Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 34
34 um á kímni. fólk á til dæmis að ganga upprétt og óvænt fall á afturendann getur verið nóg misræmi til að orsaka hlátur (Casson, 1997). Misræmiskímni hefur verið skipt í nokkra flokka eftir eðli hennar, þ.e. eftir því hvers konar reglur hún fer á svig við (sjá Klein, 2003). Þessa flokka má nota til að greina barnaefni en hafa ber í huga að mörkin eru ekki alltaf skýr og oftar en ekki er um margar gerðir misræmiskímni að ræða í hverju verki. Í fyrsta flokki er kímni sem byggist á líkamlegu eða útlitslegu misræmi, til dæmis dýr í hlutverki manna. Þessi flokkur er mikið notaður í myndabókum fyrir yngstu börnin. Í öðrum flokki eru ýkjur eða skrumskælingar sem finna má í bókum fyrir allan aldur, ærslasögum fyrir börn jafnt sem farsa fyrir fullorðna. Í þriðja flokk falla óvæntu endalokin eða blekkingin (punchline) sem einkenna helst styttri gamansögur eða brandara. Í fjórða lagi er talað um frávik frá viðteknum venjum, brot á félagslegum reglum, og í fimmta lagi frávik frá heilbrigðri skynsemi. Hvort tveggja má finna í fyndnum barnabókum sem reyna þá á skilning barnanna á samfélaginu og draga fram viðhorf til ákveðinna þjóðfélagshópa, til dæmis aldurshópa eða kynja. Í sjötta lagi er talað um brot á reglum tungumálsins, til dæmis orðaleiki, en mörg dæmi um þetta er að finna í íslenskum barnabókum, jafnt í bundnu máli sem lausu. Kímni í barnabóKum Brot á reglum í barnabókum fela oft í sér einhvers konar uppreisn, hinar ungu sögu- hetjur storka valdi foreldra eða kennara með óþekkt og uppátækjasemi. Þannig eru prakkarasögur sérstakur flokkur innan barnabókmenntanna (Dagný Kristjánsdóttir, 2005). Þann flokk fylla jafnt íslenskir fjörkálfar eins og Gvendur Jóns í sögum Hend- riks ottóssonar (1949–1964) og erlendir grallarar eins og Emil í Kattholti sem Astrid Lindgren sendi fyrst frá sér 1963. Brot söguhetjanna gegn reglum foreldranna eða samfélagsins geta verið nauðsynleg til að ungir lesendur öðlist skilning á því að sumar reglur eru viðeigandi, aðrar ekki. Silja Aðalsteinsdóttir (1999) fjallar um það hvernig góðar barnabækur þroska lesendur sína með því að hvetja þá til sjálfstæðis; að hlýða ekki hugsunarlaust heldur ígrunda og reyna sjálfir. Dæmin sem Silja nefnir eru bækur Stefáns Jónssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur frá því um miðja 20. öld. Bækur Ragnheið- ar (t.d. Dóru-bækurnar, Kötlu-bækurnar og bækurnar um Hörð og Helgu) og Stefáns (fyrst og fremst Hjalta-bækurnar) myndu fá börn kalla fyndnar en lýsing Silju á jafn vel við barnabækur á léttari nótunum. Barnabækur sem hvetja börn til að endurmeta reglur hinna fullorðnu kalla oftar en ekki á svolitla óhlýðni sögupersónanna, jafnvel skammarstrik eða hrakfarir. Lína Langsokkur er fyrirmynd margra söguhetja í barnabókum 21. aldar. Hún ögr- ar fullorðna fólkinu sífellt því lífssýn hennar er á skjön við hugsunarhátt samfélagsins. Hún hvorki kærir sig um né telur sig þurfa á skipulagi samfélagsins að halda og hefur sig yfir það með því að hunsa þær reglur sem henni sýnist. Kímnin í Línubókunum er því fullkomin misræmiskímni; Lína brýtur fjölmargar reglur, m.a. um hegðun, orð- notkun, samskipti, sambúðarform, atgervi og klæðnað. Hún mölbrýtur aukinheldur allar reglur samfélagsins um hlutverk kynjanna og hlutverk barna. Lykilatriðið í Línu- KÍMNIGÁFUÐ BÖRN

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.