Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 32
32 Þeir fræðimenn sem hér er stuðst við eru sammála um hvernig skilgreina eigi fyrstu merki um skopskyn barna. Ekki sé nóg að börnin brosi eða hlæi, þau verði að skilja misræmið sem gerir hluti eða atburði fyndna. Þess vegna dregur Bergen (2003) mörk- in ekki fyrr en við eins árs aldur og McGhee (1979) fjallar á svipaðan hátt um annað æviár barnsins allt sem skeið fyrsta stigs kímni. Það er í samræmi við hugmyndir Piaget (2001 [1950]) sem telur börn ekki skilja misræmiskímni fyrr en við 18 mánaða aldur, eða um svipað leyti og þau tileinki sér ímyndunarleiki (symbolic play). Þróun kímnigáfunnar, rétt eins og vitsmunaþroskans, veltur á félagslegum sam- skiptum, samtölum við önnur börn og fullorðna. Börnin verða að átta sig á tilfinn- ingum og viðbrögðum annarra til að beita og skilja kímni. Shaeffer og Hopkins (1988) benda á að strax á öðru stigi kímniþroskans fari börn að beita kímni til að öðlast já- kvæða athygli fullorðinna og stofna til félagslegra samskipta við önnur börn. Það er einnig vert að hafa í huga að leikur skiptir meginmáli við túlkun og skilning á kímni, sérstaklega á stigi tvö og þrjú þar sem samhengið getur ráðið úrslitum um hvort barn- ið grætur eða hlær að því sem á að vera fyndið (Shaeffer og Hopkins, 1988). Þannig verður að vera augljóst að um leik er að ræða þegar hinn fullorðni breytir um heiti á einhverju, bullar eða hegðar sér undarlega. Einmitt þess vegna bregður stundum til beggja vona þegar trúðar og jólasveinar hitta yngstu leikskólabörnin. Í þessari grein beinist athyglin hins vegar að börnum á grunnskólaaldri. Gentile og McMillan (1978) fjalla um kímnigáfu 10–16 ára barna og tengja hvert ár við ákveðna gerð kímni. framsetningin er mikil einföldun enda eru aldursskilin óljósari en hér er gert ráð fyrir og börn geta haft smekk fyrir margs konar gríni samtímis. Þó eru niðurstöðurnar gagnlegar sem viðmiðun þegar hugað er að bókum handa börnum. Samkvæmt Gentile og McMillan kunna tíu ára börn best að meta grín sem fullorðnum finnst yfirleitt ekki fyndið, eitthvað einfalt og án orðskrúðs (concrete), „detta á rass- inn“ brandara (slap-stick), og hlátur þeirra brýst gjarnan út sem viðbrögð við einhverju óvæntu. Þessi tegund kímni er í raun „fágaðri“ útfærsla á misræmiskímninni sem börn læra fyrst að meta, um eins til tveggja ára gömul (Shaeffer og Hopkins, 1988). Ellefu ára börn hlæja mikið að því sem er væmið eða svolítið dónalegt, þótt þau kunni enn best að meta „detta á rassinn-kímni“. Þau vilja gjarnan heyra og lesa um óþekkt og minniháttar slys og eru farin að skilja svolitla fullorðinskímni (Gentile og McMillan, 1978). Tólf ára börnum hugnast hrekkir og saklausar skylmingar við fullorðna. við þrettán ára aldur eru aðhlátursefni barna ekki lengur eins augljós, kímnin er dulari og börnin eru farin að meta kaldhæðni. fjórtán ára börn beina kímni sinni helst gegn foreldrum og öðru yfirvaldi. Jafnframt fara þau að meta brandara sem eru hugmyndafræðilega óviðeigandi (politically uncorrect) og enn dónalegri en áður. Á þessu skeiði þykir allt grín foreldra afar hallærislegt. fimmtán ára börn eru farin að kunna að meta íróníu og um þetta leyti eru börnin farin að geta gert grín að sjálfum sér. Satíru læra þau ekki að meta fyrr en um sextán ára aldur en upp frá því er kímni unglinga orðin áþekk kímni fullorðinna og byggist til dæmis á skjótum tilsvörum (Gentile og McMillan, 1978; onofrey, 2006). Dews o.fl. (1996) fjalla um skilning barna á íróníu og tengja hann við 5–6 ára aldur. Pexman, Glenwright, Krol og James (2005) orða það svo að smekkur fyrir íróníu sé KÍMNIGÁFUÐ BÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.