Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 74

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 74
74 FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA og Burke Spero (2005) leiddu í ljós að faglegt sjálfstraust kennaranema jókst marktækt í kennsluþjálfun á námstíma, en minnkaði marktækt á fyrsta ári við kennslu, og þær breytingar tengdust því hvers konar stuðning þeir fengu. Svipuð skoðun kemur fram hjá Goddard, o´Brien og Goddard (2006) sem fylgdu nýjum kennurum eftir í tvö ár. Hvetjandi og styðjandi skólasamfélag veitir þeim möguleika á nýbreytni í starfi og til fjölbreytilegra kennsluhátta, en nýju kennararnir fundu fyrir miklu vinnuálagi og minnkandi möguleika á nýbreytni. Þeir þættir eru einmitt oft tengir við kulnun í starfi (Maslach og Goldberg, 1998; Cordes, Dougherty og Blum, 1997; Kahill, 1988). Ragnhildur Bjarnadóttir (2005) rannsakaði hvernig nemar við Kennaraháskóla Ís- lands teldu námið stuðla að starfshæfni sinni. Hún notar hugtakið starfshæfni, sem er í grein hennar skilgreint sem geta til að takast á við viðfangsefni starfs á markvissan og viðurkenndan hátt og svipar því til þess sem Bandura kallar faglegt sjálfstraust. Ragn- hildur kemst að þeirri niðurstöðu að með því sem nemarnir telja sig hafa lært á náms- tímanum hafi þeir öðlast aukna trú á að þeir ráði við viðfangsefni sín sem kennarar. Hún segir trú þeirra á eigin getu til að ráða við kennarastarfið tengjast reynslu í vettvangs- námi og samskiptum við viðtökukennara. Hún efast um að nógu vel takist til með vett- vangsnámið. Nemarnir virðist uppteknir af því að „lifa af“ og fátt bendi til að þeir fái stuðning við að tengja fræðilega og hagnýta þekkingu úr námi við reynslu sína. Ragnhildur segir frá velgengni kennaranema sem jók honum eldmóð og einnig frá árekstri sama nemanda við viðtökukennara, sem dró svo aftur á móti úr áhuga hans á náminu. Þetta sýnir hvernig velgengni eykur faglegt sjálfstraust og skortur á stuðn- ingi dregur úr því. Það undirstrikar einnig mikilvægi vettvangsnáms sem tækifæris nemenda til að láta reyna á færni sína og byggja upp grundvöll að faglegu sjálfstrausti. Ennfremur sýnir það hve mikilvægt er að viðtökukennarar hafi færni til að sinna nem- unum þannig að faglegt sjálfstraust þeirra dafni sem best. Kennaranemarnir vildu leggja meiri áherslu á að kynnast hagnýtum aðferðum í kennslu (85% þeirra) og telur höfundur það ekki eiga að koma á óvart (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2005). Rannsóknarlíkan um faglegt sjálfstraust við undirbúning rannsóknarinnar var sett fram tilgátulíkan um að faglegt sjálfstraust kennara sé helsti grundvöllur þess að þeir haldi vinnugleði sinni og kulni ekki (mynd 1). Líkanið gefur til kynna að kulnun sé helsta útkoma rannsóknarinnar og að fag- legt sjálfstraust sé milliþáttur, eins og sjá má á myndinni. Síðan séu þeir helstu þættir sem faglegt sjálfstraust grundvallist á bæði ýmsir þættir í bakgrunni kennaranna (bakgrunnsþættir) og þættir í vinnuumhverfi þeirra (vinnustaðarþættir). Gert er ráð fyrir að samböndin geti verið gagnkvæm, að undanskildum áhrifum bakgrunnsþátt- anna, til dæmis þannig að vinnustaðarþátturinn hlutverkaárekstrar geti haft áhrif á það hvernig kennari metur faglegt sjálfstraust sitt og að faglegt sjálfstraust geti haft áhrif á það hvernig kennari metur hlutverkaárekstra í starfi sínu. Spurt var um eftirfarandi bakgrunnsþætti: Kyn, menntun, kennsluréttindi, lengd starfsreynslu, hversu lengi hafi verið unnið á núverandi vinnustað, starfshlutfall, nemendafjölda í bekknum sem kennarinn kennir, hvaða aldurshópi hann kenni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.