Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 15
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R 15 óréttlæti að kennarar gætu ekki farið beint í Háskóla Íslands og hreinlega niðurlæging að þurfa að taka stúdentspróf til þess. Þannig að ég gerði það ekki og hef ekki stúd- entspróf enn þann dag í dag. Kennaraskólinn varð að Kennaraháskóla Íslands árið 1971. Það var eiginlega ótrú- legt að lögin um Kennaraháskólann skyldu komast gegnum þingið en þau fóru í gegn með fyrirvara um að þau yrðu endurskoðuð innan árs. Sama ár var boðið upp á fram- haldsnám í námskrárfræði og námsmatsfræði. við vorum átta sem fórum í það nám og mynduðum lítinn, samheldinn hóp, ég nefni sérstaklega Hrólf Kjartansson. Sam- tíða okkur hér voru mörg hundruð manns í kennaranámi, því að hér var fjöldi nem- enda sem var að ljúka námi eftir gamla kerfinu. Andri Ísaksson kenndi hópnum okkar mikið ásamt Þuríði Kristjánsdóttur. Broddi og Sigríður valgeirsdóttir kenndu einnig í deildinni, en minna. Ég tók þarna fullt nám með kennslu síðasta kennsluárið mitt og það kveikti í mér löngun til frekara náms. Þegar svo var auglýstur styrkur á vegum UNESCo og menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms í Bandaríkjunum í námsmati og námskrárfræði, sótti ég um hann í algjöru bríaríi. Nema hvað, ég fékk styrkinn og ég og kona mín, Pétrún Pétursdóttir, héldum til Bandaríkjanna með börnin okkar þrjú árið 1974. Á þeim tíma þótti það ekki mjög skynsamlegt. Ég hafði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að fara í nám til Bandaríkjanna, kannski til Danmerkur, en Ameríka lá utan þess mögulega. Leiðin lá til Champaign-Urbana í Illinois. Skólinn var valinn vegna kennslu Þuríðar Kristjánsdóttur í framhaldsdeildinni, en hjá henni lásum við m.a. greinar eftir Robert Stake, bandarískan prófessor, og ég fann að ég vildi stúdera hjá þessum manni. Þuríður var afburða kennari og síðar mikill vinur minn. Robert Stake varð prófessorinn minn í gegnum allt mitt nám og einnig persónulegur vinur. Í Champaign-Urbana var yndislegt að vera, stór rannsóknarháskóli með frábærri aðstöðu og fjölmenningarskól- ar fyrir krakkana. Ég lauk þarna meistaraprófi 1976, en fór síðan heim og fór að starfa í skólarannsóknadeild. Skólarannsóknir Ég var ráðinn í fullt starf sem sérfræðingur um námsmat og mat á skólastarfi við skólarannsóknadeild. fljótlega tók ég einnig við formennsku í prófanefnd ráðu- neytisins og stýrði því að byggja upp nýju samræmdu prófin eftir að grunnskólinn kom til sögunnar. Það var dýrmæt reynsla að vinna með þessu hæfa fólki sem var við skólarannsóknadeildina, Andra Ísakssyni, Wolfgang Edelstein, Herði Lárussyni, öllum námstjórunum og fleirum og fleirum. Þarna varð eiginlega til lítil akademía, við vorum alltaf að lesa erlendar bækur, fá til okkar fræðimenn utan úr heimi og velta fyrir okkur nýjustu straumum í mennta- og skólamálum. Skólarannsóknadeildin á Íslandi tengist hreyfingu í menntamálum sem að hluta er rakin til 4. október 1957, þegar Rússar skutu Spútnik, fyrsta gervitunglinu, á sporbraut um jörðu. Þá er talað um að vesturlönd hafi fengið „stóra sjokkið“ því að þarna var greinileg sönnun þess að Rússar hefðu forystuna í geimferðum og þá um leið í menntun og vísindum. Í Bandaríkjunum hófst upp úr þessu hreyfing í menntamálum með það að markmiði að rannsaka og þróa skólastarf. oECD tók þessa hreyfingu upp á sína arma og var það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.