Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Síða 14
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU 14 skátastarfinu að ég var á heimavelli með ungu fólki. Haukur Helgason var skólastjóri og við þessir ungu kennarar vorum að prófa nýjar aðferðir og nýtt skipulag. Það var til dæmis prófað að vera með getublandaða bekki og láta krakkana vinna meira í hópum en áður hafði tíðkast. Í öldutúnsskóla var einn af frjóöngum skólaþróunar á þess- um árum en á þeim tíma höfðum við það mörg á tilfinningunni að skólar á Íslandi væru komnir í talsverð þrot og að ýmsu þyrfti að breyta. Nemendum var skipt í bekki eftir getu, sömu námsbækurnar ár eftir ár og allt frekar staðnað. Áhugasamir kenn- arar stofnuðu félag sem hét Kennslutækni; þar voru kennarar bæði úr Hafnarfirði og Reykjavík, t.d. Haukur Helgason, Ásgeir Guðmundsson, Kristín Tryggvadóttir, Rúnar Brynjólfsson, Sigurþór Þorgilsson og margir fleiri. við héldum námskeið og fórum út um allt land að kenna kennurum, bæði hugmyndafræði og aðferðir við hópvinnu og samfélagsfræðikennslu, en líka ýmsar tækninýjungar eins og t.d. notkun glæra og myndvarpa sem þá höfðu ekki sést hér. Það var gaman og gefandi að vera svona í fararbroddi. Ég var líka sæmilegur í tungumálum og kunni dönsku þokkalega. Þess vegna fór ég á dönskukennaranámskeið og tók þátt í að halda námskeið fyrir dönskukennara um allt land á vegum Skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins sem hafði verið komið á laggirnar árið 1966, í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra. Þarna var verið að breyta kennslunni, hverfa frá því að lesa og þýða úr bókinni, en tala þess í stað alltaf dönsku við börnin og gera kennsluna þannig meira lifandi því að nú áttu börnin að byrja 10 ára að læra dönsku. Ég hafði alltaf áhuga á börnum sem bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður og vildi bæta líf þeirra eða möguleika á einhvern hátt. Einu sinni dreymdi mig um að stofna skóla að Staðarfelli þegar hætt var að starfrækja þar húsmæðraskóla. Ég hugsaði mér að ég gæti ásamt fleirum sett upp skóla fyrir unglinga sem ættu erfitt í námi. Það hafði áhrif á mig að ég á systur með þroskahömlun. Hún er átta árum yngri en ég og þegar hún var á barnaskólaaldri var enginn skóli í Garðahreppi fyrir hana. Hún komst ekki í Höfðaskóla, sem þá var tilraunaskóli fyrir börn með þroskahömlun, þannig að for- eldrar okkar keyptu kennara til að kenna henni. Það mótaði mig sjálfsagt líka að ég kenndi einn vetur á Jaðri og einnig var ég barnaverndarfulltrúi í Hafnarfirði þegar ég var nýútskrifaður kennari. Þetta var hlutastarf, ég var alltaf á vakt og oft kallaður inn á heimili og þurfti þá stundum að koma börnum fyrir. Einnig var ég viðstaddur þeg- ar lögregluskýrslur voru teknar af unglingum. Ég kynntist dálítið harkalega ýmsum hliðum samfélagsins. Þetta rifjaðist upp þegar Breiðuvíkurmálið komst í hámæli nú í vetur. Ég þurfti nú ekki að koma börnum í vistun í Breiðuvík en á ýmsa aðra staði, t.d. á Bjarg á Seltjarnarnesi og í Kumbaravog. Ég hafði nóg að gera en samt langaði mig alltaf að læra meira. Aftur í nám Árið 1963 höfðu verið sett ný lög um Kennaraskólann, þar sem var heimild til að stofna deild fyrir útskrifaða kennara sem vildu taka stúdentspróf og fá þannig aðgang að námi í Háskóla Íslands. Þessi deild tók til starfa 1968 og nefndist menntadeild. Ýmsir kennarar fóru þessa leið til þess að komast í frekara nám. En mér fannst mikið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.