Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 35
35 bókunum er að stelpan veit sínu viti og brot hennar gegna iðulega þeim tilgangi að svipta hulunni af gallaðri veröld hinna fullorðnu. Það er einmitt lykilatriði í fyndnum bókum fyrir yngstu lesendurna að grínið beinist ekki að persónunni sem þeir sam- sama sig, heldur eldra fólki, til dæmis foreldri eða eldra systkini (Shaeffer og Hopkins, 1988). Í sumum tilfellum beinist grínið í Línubókunum að öðru yfirvaldi; lögreglan og siðapostularnir (fínu frúrnar í bænum) verða ósjaldan að skotspæni. Margar söguhetjur nýlegra barnabóka bera svipmót Línu, bæði hér á landi og er- lendis. Í brennidepli eru sterkar, kotrosknar stelpur sem víla ekkert fyrir sér (Brynhild- ur Þórarinsdóttir, 2002). Andrew Casson (1997) fjallar um lífssýn og gildi nútímabarna- bóka en lýsing hans á vel við íslenskan markað. Casson segir frelsi, sköpunarkraft, sjálfstæði og styrk mest áberandi í fari söguhetjanna. Þessi lífsgildi standi lesendum nógu nærri til að bækurnar verði ekki predikandi. Boðskapurinn sé ekki áberandi þar sem áherslan sé á galsa, leikgleði og sköpunarkraft. Þarna blasa helstu einkenni Línu- bókanna við; bjartsýni, jákvæðni, líf og fjör en þó hárbeitt samfélagsleg gagnrýni sem nær jafnvel frekar eyrum fullorðinna en barna. Lína var einstök á sínum tíma (Lindgren, 1945), stelpa sem tókst á við strákaver- öld prakkarasagnanna. Það var því ekki aðeins söguhetjan sem var í uppreisn við reglur samfélagsins, heldur einnig höfundurinn, en Astrid Lindgren fékk bæði hrós og skammir fyrir þetta uppátæki sitt. Þar sem skilningur barna á kímni veltur á þekk- ingu þeirra á samfélaginu má gera ráð fyrir að ekki aðeins uppátæki Línu hafi vakið hlátur á sínum tíma, heldur einnig sú staðreynd að það var stelpa sem stóð fyrir þeim. Hegðun Línu var ekki í samræmi við viðurkennda hegðun stúlkna um miðja tuttug- ustu öld. Það var nákvæmlega þetta ósamræmi sem orsakaði hneykslan gagnrýnenda þegar Lína kom fyrst fram á sjónarsviðið. Segja má að hið sama hafi verið upp á ten- ingnum hér á landi á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar olga Guðrún Árnadóttir las Uppreisnina á barnaheimilinu í útvarpið. Hegðun barnanna í sögunni var ekki í sam- ræmi við viðurkennda hegðun og vakti þar með mjög andstæð viðbrögð, bæði hlátur og hneykslan. Hina Línu-legu þróun í barnabókum má túlka sem vísbendingu um sterkari stöðu stelpna, sem þurfa ekki lengur að læra að vera stilltar og prúðar eins og Busla greyið í samnefndri bók (1969 og 1995). Það þykir ekkert fyndið eða sérkennilegt nú til dags að stelpur skuli vera í aðalhlutverki í grallarasögum. Í íslenskum barnabókum eru einmitt margar spriklandi fjörugar nútímastelpur sem sverja sig í ætt við Línu. Eitt besta dæmið er fíasól Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, en þrjár bækur hafa komið út um stelpuna. Tvær þeirra hafa hlotið Bókaverðlaun barnanna, Fíasól í Hosiló 2005 og Fíasól á flandri 2006, en það staðfestir hversu vel sögurnar falla börnum í geð. Kristín Helga hefur tvisvar áður hlotið þessa viðurkenningu barnungra lesenda, árið 2001 fyrir bókina Í Mánaljósi og 2003 fyrir Strandanornir. Það mætti taka til marks um sterka stöðu fyndinna bóka í veröld íslenskra barna en kímnin er alltaf undirliggjandi í sög- um Kristínar Helgu, hvert sem söguefnið er. Kímni í nýlegum barnabókum er annars afar fjölbreytt og í takt við útgáfu þar sem öllu ægir saman; raunsæisverkum, fantasíum og försum. Allt virðist leyfilegt; finna má gróteska kímni, fantasíur, kímni tengda óþekkt og allt frá einföldum rímum til BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.