Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 16
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU 16 ákveðin viðurkenning á því að skóla- og menntamál eru nátengd efnahagslegri vel- ferð þjóða. Þetta varð mikil bylgja sem fór víða um lönd. Miklu fjármagni var veitt inn í menntakerfi þjóðanna og meira að segja var tekinn hluti af fjárveitingunni sem ætluð var til varnarmála í Bandaríkjunum og varið til menntamála. Hér heima voru það Wolfgang Edelstein og Andri Ísaksson sem lögðu drögin að endurbótum á íslenskum skólum með tilstilli skólarannsóknadeildarinnar. Grunnskólalögin 1974 voru þáttur í þessu umbótastarfi. Í skólarannsóknadeildinni var ákveðin aðferðafræði við lýði sem var í takt við straumana erlendis frá. Skólunum skyldi breytt með því að endurskrifa námskrár og námsefni. Síðan átti að þjálfa kennarana til að kenna hið nýja námsefni og þannig átti að breyta skólunum. Þessi nálgun olli hugmyndafræðilegum átökum að því er ég tel. Sumum fannst að þarna væri of mikið treyst á tæknilausnir og voru vantrúaðir á að hægt væri að endurbæta skólana með tæknibrellum eins og haft var á orði. Broddi, rektor Kennaraháskólans, áleit til dæmis að betri leið væri að efla kennara, gera þá að betri fagmönnum sem á sjálfstæðan hátt gætu síðan orðið breytiafl. Ég álít að þetta hafi valdið því að Kennaraháskólinn var um tíma (10 ár eða svo) talsvert utan við þessa þróun í skólamálum sem skólarannsóknadeildin hafði forystu um. Mig grunar einnig að þessi átök hafi haft þau áhrif á Brodda að hann ákvað að hætta svo snemma sem hann gerði. Hann var einnig örþreyttur, því að í raun og veru var hann þvingaður til þess að gera Kennaraskólann að almennum framhaldsskóla til að taka við öllum þeim fjölda framhaldsskólanema sem kom með „baby boom“ kynslóðinni eftir stríðið. En auðvitað breyttust viðhorf um leið og verið var að endurmennta kennarastétt- ina og einnig féll þetta saman við aðrar hræringar í samfélaginu, sem komu meðal annars frá hinum Norðurlöndunum. Þetta voru hugmyndir um að börnum í skóla ætti ekki að raða í bekki eftir getu, heldur ætti að blanda nemendahópum og skólinn ætti að vera fyrir alla. Á ensku var þessi stefna kölluð „comprehensive school“ og er hugmyndin á bak við grunnskólalögin 1974. Sama hugmyndafræði liggur að baki fjöl- brautaskólunum. Á þessum tíma merkti „skóli fyrir alla“ ekki það sama og nú, þegar hugtakið er notað yfir „inclusion“. Það var til dæmis ekki reiknað með að fötluð börn ættu að vera samskipa öðrum börnum í skóla. Breytingatímar Ulf Lundgren, sænskur prófessor, rekur umbótastefnu í skólamálum til hugmynda í vestur-Evrópu í lok stríðsins um að bæta þyrfti skólana, ekki einungis í efnahags- legum tilgangi, heldur til þess að fólk lifði heilbrigðara lífi og þyrfti aldrei framar að upplifa stríðshörmungar. Annars má segja að hér á Íslandi hafi allt verið í rólegheitum miðað við það sem var að gerast í stúdentauppreisnum úti um allan heim, þegar ungt fólk geymdi Rauða kverið við hjartastað. Smábrot af þessum byltingaranda skilaði sér seinna inn í Kenn- araháskólann þegar Loftur Guttormsson og fleiri kennarar skipulögðu þemanám vegna þrýstings frá nemendum. En pólitíkin var samt hörð á þessum árum og sumum fannst skólarannsóknadeildin býsna róttæk og í fjölmiðlum var hún jafnvel kölluð kommúnistahreiður. Svo fékk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.