Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 31
31 kímni geti veitt útrás og hins vegar að hún feli alltaf í sér niðurlægingu (Casson, 1997). Hugmyndin um hlátur sem tilfinningalega útrás eða geðhreinsun er einkum rakin til freuds, en kenningar eru einnig til um líkamlega útrás eða slökun sem fæst af kímni og hlátri. Á ýmsum sjúkrastofnunum hefur kímni til dæmis verið beitt til að draga úr streitu og þar með lækka blóðþrýsting sjúklinga. Á sama hátt er kímni notuð til að lyfta geði alvarlega veikra sjúklinga þar sem hún virðist hjálpa fólki að takast á við áföll og örvæntingu vegna sjúkdóms síns (sjá Roberts, 1997). Þeir sem ganga hvað lengst í að lofa gagnsemi kímni og þá útrás sem hún veitir segja að það sé lífs- nauðsynlegt að fólk þrói með sér kímnigáfu til að kljást við streitu tæknisamfélagsins (Gentile og McMillan, 1978). Kenningin um niðurlægjandi hlið kímninnar er hins vegar rakin mun lengra, eða til Platós, sem taldi hlátur ávallt fela í sér illkvittni. Slík kímni er innbyggð í ýmiss konar mannjöfnuð enda hlæja menn þá á kostnað annarra til að upphefja sjálfa sig. Gjarnan er þá skopast að heimsku einhvers eða einhver er látinn líta heimskulega út. Þessi lít- illækkandi kímni hefur verið kennd við einelti, en hugtakið eineltishúmor hefur verið notað í bókmenntarannsóknum (Regína U. Margrétardóttir, 2002). Hláturinn veitir þá útrás fyrir ótta eða óöryggi sem viðkomandi veit varla að hann er haldinn (Casson, 1997). fjölmargir hafa fjallað um gagnsemi kímni með tilliti til barna. Andrew Casson bendir á að börn noti gjarna hlátur eða grín til að takast á við erfiðar aðstæður sem vekja kvíða, sektarkennd eða vonbrigði, rétt eins og freud segir að fullorðnir geri (Casson, 1997). Í raun gilda sömu rök um gagnsemi kímni fyrir börn og fullorðna: Kímni auðveldar börnum að eiga samskipti við önnur börn og þar með að eignast vini. Kímni dregur úr streitu barna, veitir þeim tímabundið frelsi undan kvöðum og reglum sem þeim er gert að hlíta. Kímni gæðir börn lífskrafti og hefur í raun lækn- ingagildi því hún dreifir huganum frá erfiðleikum sem þau standa frammi fyrir. Hlát- ur við erfiðar aðstæður gerir óhugnaðinn svo miklu meðfærilegri; óttinn skreppur saman (sjá Cart, 1995; Klein, 2003). Kenningar um kímni og þroska Kímni barna getur gefið góðar vísbendingar um þroska þeirra. Börn ganga í gegnum fjögur skeið hvað tilfinningu fyrir kímni varðar. Strax um eins árs aldur geta börn hlegið að óvæntri eða rangri hreyfingu eða skrýtnum uppátækjum. Á þessu stigi er kímnin eingöngu falin í gjörðum, einföldum uppátækjum eins og að nota skó sem síma. Um tveggja ára aldur læra börn að meta bull og vitlausa orðanotkun en þetta stig er þó náskylt hinu fyrra og rennur jafnvel saman við það. Börnin hlæja að einföldu misræmi, hundur er kallaður köttur eða bullorð rímað við orð sem þau þekkja. Um þriggja til fjögurra ára aldur finnst börnum ósamræmi í hugtökum fyndið, til dæmis hlutverkaskipti og talandi dýr. Loks læra þau að meta orðaleiki og margræðni um sjö ára aldur eða um leið og þau uppgötva að ekki er allt sem sýnist. Á þessu skeiði verða gátur og alvöru brandarar til dæmis afar vinsæl (Bergen, 2003; McGhee, 1979. Sjá einnig Shaeffer og Hopkins, 1988). BRyNhILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.