramenntun á tímamótum – frá jaðri að miðju. Í fræðilegum hluta tímaritsins eru
birtar þrjár greinar. Brynhildur Þórarinsdóttir fjallar um gagnsemi kímni og fyndinna
bóka í skólastofunni. Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir greina frá nið-
urstöðum rannsóknar sinnar á samskiptum framhaldsskóla kennara og nemenda og
að síðustu fjalla Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir um áhrif faglegs
6
FRÁ R I TST JÓRA