Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 62

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 62
62 UMBROT senn (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson, 1998), sjálf í leit að eigin mörkum inni í skólastofunni. Það hefur reynst mér vel að ígrunda óvænt atvik í kennslunni, eins og Tripp (1993) leggur til. Það hefur fært mér aðra sýn á minn hlut í samskiptum við nemendurna. Ég vildi sannarlega sýna nemendum mínum umhyggju í skólastofunni. Hins vegar hefur Noddings (1992, 2002) bent á að til þess að manneskja geti sýnt umhyggju verði hún að vera næm á þarfir annarra og sömuleiðis verði hún að geta beint athyglinni frá eigin aðstæðum, a.m.k. um sinn. Ég var allt of upptekin af öllu því sem ég þurfti að muna og kunna til að vera fyllilega fær um að veita nemendum mínum þá athygli sem þeir þörfnuðust. Mig skorti bæði næmi til að skynja þarfir nemenda (Berliner, 1992; Noddings 1992; 2002) og kunnáttu til að leiða samræður til lykta svo að öllum líkaði (Gordon 2001; Noddings, 1992; 2002). Þar tel ég helst hafa á skort að ég beitti virkri hlustun til að heyra hvað lá að baki orðum nemenda minna, líkt og Gordon (2001) mælir með. Ég þurfti að fá það s-t-a-f-a-ð ofan í mig. Virðing og traust Ég leitaðist við að ræða allt við nemendur mína og skýra út hvers vegna hlutirnir væru á einn veg fremur en annan. Þegar nemendur vildu sjá einhverjar breytingar á skipan mála voru viðbrögð mín oftar en ekki þau að ég vísaði í kennsluáætlun til þess að árétta að skipulagið þyrfti að standa eða þá að ég kvaðst skyldu bera álitamál undir samkennara mína. Þessi svör mín báru vissulega óöryggi nýliðans vitni og nemendur mínir hafa fundið það. Nemendurnir hefðu trúlega gert sig ánægða með útskýringar mínar ef þeir hefðu ekki fundið fyrir þessu óöryggi mínu í ákvarðanatökum. Það hef- ur án efa grafið undan trausti og virðingu í samskiptum okkar, sem er forsenda þess að hægt sé að byggja upp góð samskipti (Watson og Ecken, 2003; Hafdís Ingvarsdóttir, 2004). Rannsókn Hafdísar Ingvarsdóttur (2004) bendir til þess að þegar kennarar tali um góð samskipti við nemendur sína þá eigi þeir við tengsl sem byggja á gagnkvæmu trausti og virðingu. Traust er grunnforsenda þess að unnt sé að byggja upp góð sam- skipti. Nemandinn verður að finna að hann geti treyst kennaranum sínum og reitt sig á hann, líkt og barnið á umönnunaraðilann (Erikson, 1968; Watson og Ecken, 2003). Þegar kennari vantreystir sjálfum sér í skólastofunni er ekki nema von að nemendur treysti honum ekki. Í ljósi samskipta er virðing annað mikilvægt hugtak. Þegar nem- endur voru inntir eftir því hvað þeir teldu einkenna góð samskipti milli kennara og nemenda svöruðu þeir nær undantekningarlaust að það væri gagnkvæm virðing. Það helst í hendur við skilgreiningu Noddings (1992, 2002) á umhyggjusömum samskipt- um, þau einkennast af skilningi, virðingu og viðurkenningu. Slík samskipti grund- vallast á tengslum milli tveggja aðila, þess sem veitir umhyggjuna og þiggjandans. Þegar kennara er eitthvað að vanbúnaði í því að sýna nemendum sínum umhyggju er viðbúið að tengslin rofni. Regludýrkandi Mér var umhugað um að byggja upp góð samskipti í skólastofunni og sömuleiðis gerði ég mér far um að skýra ástæðurnar að baki þeim reglum og væntingum sem ríktu í

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.