Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 64

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 64
64 UMBROT lega fyrsta skrefið í hvers kyns breytinga- og þróunarstarfi, þ.e. að vita hvað þarfnast breytinga. Ég er því betur í stakk búin til að gera breytingar í ljósi þess lærdóms sem ég hef dregið af starfendarannsókn minni. Mér þykir sýnt hversu mikilvægt það er að beita virkri hlustun í samræðum við nemendur. Aðeins með þeim hætti get ég heyrt hvað nemendur eru raunverulega að segja mér, sem kann að vera dýpra og meira en það sem felst aðeins í orðanna hljóðan. Með þennan lærdóm í farteskinu geng ég öruggari á hönd nýrra ævintýra þar sem bíða mín aðrar og fleiri raddir nemenda, og hlusta. Ég leitaðist við í starfendarannsókn minni að brúa bilið á milli kenningar, rann- sóknar og framkvæmdar (McNiff, 2002). Ég var hvort tveggja í senn rannsakandi og meginviðfangsefni rannsóknar sem gerir að verkum að frásögn mín geymir einstaka reynslu, mína eigin reynslu, sem er ekki á færi annarra að greina frá af sömu dýpt (Cochran-Smith og Lytle, 1996). Það er sömuleiðis styrkur rannsóknarinnar. Aðeins ég sjálf get greint frá hugsunum mínum, viðhorfum, tilfinningum og líðan með þeim hætti sem raun ber vitni. Rannsóknin er ennfremur upplifun nýliða á samskiptum við nemendur og getur sem slík orðið stuðningur fyrir þá kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í starfi. vonandi verður hún einnig hvatning fyrir kennara til þess að ræða um starf sitt á opinskárri hátt. Ég trúi því seint að mín reynsla sé einsdæmi. Það hefði áreiðanlega reynst mér léttara líf að einbeita mér „einungis“ að því að læra að kenna, enda er kennslan ein og sér oftast ærinn starfi fyrir nýliða. Starfenda- rannsókn er vissulega viðbót við það álag sem kennslan kann að vera fyrir nýliðann og hún kallar á mikla sjálfsskoðun sem getur reynst honum erfið. Hún var mér a.m.k. sársaukafull. Því hlýt ég að vara nýliða við að ráðast í slíka rannsókn sem þessa. Ég átti hins vegar því láni að fagna að vera þátttakandi í rannsóknarhópi kennara við skólann sem var að vinna starfendarannsókn. Þar fór fram bæði fagleg og einlæg umræða um kennslustarfið sem gerði mér ómetanlegt gagn og þar eignaðist ég bandamann sem reyndist mér góður gagnrýnandi og mikilsverður trúnaðarvinur í starfi. Eftir þessa reynslu mína er ég sannfærðari en nokkru sinni áður um að góð samskipti í skólastof- unni stuðli að öflugu kennslu- og námsumhverfi. Ég stefni þangað, einn dag í einu. ÞaKKarorð Mörgum vil ég þakka en efst á blaði eru nemendur mínir sem gerðu mér þessa rann- sókn mögulega. Þeir voru einatt tilbúnir að svara öllum mínum spurningum og létu það yfir sig ganga að ég eltist við þá vopnuð upptökuvél og þrífæti. Þá á bandamað- ur minn miklar þakkir skyldar, sem og rannsóknarhópurinn góði sem samanstóð af kennurum og skólastjórnendum. Loks vilja höfundar þakka ritrýnum Uppeldis og menntunar fyrir gagnlegar ábendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.