Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 34
34 um á kímni. fólk á til dæmis að ganga upprétt og óvænt fall á afturendann getur verið nóg misræmi til að orsaka hlátur (Casson, 1997). Misræmiskímni hefur verið skipt í nokkra flokka eftir eðli hennar, þ.e. eftir því hvers konar reglur hún fer á svig við (sjá Klein, 2003). Þessa flokka má nota til að greina barnaefni en hafa ber í huga að mörkin eru ekki alltaf skýr og oftar en ekki er um margar gerðir misræmiskímni að ræða í hverju verki. Í fyrsta flokki er kímni sem byggist á líkamlegu eða útlitslegu misræmi, til dæmis dýr í hlutverki manna. Þessi flokkur er mikið notaður í myndabókum fyrir yngstu börnin. Í öðrum flokki eru ýkjur eða skrumskælingar sem finna má í bókum fyrir allan aldur, ærslasögum fyrir börn jafnt sem farsa fyrir fullorðna. Í þriðja flokk falla óvæntu endalokin eða blekkingin (punchline) sem einkenna helst styttri gamansögur eða brandara. Í fjórða lagi er talað um frávik frá viðteknum venjum, brot á félagslegum reglum, og í fimmta lagi frávik frá heilbrigðri skynsemi. Hvort tveggja má finna í fyndnum barnabókum sem reyna þá á skilning barnanna á samfélaginu og draga fram viðhorf til ákveðinna þjóðfélagshópa, til dæmis aldurshópa eða kynja. Í sjötta lagi er talað um brot á reglum tungumálsins, til dæmis orðaleiki, en mörg dæmi um þetta er að finna í íslenskum barnabókum, jafnt í bundnu máli sem lausu. Kímni í barnabóKum Brot á reglum í barnabókum fela oft í sér einhvers konar uppreisn, hinar ungu sögu- hetjur storka valdi foreldra eða kennara með óþekkt og uppátækjasemi. Þannig eru prakkarasögur sérstakur flokkur innan barnabókmenntanna (Dagný Kristjánsdóttir, 2005). Þann flokk fylla jafnt íslenskir fjörkálfar eins og Gvendur Jóns í sögum Hend- riks ottóssonar (1949–1964) og erlendir grallarar eins og Emil í Kattholti sem Astrid Lindgren sendi fyrst frá sér 1963. Brot söguhetjanna gegn reglum foreldranna eða samfélagsins geta verið nauðsynleg til að ungir lesendur öðlist skilning á því að sumar reglur eru viðeigandi, aðrar ekki. Silja Aðalsteinsdóttir (1999) fjallar um það hvernig góðar barnabækur þroska lesendur sína með því að hvetja þá til sjálfstæðis; að hlýða ekki hugsunarlaust heldur ígrunda og reyna sjálfir. Dæmin sem Silja nefnir eru bækur Stefáns Jónssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur frá því um miðja 20. öld. Bækur Ragnheið- ar (t.d. Dóru-bækurnar, Kötlu-bækurnar og bækurnar um Hörð og Helgu) og Stefáns (fyrst og fremst Hjalta-bækurnar) myndu fá börn kalla fyndnar en lýsing Silju á jafn vel við barnabækur á léttari nótunum. Barnabækur sem hvetja börn til að endurmeta reglur hinna fullorðnu kalla oftar en ekki á svolitla óhlýðni sögupersónanna, jafnvel skammarstrik eða hrakfarir. Lína Langsokkur er fyrirmynd margra söguhetja í barnabókum 21. aldar. Hún ögr- ar fullorðna fólkinu sífellt því lífssýn hennar er á skjön við hugsunarhátt samfélagsins. Hún hvorki kærir sig um né telur sig þurfa á skipulagi samfélagsins að halda og hefur sig yfir það með því að hunsa þær reglur sem henni sýnist. Kímnin í Línubókunum er því fullkomin misræmiskímni; Lína brýtur fjölmargar reglur, m.a. um hegðun, orð- notkun, samskipti, sambúðarform, atgervi og klæðnað. Hún mölbrýtur aukinheldur allar reglur samfélagsins um hlutverk kynjanna og hlutverk barna. Lykilatriðið í Línu- KÍMNIGÁFUÐ BÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.