Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 49
49
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR
megi rekja til Stenhouse (1975). Í tímans rás hafa orðið til ýmis líkön og mismunandi
túlkanir á starfendarannsóknum en hér eru hugmyndir ensku fræðikonunnar Jean
McNiff einkum hafðar að leiðarljósi. McNiff leggur áherslu á að fólk hugsi um starf-
endarannsóknir með ólíku móti og skilgreini þær ekki alltaf á sama hátt. Hún aðhyllist
þá tegund starfendarannsókna sem kallast self-study, og þýða má sem sjálfsrýni eða
sjálfsskoðun. Hún telur að sjálfsskoðun rannsakandans sé þungamiðja starfendarann-
sóknar; hann, sem er í senn rannsakandi og viðfangsefni, er kjarni rannsóknarinnar.
Rannsakandinn þarf að skoða hvernig og hvers vegna lífi hans og starfi sé háttað eins
og raun ber vitni til þess að hann geti vaxið í lífi sínu og starfi (McNiff og Whitehead,
2002; McNiff, 2008).
Ígrundunin er veigamikill þáttur í þessu ferli, að rannsakandinn hugsi gaum-
gæfilega um sjálfan sig, líf sitt og starf. Ígrundun er ennfremur lykilhugtak í starf-
endarannsóknum. Elliot (1991) segir að til að unnt sé að bæta sig í starfi sé þarft að
ígrunda samspil vinnulags og árangurs. Slík ígrundun sé megineinkenni þess sem
Schön (1983) hefur kallað ígrundun í starfi (reflective practice) en Elliot sjálfur, og
fleiri, starfendarannsókn (action research) (Elliot, 1991).
McNiff lítur svo á að rannsóknarferlið og starfið séu eitt, þetta sé samtvinnað; kenn-
ing og framkvæmd séu tvær hliðar á sama peningi enda nálgist kennsla það oft að
vera starfendarannsókn, einkum ef kennaranum er umhugað um að þróa starfshætti
sína með því að læra af reynslunni. McNiff telur að oft sé gjá á milli kenningar, rann-
sóknar og framkvæmdar og áréttar að starfendarannsókn sé raunverulegt og lifandi
ferli en ekki óhlutbundin orðræða um viðfangsefni fræðimanna. Allir sem vilja geta
gert starfendarannsókn með því að hugsa vandlega um eigið starf með skipulagðri
sjálfsskoðun, skráningu atburða og gagnasöfnun í félagi við aðra sem eru einnig að
vinna starfendarannsókn. Æskilegt er einnig að þeir eigi sér bandamann eða banda-
menn (Hafdís Ingvarsdóttir, 2006). Samkvæmt skilgreiningu Hafdísar eru bandamenn
samkennarar sem ræða saman um starf sitt af hreinskilni og fá álit hvor eða hver hjá
öðrum. Þannig geta þeir fengið nýjar hugmyndir og skipst á skoðunum og eflt með
því sjálfsmynd sína og sjálfstraust í starfi.
McNiff hefur búið til líkan sem sýnir starfendarannsókn sem spírala. Þar birtist ferli
sem í felst að skoða núverandi starfshætti, koma auga á hvað vert sé að bæta, ímynda
sér framvindu mála, láta á hana reyna og safna gögnum. Síðan er verklýsingu og fram-
kvæmd breytt í ljósi þeirra upplýs-
inga sem liggja fyrir og henni haldið áfram. Loks er lagt mat á breytta
framkvæmd o.s.frv. þar til fullnægj-
andi árangur liggur fyrir. McNiff sér
þetta ferli þó ekki endilega sem sam-
fellt eða röklegt, það getur hæglega
leitt rannsakandann út á ófyrirséðar
brautir (McNiff og Whitehead, 2002;
McNiff, 2008):
1 Myndin af líkaninu er sótt á heimasíðu McNiff (McNiff, 2008).
Mynd 1