Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 13
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R 13 þegar ég var 19 ára bankaði ég upp á í Sporðagrunni hjá Brodda Jóhannessyni, sem þá var rektor Kennaraskólans, og leitaði ráða hjá honum. Það varð úr að ég las tvo bekki utan skóla þannig að ég var aðeins tvö ár í Kennaraskólanum. Ég minnist þess að hafa tekið munnlegt próf í bæði Sögu Ísraelsþjóðarinnar og Markúsarguðspjalli heima hjá Jóhanni Hannessyni prófessor. Ég byrjaði því í þriðja bekk 1962 en það var árið sem skólinn flutti hingað í Stakkahlíðina. Broddi hafði feikileg áhrif á mig. Hann var merkilegur maður og allt sem hann sagði fékk mig til að hugsa. Hann hafði lag á því að setja hlutina í nýtt samhengi þann- ig að það kollvarpaði manns fyrri skoðunum. Broddi hafði mjög sérstaka og djúpa sýn á manneskjuna og tengsl hennar við menningu og umhverfi. Það er til dæmis ógleym- anleg kennslustundin þegar hann var að tala um hvernig taka ætti upp mó. Hann hóf slík verk upp og tengdi við viðfangsefni líðandi stundar í Kennaraskólanum. Ég tók mér hann að mörgu leyti til fyrirmyndar. Broddi reyndist mér ákaflega vel og ég tók það á vissan hátt nærri mér hve snemma hann hætti störfum, tæplega sextugur, árið 1975. Ég vonaðist þá til þess að hann færi að skrifa því að hann var mjög ritfær en það gerði hann ekki og ég tel að það hafi verið skaði fyrir íslenska menntaumræðu. Ég naut þess að vera í Kennaraskólanum og náði þar í skottið á ákveðnum tíma því að við vorum síðasti árgangurinn sem var í einum bekk eins og verið hafði frá upphafi skólans. Ég eignaðist góða skólafélaga sem hafa flestallir verið í kennslu alla starfsævina, og það er talsvert merkilegt því að námið var frekar stutt og almennt og ekki var ýkja mikil áhersla á uppeldis-og kennslufræði. En á einhvern undarlegan hátt vorum við hér í starfsnámi sem skilaði okkur út í kennslu. Ef til vill hafði það áhrif að á þessum árum voru aðallega tvær bóknámsleiðir fyrir unglinga, annaðhvort var að fara í Menntaskólann í Reykjavík eða í Kennaraskólann og það voru töluverð hugmyndafræðileg átök milli þessara leiða. Menntaskólakrakkarnir sögðu auðvitað að hingað færu þeir sem réðu ekki við að fara í menntaskóla, kannski hefur það verið hvatning til þess að standa sig, alla vega lá leið okkar flestra beint út í kennslustarfið. Mér gekk alltaf vel að kenna, ég fann það strax í æfingakennslunni, og ég þakka það því forskoti sem ég hafði vegna reynslunnar úr skátastarfinu. Ég varð formaður nemendafélagsins og ég tók það alvarlega að vera málsvari kenn- aranema og samsamaði mig sterkt því verkefni. Kennaranemar úr hinum ýmsu skól- um, tónlistar-, myndlistar- og íþróttakennaranemar, stofnuðu Samtök íslenskra kenn- aranema, ég varð fyrsti formaður þessara samtaka og sótti norræn kennaranemaþing með stuðningi og hvatningu Brodda. Ég held að öll þessi reynsla hafi meðal annars valdið því að ég fór síðar í frekara nám en fyrst lá leiðin út á akurinn eins og kennslu- starfið var oft nefnt í Kennaraskólanum. Úti á akrinum Ég byrjaði kennsluferil minn í Hlíðaskóla árið 1964, við vorum fimm skólafélagar sem réðum okkur þangað. Ásgeir Guðmundsson var þá yfirkennari skólans auk margra ungra kennara þannig að þar var lifandi starf. En strax næsta ár flutti ég mig í öldu- túnsskóla í Hafnarfirði sem tekið hafði til starfa 1961. Ég var þar í 10 ár og tók þátt í margvíslegum nýjungum. Ég kenndi alltaf unglingum, sjálfsagt voru það áhrif frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.