Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 56
56
UMBROT
nokkurn veginn skipulagt hvernig ég ætlaði að bera það á borð fyrir nemendur, sem
og þátttöku þeirra í því. Hins vegar gat ég illa séð fyrir samskiptin við nemendurna,
nema þá helst endurtekin orð og æði sem voru farin að verða býsna kunnugleg er á
leið veturinn og flestir kennarar kannast við, á borð við beiðni um að fá að fara fyrr út
úr tíma, kvartanir yfir miklum heimalærdómi og fleira í þeim dúr. Ég gerði mér ávallt
far um að ræða öll mál sem komu inn á borð til mín og leitaðist við að skýra út fyrir
nemendum mínum hvers vegna ég gerði eitt fremur en annað. Það féll þó ekki alltaf
í góðan jarðveg.
oftast nær líkuðu mér samskiptin við nemendur mína afar vel og þá sérstaklega
þegar mér fannst mér takast að virkja þá vel í tímum. Snemma í október átti ég slíka
„góða stund“ með nemendum mínum sem hefur yljað mér lengi síðan:
Ég fór nánast fljúgandi út úr kennslustofunni í dag. Krakkarnir voru að vinna
hópverkefni og sumir fljótari en aðrir, eins og gengur. Ég dreifði krossgátum
en það var kominn föstudagsfílíngur í hópinn, a.m.k. suma hverja, og ákvað ég
að virkja þennan kraft. Ég benti nemendum á að þeir gætu samið texta og lag
sem tengdist Njálu. Það var eins og við manninn mælt að kröftugu nemendurn-
ir hófu að semja. Þegar munnlegum flutningi hópverkefna var lokið voru tveir
hópar með aukaframlag, býsna skemmtilegt! Þau höfðu greinilega öll gaman af
(dagbókarfærsla, 7. október).
Skömmu síðar fékk ég bandamann minn inn í kennslustund til mín til að fylgjast sér-
staklega með samskiptum mínum við nemendur. Hann sat fyrri kennslustundina af
tveimur samfelldum og að þeim loknum greindi hann mér frá upplifun sinni í viðtali
sem ég átti við hann. Hann sagði ýmislegt sem bæði gladdi mig og hvatti mig áfram,
og mér finnst gott að rifja upp, m.a.:
Mér fannst þau bara jákvæð líka, bara, og prúð og stillt. og svo sagði einhver:
„kona“ og þá var sagt: „kona, hvað, eitthvað kona? Þetta er Jóna“. Þá kom upp
strax eitthvað svona „passa upp á“, af því að þetta gæti virkað smá svona stuð-
andi. Að ávarpa kennarann ekki með nafni og svona. Muna ekki nafnið og það
er alltaf svolítið leiðinlegt (viðtal, 18. október).
Auðvitað fann bandamaður minn einnig að ýmsu í þessari kennslustund en þó fáu
sem varðaði beinlínis samskipti mín við nemendurna. Ég var því að vonum kát og get
ekki stillt mig um að gefa honum aftur orðið:
Mér finnst ég finna bara á þessari stuttu heimsókn að þú ert alveg í góðu sam-
bandi við þennan bekk. Þeim líður vel þarna og þetta einhvern veginn bara svona
rúllar alveg. Þannig upplifi ég þetta. og þú virkar mjög afslöppuð. Þó að þér hafi
fundist þú stífna þá virkarðu mjög afslöppuð og svona. og talaðir bara í þínum
venjulega tóni og varst ekkert að setja þig í stellingar (viðtal, 18. október).
Ég trúi því einnig að samskiptum mínum við nemendurna hafi verið háttað á þann
veg sem bandamaður minn upplifði í þessari heimsókn sinni. Sjálf var ég sömuleiðis
orðin mun afslappaðri og farin að geta notið betur bæði kennslunnar og samvistanna