Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 22
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU 22 ismenntunin, efri lög samfélagsins, borgara- og embættismannastéttin. Kannski er táknrænt að kennaramenntunin er að fara inn í höfuðvígi elítuviðhorfanna 100 árum eftir að Kennaraskóli Íslands var stofnaður. Sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands Þú varst baráttumaður fyrir sameiningu skólanna. Hvernig bar hana að? Að hluta til er þarna um að ræða gamlar hugmyndir. Helgi Skúli Kjartansson hefur fjallað um hugmyndir sem voru uppi fyrir stríð, eða 1937, um að Háskóli Íslands yrði miklu virkari í kennaramenntun1. Í fræðslulögunum 1946 var líka gert ráð fyrir að Háskólinn stofnaði til kennaranáms eða framhaldsnáms fyrir kennara en þetta varð ekki að neinu og ég held að það hafi verið stúdentsprófið sem þvældist fyrir. Háskóli Íslands hélt afskaplega fast í það að engir ættu þangað erindi nema þeir hefðu stúd- entspróf. Þegar Jónas Pálsson var að impra á sameiningu skólanna fyrir meira en 20 árum var ég henni mótfallinn vegna þess að ég taldi að við værum ekki nógu sterk og öflug. Sjálfsmynd okkar væri ekki nógu örugg og ekki heldur ímynd samfélagsins af okkur, þannig að við gætum sameinast Háskóla Íslands á jafnréttisgrundvelli. Undanfarna áratugi hefur mikil uppbygging átt sér stað í Kennaraháskóla Íslands. Áðurnefnd sameining skólanna fjögurra fyrir tíu árum var hluti af uppbyggingunni, framhalds- nám og rannsóknir hafa verið í mikilli sókn, útskrifaðir hafa verið liðlega 150 meist- arar og nú í vor þrír doktorar. Ég álít að við séum tilbúin núna eftir að hafa velt þessu fyrir mér síðustu 25–30 árin. Ég hef átt því láni að fagna að eiga marga góða samstarfs- menn sem ég hef getað rætt þessi mál við og bollalagt um framtíðina. Einn maður sker sig þó úr, en það er Börkur Hansen. Hans fræðilega sýn á stofnanabreytingar og stofnanamenningu hefur verið mér mikil stoð. Hann er minn traustasti bakhjarl, að öðrum ólöstuðum. Þegar ég hafði verið rektor í tvö eða þrjú ár hittumst við Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, og ég kynnti honum hugmyndir mínar um að auka samstarf milli skól- anna. Páll var sammála mér um að það gæti verið æskilegt og við fengum utanaðkom- andi mann frá ráðgjafarfyrirtæki til að vera í forsvari fyrir nefnd sem gaf út skýrslu með grunnhugmyndum um sameiningu skólanna. Páll átti stutt eftir af rektorstíð sinni og það var ekki fyrr en Kristín Ingólfsdóttir var orðin rektor að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra ýtti málinu af stað. Ég hafði í nokkrum ræðum reifað hug- myndir mínar um sameiningu þannig að afstaða mín var ljós. Þorgerður Katrín kann- aði hug Kristínar til sameiningar og skipaði síðan starfshóp undir stjórn Guðmundar Árnasonar ráðuneytisstjóra sem átti að kanna „fýsileika“ þess að sameina skólana. Þannig rúllaði boltinn af stað. Auðvitað voru menn sammála eða ósammála sameiningu á ólíkum forsendum. Sjálfsagt hafa ýmsir talið að sameining styrkti kennaramenntun vegna þess að hún 1 Helgi Skúli Kjartansson (2008). verkaskipting háskóla og kennaraskóla og kennaramenntun fyrir gagnfræðastigið. Erindi flutt á ráðstefnu fUM, félags um menntarannsóknir, Kennaramenntun í 100 ár – Nám og lýðræði á 21. öldinni, Kennaraháskóla Íslands 23. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.