Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 81

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 81
81 vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR Sterkast er sambandið milli allra undirþátta faglegs sjálfstrausts og kulnunarþáttarins starfsárangurs. umræða Niðurstöður úrvinnslu á svörum um faglegt sjálfstraust gefa tilefni til að draga þá ályktun að spurningalistinn sem notaður var henti vel til að meta faglegt sjálfstraust hjá íslenskum kennurum. Þáttagreining á svörum er með sama hætti og hjá Tschan- nen-Moran og Woolfolk Hoy (2002), að undanskilinni spurningunni um hversu mikið kennari geti aðstoðað foreldra við að hjálpa börnunum að ná árangri. Í þessari rann- sókn fellur hún vel að kennsluþættinum en aftur á móti að hvatningarþættinum hjá höfundum. Það vekur áhugaverðar spurningar um hvort íslenskir kennarar aðstoði foreldra við að hjálpa börnunum að ná árangri með því fyrst og fremst að fá þeim verkefni í hendur, t.d. fleiri heimadæmi eða meira lesefni, en bandarískir kennarar geri þetta með aðferðum til að hvetja börnin til að læra og efli þannig sjálfstraust þeirra og áhuga á náminu. Sé svo getur verið ástæða fyrir íslenska kennara að huga að öðrum aðferðum en beinu námsefni í þessum tilgangi. Meðaltöl eru áþekk, alveg sambærileg hvað kennslu varðar, nokkru hærri í undirþættinum bekkjarstjórnun en meðaltal hvatn- ingar er nokkru lægra. Það gefur til kynna að íslensku kennurunum finnist þeir ráða heldur betur við bekkjarstjórnun en verr við hvatningu en bandarískir þátttakendur. Íslenski hópurinn virðist einsleitari, því staðalfrávik eru ívið minni en hjá þeim banda- rísku, þótt þau sýni tiltölulega góða dreifingu. Innbyrðis fylgni þáttanna þriggja er nokkuð góð, þótt hún sé töluvert minni í þessari rannsókn en þeirri bandarísku. Marktæk fylgni milli undirþátta faglegs sjálfstrausts og kulnunar er alls staðar töluverð. Hún sýnir það að því sterkara sem kennurum finnst faglegt sjálfstraust sitt hvað varðar bekkjarstjórnun, kennslu og hvatningu, þeim mun minni hætta er á að þeir finni til kulnunar, hvort sem er tilfinningaþrots, hlutgervingar eða minnkaðs starfsárang- urs. Sterkast er sambandið milli þáttanna kennslu og starfsárangurs, þannig að þegar kennarar hafa gott faglegt sjálfstraust í kennslu finna þeir síst fyrir tilfinningu fyrir minnkuðum árangri af starfi sínu. Næststerkast er sambandið milli bekkjarstjórnunar og starfsárangurs, þannig að því betur sem þeim finnst þeir geta stjórnað bekknum sínum þeim mun betri finnst þeim árangur af starfi sínu vera. Þetta segir þá auðvitað einnig að þegar eitthvað af þessu gengur illa er líklegt að kennarinn kulni, einkum ef honum finnst bekkjarstjórnunin ganga illa, því þar er sterkasta sambandið. Það er athyglisvert að vinnustaðarþættirnir hafa sumir áhrif á faglegt sjálfstraust, aðrir á kulnun og enn aðrir á hvoru tveggja (sjá töflu 5). Því skýrari sem hlutverk kennara eru þeim mun meira faglegt sjálfstraust hafa þeir og þeim mun minni hætta er á kulnun. Hlutverkaárekstur hefur ekki áhrif á faglegt sjálfstraust en getur leitt til kulnunar (tilfinningaþrots og hlutgervingar). og niðurstöður sýna einnig að því meiri hvatningu, stuðning og hrós sem kennarar fá frá skólastjórnendum, samkennurum og foreldrum þeim mun minni hætta er á hlutgervingu og þeim mun meira faglegt sjálfs- traust hafa þeir. Það þarf reyndar ekki að koma á óvart, því þetta er ein af leiðunum til að byggja upp faglegt sjálfstraust, eins og áður er nefnt. vert er að vekja athygli á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.