Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 71

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 71
71 vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR c) örvun hans til framkvæmda og d) hvernig hann telur frammistöðu sína verða (Bandura, 1994). Woolfolk Hoy (2004), sem lagað hefur kenningar Bandura að kenn- urum og er annar höfundur spurningalistans um faglegt sjálfstraust sem notaður er í rannsókn þessari, leggur sömu áherslu á mat einstaklingsins sjálfs á getu sinni til að inna af hendi tiltekið verkefni við ákveðnar aðstæður. Það sé því hvorki þann- ig að aðrir séu að meta getu hans né að faglegt sjálfstraust hans sé óbreytt ef breyt- ingar verða hjá honum í starfi. Reyndur kennari, með gott faglegt sjálfstraust í þeim námsgreinum sem hann hefur jákvæða reynslu af að kenna, hefur ekki, án æfingar og jákvæðrar reynslu, sama faglega sjálfstraustið í annarri kennslu. og það er ekki víst að faglegt sjálfstraust hans sé jafn gott í því að stjórna nemendum og það kann að vera í kennsluaðferðum sem slíkum. Þegar einstaklingur/kennari hefur gott faglegt sjálfstraust verða markmið hans háleitari, ótti hans við mistök verður minni og hann finnur nýjar leiðir ef honum finnst eldri aðferðir ekki duga. Þegar einstaklingur hefur lítið faglegt sjálfstraust gagnvart einhverjum verkefnum er viðbúið að hann sneiði hjá þeim eða gefist auðveldlega upp þegar eitthvað bjátar á. faglegt sjálfstraust verður til eftir fjórum leiðum (Bandura 1997; Woolfolk Hoy og Burke Spero, 2005). Sú þýðingarmesta er reynsla af að vinna verkefni, í þessu tilviki að sinna ákveðinni kennslu, sem skapar leikni kennarans. Þar á við máltækið um að æfingin skapi meistarann, og því jákvæðari árangur sem er af æfingunni þeim mun meiri meistari verður sá sem æfir sig. Góður árangur byggir upp sterka tilfinningu fyrir því að geta innt verkefnið vel af hendi en mistök grafa undan henni. Það gerist sérstaklega í byrjun, áður en tilfinning fyrir getu hefur fest sig vel í sessi. Einnig skiptir máli að þyngd verkefna sé stigvaxandi meðan faglegt sjálfstraust er að byggjast upp, því mistök höggva fyrr skarð í faglegt sjálfstraust sem orðið hefur til með lítilli fyr- irhöfn en það sem meira hefur verið haft fyrir. Í öðru lagi verður faglegt sjálfstraust kennarans til með því að hafa góðar fyrirmyndir í kennslu. Því meiri sem samsömun hans er við fyrirmyndirnar og því betri sem frammistaða þeirra er, þeim mun sterkari eru áhrifin. Þriðja leiðin byggist á sannfæringarkrafti þeirrar hvatningar og staðfest- ingar á færni sinni sem kennarinn fær. Það er því mikilvægt að hrós og hvatning sem hann fær sé sett fram af einlægni og með rökstuðningi, þannig að hann eigi sem auð- veldast með að trúa því sem sagt er við hann. Í fjórða lagi byggist faglegt sjálfstraust á innri upplýsingum, þ.e. líkamlegu og tilfinningalegu ástandi kennarans. Líkamleg kvíðaviðbrögð, svo sem hraðan hjartslátt og svita í lófum, túlkum við sem merki um getuleysi okkar þegar við stöndum frammi fyrir ögrandi verkefnum, og ef kvíði og áhyggjur verða sterk minnkar faglegt sjálfstraust okkar. Tschannen-Moran, Woolfolk Hoy og Hoy (1998) settu fram líkan sem sýnir á ein- faldan hátt hringrás faglegs sjálfstrausts. Mat kennara á faglegu sjálfstrausti sínu end- urspeglar samspil á persónulegu mati hans á því hvað gerir kennslu erfiða og faglegu sjálfstrausti hans gagnvart kennslu. Margir þættir hafa áhrif á hvernig hann metur frammistöðu sína. Má þar nefna faglegt sjálfstraust hans, markmið, fyrirhöfn við að ná markmiðunum og seigla hans þegar hann mætir erfiðleikum. Þessir hringrásareig- inleikar valda því að lítið faglegt sjálfstraust leiðir til minni viðleitni til góðrar frammi- stöðu, minni seiglu og þar af leiðandi slakari frammistöðu. Það gagnstæða á sér stað hjá kennurum sem hafa gott faglegt sjálfstraust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.