Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 12
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU 12 Gefum Ólafi orðið: Ég er eiginlega sambland af vesturbæingi og Hafnfirðingi. Ég fæddist í vesturbænum í Reykjavík 1942, átti þar heima fyrstu æviárin en flutti síðan með fjölskyldu minni í Garðabæ. foreldrar mínir voru Guðrún Hulda Gísladóttir Proppé og Óttarr Proppé. Skólaganga mín hófst í Melaskólanum en síðar fór ég í flensborg í Hafnarfirði. Ég á margar góðar minningar úr Melaskóla, Ingi Kristinsson var kennari míns bekkjar og skólastarfið var fjölbreytt og skemmtilegt. En þarna ríktu gamlar hefðir, raðað var í bekki eftir getu og nemendurnir í „bestu“ bekkjunum umgengust aðeins hverjir aðra. Það var mikil stéttaskipting á þessum tíma. Ég man t.d. aldrei eftir því að við lékjum okkur við krakkana úr Kamp Knox í frímínútunum, en braggarnir voru þarna rétt hjá. Ég man líka eftir því að í flensborg voru bestu bekkirnir ævinlega í björtustu og bestu kennslustofunum með útsýni yfir höfnina en „lélegu“ nemendurnir voru í stofum niðri í kjallara. Svona var tíðarandinn um miðja síðustu öld. Sveitadrengur og ástríðuskáti Ég var alinn upp í borgaralegri fjölskyldu en var mörg sumur í sveit í Dölunum og þar kynntist ég vinnubrögðum sem tíðkast höfðu frá landnámstíð. Dvölin í sveitinni hafði mjög mótandi áhrif á mig. Sumarið sem ég fermdist fór ég til sjós og var í allmörg ár fjóra mánuði á ári á sjónum, einnig á hvalveiðum og í hvalskurði. Ég gekk ungur í skátahreyfinguna og hef verið tengdur henni alla ævi. Ég fór snemma að lesa mér til um hreyfinguna og hreifst af aðferðum hennar, sem beindust að því að allir væru virkir og tækju þátt. Skátastarfið miðaði ekki að því að hlúa ein- ungis að þeim færustu og hinir sætu á varamannabekknum. Allir áttu að geta þroskast í þeim skilningi að verða meiri og betri manneskjur. Ég sé þetta núna sem almennings- menntunarviðhorf og ekki óskylt hugsjón lýðháskólanna. Ég tel að áhuga minn á því að vinna með ungu fólki megi rekja til skátahreyfingarinnar. Sem ungur maður var ég erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta og ferðaðist um landið til að hjálpa til við að endurreisa skátafélög og styðja við starfið. Einnig fór ég til Bretlands í nám innan skátahreyfingarinnar. Allt þetta hafði mikil áhrif á mig. Þegar ég var 16 ára gekk ég til liðs við Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og varð síðar formaður sveitarinnar um árabil. Störf mín að hjálparsveita- og björgunarmálum urðu langvinn og umfangsmikil. Ég vann að því að sameina allar björgunarsveitir landsins undir einu landsfélagi og varð fyrsti formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar eftir áratugastarf að björgunarmál- um og fékk riddarakross fyrir störf á þeim vettvangi. En löngu áður en það varð ákvað ég að fara í Kennaraskólann. Kennaranemi Ég gekk ekki þennan venjulegan menntaveg. flestir skólafélagar mínir fóru í Mennta- skólann í Reykjavík en ég var við hin og þessi störf. En alltaf blundaði í mér löngun til þess að breyta heiminum og helst með því að starfa með ungu fólki. Því var það að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.