Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 73
73
vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR
Síðan Bandura setti fram kenningar sínar hafa menntarannsóknir staðfest sterk
tengsl milli faglegs sjálfstrausts kennara og árangurs og áhuga nemenda (Hipp og
Bredeson, 1995). Hoy og Woolfolk (1993) gera ráð fyrir gagnkvæmu hringrásarsam-
bandi í báðar áttir þarna á milli, þannig að gott faglegt sjálfstraust kennarans auki
árangur og áhuga nemenda hans, og einnig séu áhrif á hinn veginn, þannig að góður
árangur og áhugi nemenda auki faglegt sjálfstraust kennarans. Lélegt faglegt sjálfs-
traust kennarans dregur á sama hátt úr árangri og áhuga nemenda. Brouwers og
Tomic (2000) komust að því að viðvarandi truflandi hegðun nemenda í bekk getur
dregið úr faglegu sjálfstrausti kennara, og aukið líkur á kulnun, sem aftur eykur trufl-
andi hegðun í bekk og dregur enn úr faglegu sjálfstrausti kennarans. Styðja þessar
niðurstöður áðurnefnt hringrásarsamband.
faglegt sjálfstraust kennara hefur einnig verið sett fram sem „trú kennarans eða
sannfæring um að hann geti haft áhrif á það hversu vel nemendur læri, jafnvel þeir
sem teljast erfiðir og áhugalitlir“ (Guskey og Passaro, 1994, bls. 4). Hæfni kennara til
þess að hafa stjórn á bekk er mikilvæg í námi og kennslu, annars tapast kennslutími
fyrir alla nemendur, ekki bara þá sem trufla. Bekkjarstjórnun kennara er því grund-
vallaratriði eigi að ná markmiðum um uppeldi og menntun. Sé hún ónóg er líklegt
að hringrásin verði neikvæð, og það getur leitt til minnkandi faglegs sjálfstrausts og
kulnunar sé ekkert að gert (Brouwers og Tomic, 2000; friedman og farber, 1992).
Hjá Goddard, o’Brien og Goddard (2006) kemur fram að skuldbinding við starf,
þ.e. vinnugleði, skýr hlutverk, stjórnun og stuðningur samstarfsmanna, hefur áhrif á
líðan kennara og faglegt sjálfstraust þeirra. Svipaðar niðurstöður koma fram í rann-
sókn höfunda þessarar greinar (Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir,
2007a, 2007b).
Kennaranám, fyrstu skref í starfi og faglegt sjálfstraust
Hoy og Woolfolk (1993) telja óraunhæft að ætla að menntastofnun geti brautskráð
kennara með vel mótað faglegt sjálfstraust. Raunhæfara markmið sé að styðja kenn-
aranema í að þróa hæfileika sína og þekkingu til að mæta því sem búast megi við
í daglegu starfi kennarans, en erfitt sé að fullyrða um bestu leiðina til þess. Und-
irbúningur þeirra ætti þó að fela í sér sértæk námskeið og þjálfun í bekkjarstjórnun,
tækifæri til að nota hæfni sína í að beita kenningum til að leysa algeng vandamál, og
handleiðslu sem byggir upp faglegt sjálfstraust og hæfni til að takast á við verkefni í
daglegu starfi kennarans. Í rannsókn þeirra var lengdin á námi kennara eini einstakl-
ingsbundni þátturinn sem spáði alltaf fyrir um faglegt sjálfstraust þeirra. Ætla má
að því lengra sem námið er þeim mun meiri þekkingu og reynslu hafi þeir í bekkj-
arstjórnun í upphafi starfsferils síns.
María Steingrímsdóttir (2005) rannsakaði hvað nýbrautskráðir kennarar frá Háskól-
anum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands segja um fyrsta starfsár sitt við kennslu
og hvernig þeir telja að skólarnir hafi búið þá undir starfið. Þeir segja lítið sem ekk-
ert haldið utan um nýja kennara þegar þeir koma til starfa og telja sig þurfa meiri
stuðning en þeir fá á fyrsta starfsári. Til að þeim vegni vel þurfi þeir mikla leiðsögn
og stuðning, bæði í faglegum og hagnýtum þáttum starfsins, sem og handleiðslu sem
styður og byggir upp varnir gegn álagi og streitu í starfi. Niðurstöður Woolfolk Hoy