Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 76
76 FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA níu stig. Undirþættirnir þrír eru bekkjarstjórnun (management), kennsla (instruction) og hvatning (engagement), hver með fjórum spurningum, innbyrðis fylgni og háum áreiðanleikastuðli (Tschannen-Moran og Woolfolk Hoy, 2001). Gildi hvers þáttar var reiknað með einföldu meðaltali. Í þessari rannsókn var níu svarmöguleikum fækkað í fimm (mjög mikið, þó nokkuð, dálítið, mjög lítið og nánast ekkert), til samræmis við svarmöguleika við öðrum spurningum í rannsókninni. Niðurstöður voru þáttagreindar, meðaltöl og staðalfrávik reiknuð og sett fram með lýsandi tölfræði og fylgnitölum og borin saman við nið- urstöður höfunda (Tschannen-Moran og Woolfolk Hoy, 2001). Síðan var könnuð fylgni þáttanna við kulnun og vinnustaðarþætti rannsóknarinnar, bæði hlutverkaárekstra og hlutverkaskýrleika og eigin spurningar rannsakenda um vinnuskilyrði, sem voru flokkaðar í fjarlæg skilyrði (aðalnámskrá styðji við starfið, virðing ríki í þjóðfélaginu fyrir kennarastarfinu), hvatning til kennara (hvatning, stuðningur og hrós frá skóla- stjórnendum, stuðningur og hrós frá samkennurum og foreldrum), aðbúnaður viðkom- andi skóla (skýrar aðgerðaráætlanir vegna hegðunar nemenda og áfalla, góð aðstaða til undirbúningsvinnu og nægileg kennslugögn), kennarastarfið (líkar vel við námsmat, sýna sveigjanleika í starfi) og önnur vinnuskilyrði (afstaða til stærðar bekkja, blönd- unar og annarra verkefna en beinnar kennslu). Einnig var könnuð fylgni þáttanna við heilsufarsþætti Leiter og Maslach (2000). Þátttakendur Spurningalisti var lagður fyrir grunnskólakennara í 14 skólum í tveimur sveitarfélögum þar sem störfuðu 584 kennarar í 537 stöðugildum. Spurningalistinn var þannig lagður fyrir heildarþýðið og alls svöruðu 269, sem eru liðlega 46%. Í öðru sveitarfélaginu reyndist svörun aðeins um 30% og var ákveðið að fella þann hóp út úr rannsókninni því svörun væri það lítil að engin vissa væri fyrir að hún gæfi rétta mynd af kenn- urum sveitarfélagsins og viðhorfum þeirra. Ástæður fyrir lítilli svörun eru líklega þær að það gafst minni tími til kynningar og fyrirlagningar í því sveitarfélagi en hinu og einnig kann rafræn svörun að hafa haft fælingarmátt. Í hinu sveitarfélaginu svöruðu tæplega 70% (188 svarendur) og eru niðurstöður sem lýst er í greininni því byggðar á svörum tæplega 70% af heildarfjölda grunnskólakennara í einu sveitarfélagi (sjá nán- ar í Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007b). niðurstÖður Þáttagreining á niðurstöðum spurninganna um faglegt sjálfstraust sýnir þrjá greini- lega og aðskilda þætti (tafla 1), bekkjarstjórnun, kennslu og hvatningu, sem flokkast með svipuðum hætti og hjá höfundum TSES-listans.

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.