Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 20
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU 20 ég var að byrja að kenna fyrir nærri 45 árum man ég eftir kennurum sem urðu miður sín ef þeir voru spurðir spurninga inni í bekk sem þeir gátu ekki svarað. Þeir gátu ekki einu sinni sagt að þeir skyldu fletta þessu upp og koma með svarið á morgun. Þegar ég lít til baka finnst mér hafa orðið ótrúleg breyting um mína daga á menntun og menntunarmöguleikum. Þegar ég er að vaxa úr grasi er stór hluti þjóðarinnar til- tölulega stutt í skóla, en núna eru nánast öll börn í leikskóla frá eins eða tveggja ára aldri, síðan tíu ár í grunnskóla og stór hluti fer í framhaldsskóla og háskóla. Reyndar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að lengja grunnskólann og tvö fyrstu árin í framhaldsskóla eigi að verða hluti af almennu námi í grunnskólanum. Ég tel að kerfi Bandaríkjamanna, sem gerir ráð fyrir að allir séu í tólf ár í skóla, sé heppilegt. Þá er verið að tala um breiðan skóla með mörgum möguleikum. Evrópska kerfið, þar sem börn voru greind í sundur við ellefu ára aldur og fóru inn á brautir sem voru blindgöt- ur, tel ég að henti ekki viðkvæmum og óráðnum unglingum. Ég hef líka verið mikill andstæðingur þess að skilja á milli bóknáms og verknáms. Mér er í minni allur dans- inn kringum landsprófið þegar ég var ungur. Einhvern tíma hafði ég á orði að það besta sem hægt væri að gera fyrir íslenskt skólakerfi væri að leggja niður stúdents- prófið til að draga úr þessari óhemju dýrkun á bóknámi, sem er meiri hér en í lönd- unum í kringum okkur. Ég held að Broddi hafi kennt mér hve verkið er mikilvægt. við þurfum að efla verk- og listgreinar inni í almennri menntun og ég legg áherslu á almenna menntun, því að ég er ekki að tala um menntun til að búa til frægt listafólk. Á nýliðnu norrænu kennaraþingi um kennaramenntun var talsvert fjallað um flutning kenn- aramenntunar úr háskólunum og út á vettvanginn. Hvað viltu segja um þær hugmyndir? Þetta var áhugaverð umræða um gamalt viðfangsefni, spurninguna um tengsl fræða og starfs. Ég gleðst yfir því ef leik-, grunn- og framhaldsskólar verða gerðir samábyrgir okkur í kennaramenntuninni, en þeir mega ekki taka algjörlega við henni frekar en að við megum byggja upp einhvern fílabeinsturn sem ekki er í tengslum við veruleikann úti í skólunum. Ég held að það sé stórhættulegt ef öll kennaramenntunin fer út á vettvanginn og námið verður eins konar lærlingsnám. vanti fræðikenning- arnar eru líkur til þess að neminn læri bara að gera eins og forverarnir, hann falli inn í menningu viðkomandi skóla og taki hana upp. Hvar er þá hið gagnrýna sjónarhorn sem er rótin að breytingum og áframhaldandi þróun? Ég álít að það sé afar mikilvægt að kennaramenntunin sé inni í háskólunum, þar sé fjallað gagnrýnið um starf kennarans og það sett í samhengi við bæði þroska barna og unglinga og félagslega þætti og hvernig skólinn og menntun er hluti af samfélagi og hefur verið það um aldir. Ég tel að í Englandi hafi verið farið fulllangt í því að færa kennaramenntunina út í skólana. Þetta gerðist á tímum hægri stjórnarinnar sem taldi að í háskólunum væri fólk alið upp í vinstri pólitík. Ef til vill var kennaramenntunin komin í fílabeinsturn í háskólunum og því var sveiflan of langt til baka. Þetta gerðist ekki í Skotlandi eða Wales og ég álít að Skotar séu með betri kennaramenntun með virkari og eðlilegri tengslum við skólana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.