Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 70
70
FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA
Rannsóknarspurningar þessa hluta snúast um það hvort, og þá í hvaða mæli, fag-
legt sjálfstraust íslenskra kennara hafi áhrif á kulnun og vinnugleði hjá þeim og hvort
þættir í starfsumhverfi þeirra hafi einnig áhrif í því samhengi. Einnig er leitað svara
við því hversu vel bandaríski spurningalistinn sem notaður var henti til að meta fag-
legt sjálfstraust hjá íslenskum kennurum.
Á síðustu áratugum hefur athygli fræðimanna beinst að faglegu sjálfstrausti
fagmanna, mikilvægi þess og áhrifum á líðan þeirra í starfi, möguleika þeirra til
starfsþróunar, og hvað kennara varðar, að gagnkvæmum áhrifum skólastjórnunar og
námsframvindu nemenda (Goddard, o’Brien og Goddard, 2006; Bouwers og Tomic,
2000; Woolfolk og Hoy, 1993). Kenningar þessar, og niðurstöður rannsóknanna sem
þær byggjast á, sýna hve mikilvægt er fyrir kennara að ná að byggja upp gott faglegt
sjálfstraust í byrjun starfsferils síns, og að halda því þegar breytingar verða á verkefn-
um þeirra eða starfsumhverfi.
Rannsóknin byggist á kenningum sem Woolfolk Hoy og félagar hennar hafa þróað
um faglegt sjálfstraust kennara (teacher efficacy) (Hoy og Woolfolk,1993; Woolfolk
Hoy, 2000), sem aftur grundvallast á skilgreiningu Bandura (1997; 1986) á faglegu
sjálfstrausti (self-efficacy), sem hann telur að hafi áhrif bæði á líðan starfsmanns og
það hvernig hann innir verk sín af hendi. Spurningalistinn sem notaður er til að meta
faglegt sjálfstraust kennara er byggður upp af undirþáttunum bekkjarstjórnun, kennsla
og hvatning. Þar er leitað svara við því hversu færan kennarinn telur sig um að hafa
stjórn á nemendum sínum, hvernig hann álítur kennsluhætti sína vera og hvernig
hann telur sér ganga að hvetja nemendur sína til náms. Niðurstöðurnar um faglegt
sjálfstraust eru síðan tengdar við kulnun og fleiri þætti sem skoðaðir voru í rannsókn-
inni og birtar niðurstöður um í fyrri greinum (Anna Þóra Baldursdóttir og valgerð-
ur Magnúsdóttir 2007a; 2007b). Sett er fram líkan sem sýnir tilgátur um tengsl milli
þeirra þátta sem rannsakaðir voru, þ.e. kulnunar, faglegs sjálfstrausts, bakgrunnsþátta
og vinnustaðarþátta. Einnig er rætt um hugsanleg tengsl við fleiri atriði sem þó voru
ekki hluti rannsóknarinnar. Niðurstöður eru svo reifaðar út frá þessu líkani.
KEnningar um faglEgt sjálfstraust
fyrir um 30 árum voru fyrst settar fram hugmyndir um að faglegt sjálfstraust kenn-
ara hefði mikil áhrif á námsframvindu nemenda (t.d. Woolfolk Hoy og Burke Spero,
2005). Það hefur síðan einnig verið tengt mörgum öðrum mikilvægum þáttum í skóla-
starfi, svo sem áhuga nemenda, innleiðingu kennara á nýjungum og aðferðum þeirra
við bekkjarstjórnun.
Skilgreining Bandura á hugtakinu snýst um „faglegt sjálfstraust til að skipuleggja
og framkvæma þá aðgerð sem þarf til að ná tilætluðum árangri“ (Bandura 1986, bls.
391). Í hugtakinu felst að um er að ræða sértæka aðgerð og sérstakan árangur. Þegar
faglegt sjálfstraust kennara er metið er kennarinn spurður um verkefni sín á þeim
tíma sem matið fer fram og hvaða árangri hann sjálfur telur sig ná með þau. Band-
ura segir að það hvernig einstaklingur skynjar faglegt sjálfstraust sitt hafi ferns konar
áhrif á hann, það er að segja áhrif á a) tilfinningalega líðan hans, b) hugsun hans