Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 19
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R
19
fangsefni skólans verulega, þar eð nú varð uppeldi, kennsla og umönnun ungra barna
svo og fólks með fötlun verkefni Kennaraháskólans í meira mæli en áður. Skólinn var
þannig orðinn sterkari og stærri. Áhersla á rannsóknir óx einnig smám saman.
Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég varð rektor var, í samvinnu við Kristínu
Indriðadóttur, að sameina bókasafnið, gagnasmiðjuna og kennslugagnasafnið í eina
stofnun, menntasmiðju. Seinna bættist tölvuþjónustan við. við Kristín vildum skapa
gagnvirkt umhverfi fyrir bæði nám og kennslu. Þetta var stórt skref og ég held að vel
hafi tekist til. Skólaárið 2004–2005 var síðan ákveðið að endurskoða allt grunnnám í
Kennaraháskólanum og skipuleggja það sem þriggja ára bakkalárnám og eftir það
tveggja ára framhaldsnám, en það er í samræmi við Bologna-yfirlýsinguna. Það er
gaman að rifja það upp að hugmyndin fæddist á Arlandaflugvelli við Stokkhólm þar
sem ég og deildarforsetarnir Ragnhildur Bjarnadóttir og Guðmundur Birgisson bið-
um í 5–6 klukkutíma eftir flugi til vasa í finnlandi. við kölluðum þessa ákvörðun okk-
ar á milli Arlanda-yfirlýsinguna. finnar höfðu strax 1979 gert kröfur um meistaranám
fyrir kennara, fyrstir Evrópuþjóða. Endurskipulagning námsins er flókið og vanda-
samt verkefni sem mun taka nokkur ár. Þetta var stefnumótandi ákvörðun hjá mér, að
hætta að tala um fjögurra ára nám og fara að tala um fimm ára nám, meistaranám, á
öllum vígstöðvum og í öllum ræðum. Árið 2003 kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar
um fjölda og menntun grunnskólakennara þar sem mælt var með því að lengja kenn-
aranámið. Í skýrslunni er gerður samanburður á kennaranámi í Evrópulöndum sem
sýnir að við erum á eftir á öllum sviðum. Ég notaði að sjálfsögðu þessa skýrslu sem
rök í baráttu minni fyrir lengingu námsins. Nú hefur Alþingi samþykkt ný lög sem
kveða á um að allir kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli ljúka fimm ára
námi til meistaraprófs til að hljóta starfslöggildingu.
Áherslur í kennaramenntun
Hver er þinn skilningur á eðli menntunar og hvaða áherslur á að leggja í kennaramenntun?
Ég hef alltaf skilgreint menntun þannig að hún byggist á gagnvirkum samskiptum.
Menntun er ekki það að vera fróður eða að vita mikið heldur að vera leitandi, forvitinn,
svara spurningum, spyrja sjálfan sig og umhverfi sitt. við komumst seint á leiðarenda
en það er leitin og ferðalagið sem mestu skiptir. Hvert nýfætt barn býr yfir möguleik-
um til að verða fullþroska manneskja og það er menntunin sem veldur því að barnið
heldur áfram að vaxa og spyrja spurninga en stöðvast ekki á þroskabrautinni. Með
stöðnun er kastað á glæ þeim möguleikum sem við höfum sem manneskjur.
Ég var einhvern tíma að leika mér með orð og sagði að afnám væri merkilegra en
nám. Það að losna við fordóma og sjá fyrri þekkingu í nýju ljósi er menntandi og frels-
andi fyrir hvern mann. Það er hættulegt að vera of viss í sinni sök, það er eiginlega
eitur í mínum beinum að vera svona „besservisser“ eða prédikari. Þess vegna vil ég að
kennarar læri um fræðikenningar í námi sínu, auðvitað má ekki gleyma verknáminu,
en kennaramenntunin á að ala upp fólk sem spyr spurninga og er ekki allt of visst um
sjálft sig. Starf kennarans er dálítið hættulegt að því leyti að löngum hefur verið álitið
að þeir eigi að hafa vit fyrir öðrum. Gamla afstaðan til kennara var að aldrei mætti reka
þá á gat, bæði nemendur og kennarinn sjálfur ætluðust til að hann vissi svarið. Þegar