Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 76
76 FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA níu stig. Undirþættirnir þrír eru bekkjarstjórnun (management), kennsla (instruction) og hvatning (engagement), hver með fjórum spurningum, innbyrðis fylgni og háum áreiðanleikastuðli (Tschannen-Moran og Woolfolk Hoy, 2001). Gildi hvers þáttar var reiknað með einföldu meðaltali. Í þessari rannsókn var níu svarmöguleikum fækkað í fimm (mjög mikið, þó nokkuð, dálítið, mjög lítið og nánast ekkert), til samræmis við svarmöguleika við öðrum spurningum í rannsókninni. Niðurstöður voru þáttagreindar, meðaltöl og staðalfrávik reiknuð og sett fram með lýsandi tölfræði og fylgnitölum og borin saman við nið- urstöður höfunda (Tschannen-Moran og Woolfolk Hoy, 2001). Síðan var könnuð fylgni þáttanna við kulnun og vinnustaðarþætti rannsóknarinnar, bæði hlutverkaárekstra og hlutverkaskýrleika og eigin spurningar rannsakenda um vinnuskilyrði, sem voru flokkaðar í fjarlæg skilyrði (aðalnámskrá styðji við starfið, virðing ríki í þjóðfélaginu fyrir kennarastarfinu), hvatning til kennara (hvatning, stuðningur og hrós frá skóla- stjórnendum, stuðningur og hrós frá samkennurum og foreldrum), aðbúnaður viðkom- andi skóla (skýrar aðgerðaráætlanir vegna hegðunar nemenda og áfalla, góð aðstaða til undirbúningsvinnu og nægileg kennslugögn), kennarastarfið (líkar vel við námsmat, sýna sveigjanleika í starfi) og önnur vinnuskilyrði (afstaða til stærðar bekkja, blönd- unar og annarra verkefna en beinnar kennslu). Einnig var könnuð fylgni þáttanna við heilsufarsþætti Leiter og Maslach (2000). Þátttakendur Spurningalisti var lagður fyrir grunnskólakennara í 14 skólum í tveimur sveitarfélögum þar sem störfuðu 584 kennarar í 537 stöðugildum. Spurningalistinn var þannig lagður fyrir heildarþýðið og alls svöruðu 269, sem eru liðlega 46%. Í öðru sveitarfélaginu reyndist svörun aðeins um 30% og var ákveðið að fella þann hóp út úr rannsókninni því svörun væri það lítil að engin vissa væri fyrir að hún gæfi rétta mynd af kenn- urum sveitarfélagsins og viðhorfum þeirra. Ástæður fyrir lítilli svörun eru líklega þær að það gafst minni tími til kynningar og fyrirlagningar í því sveitarfélagi en hinu og einnig kann rafræn svörun að hafa haft fælingarmátt. Í hinu sveitarfélaginu svöruðu tæplega 70% (188 svarendur) og eru niðurstöður sem lýst er í greininni því byggðar á svörum tæplega 70% af heildarfjölda grunnskólakennara í einu sveitarfélagi (sjá nán- ar í Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b). niðurstÖður Þáttagreining á niðurstöðum spurninganna um faglegt sjálfstraust sýnir þrjá greini- lega og aðskilda þætti (tafla 1), bekkjarstjórnun, kennslu og hvatningu, sem flokkast með svipuðum hætti og hjá höfundum TSES-listans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.