Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 37
37 Kímni í sKólastarfi Ýmislegt hefur verið ritað um kímni í skólastarfi, einkum frá sjónarhóli sálfræði og uppeldisfræði. Michelle Willard (2006) dregur saman helstu kenningar um gagnsemi kímni í kennslustofunni og bendir á að kímni (1) bæti viðhorf nemenda til námsefn- isins, dragi úr kvíða, streitu og námsleiða, (2) bæti skilning, festi staðreyndir í minni, efli áhuga og bæti frammistöðu í verkefnum, (3) hvetji nemendur til að læra og efli ánægju þeirra með námið og (4) ýti undir sköpunargáfu og fjölbreytta hugsun. við þetta má bæta að kennari sem beitir kímni gefur nemendum sínum skýr skilaboð um að hann sé á þeirra bandi og að þeir gegni jafnmikilvægu hlutverki og hann í skóla- samfélaginu (Gartrell, 2006). Kímni og brandarar geta styrkt tengsl fólks (Roberts, 1997) og þar með komið að gagni við að skapa jákvætt andrúmsloft í skólastofunni. Kímni er hentugt tæki í kennslustofunni því með henni er hægt að afhjúpa hluti sem nemendum finnast vandræðalegir eða óþægilegir og fjalla um alvarlega hluti á viðkunnanlegan hátt (McMahon, 2001). Hún hentar því vel í greinum eins og lífsleikni og bókmenntum, þar sem áhersla er lögð á tjáningu, tilfinningar, innlifun og sam- kennd. Í lífsleiknihluta nýrrar aðalnámskrár grunnskólans er kveðið á um að sjálfs- þekking, samskipti, sköpun og lífsstíll séu kjarni greinarinnar. Í lokamarkmiðum er gert ráð fyrir að nemendur þroski næmi á margbreytileika eigin tilfinninga og séu meðvitaðir um hvernig tilfinningar hafa áhrif á hegðun, hugsun og samskipti. Jafn- framt er tekið fram að nemendur skuli öðlast færni í tjáskiptum og styrkjast þannig í að tjá og fylgja eftir skoðunum sínum, tilfinningum og hugðarefnum (Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni, 2007). Aðalnámskráin í íslensku er eins og endurómur af þessu, en þar segir að tjáning í ræðu og riti sé forsenda þátttöku í samfélaginu. Þetta er und- irstrikað bæði í áfangamarkmiðum og lokamarkmiðum en í áfangamarkmiðum fyrir 10. bekk er til dæmis kveðið á um að nemendur skuli geta tjáð eigin tilfinningar og skoðanir og haldið athygli áheyrenda. Í lokamarkmiðum stendur enn fremur að nem- endur skuli þjálfast í rökræðum og að tjá eigin tilfinningar og skoðanir (Aðalnámskrá gunnskóla, íslenska, 2007). Kímnin getur vakið nemendur til umhugsunar því „kjáninn“ í sögunum getur verið kennarinn og barnið í senn. Slíkt samspil andstæðna hins rétta og ranga, hlægilega og sorglega, eðlilega og asnalega, eru grundvallaratriði í misræmiskímni, ekki síst eins og hún birtist í barnabókum (Lypp, 1995). Misræmiskímni getur því aukið börnum víðsýni og kennt þeim að setja fyrirbæri og viðfangsefni í nýtt samhengi en í síðustu aðalnámskrá var það einmitt eitt af lokamarkmiðum lífsleiknikennslu (Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni, 1999). Á sama hátt getur vinna með misræmiskímni komið að gagni í samfélagsfræði þar sem nemendur eiga að verða læsir á umhverfi sitt, samfé- lag og menningu og kennurum er ætlað að örva samfélagsvitund þeirra. Samkvæmt aðalnámskrá felst samfélagsvitund í því að barnið lætur sér annt um samferðafólk sitt, gerir sér grein fyrir samskiptareglum og getur hugleitt og rætt grundvöll þeirra (Aðal- námskrá grunnskóla, samfélagsgreinar, 2007). Góð leið til að átta sig á samskiptareglum eigin samfélags er að bera það saman við önnur samfélög, fyrr á öldum eða annars staðar í heiminum. Til dæmis má tvinna saman tungumálanám og samfélagsfræði eða lífsleikni með því að láta nemendur BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.