Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 18

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 18
KENNARAMENNTUN Á T ÍMAMÓTUM – FRÁ JAÐR I AÐ M IÐ JU 18 væri forsenda fyrir þróun mannlegs þroska. Sá sem ekki getur metið eða farið út fyrir sjálfan sig er stöðvaður á þroskabrautinni eða menntunarbrautinni. fyrir mér eru þroski og menntun náskyld fyrirbæri. Mér var hugleikið hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk staðnaði eða stoppaði og svo líka að fólk yrði betur menntað, ekki endilega að fólk vissi meira heldur héldi áfram að lifa lífinu og spyrja spurninga, helst alla ævi. Það er náttúrlega allra skemmtilegasta fólkið sem komið er á gamals aldur og er enn að spyrja spurninga. Í Kennaraháskóla Íslands Eftir doktorsprófið hóf ég störf við Kennaraháskóla Íslands og samtímis urðu hér rektorsskipti, þegar Jónas Pálsson tók við af Baldri Jónssyni 1983. Jónas Pálsson er ekki maður einfaldra lausna heldur opnar hann dyr og lítur til allra átta. Hann hafði langa og víða sýn, horfði ekki mánuði eða ár fram í tímann heldur áratugi og það hef ég reynt að tileinka mér. Aðstæður kennaranna í KHÍ árið 1983 þættu ekki upp á marga fiska á nútíma- mælikvarða. Þeir höfðu ekki skrifstofur eða skrifborð nema einn og einn, símkerfið var handvirkt skiptiborð með tveimur eða þremur línum út og tíu inn. Einn sími var á kennarastofunni og annar hjá rektor. Breytingarnar hvað þetta varðar eru ótrúlegar. Hér varð ég fyrst lektor, dósent og síðan prófessor eins og venja er. Þórir Ólafsson tók við rektorsstöðu hér 1991. Hann bað mig að verða aðstoðarrektor og gegndi ég þeirri stöðu þangað til ég tók við sem rektor 1. janúar 2000. Á síðasta áratug 20. aldar var í sjónmáli að kennaranámið yrði lengt í fjögur ár, en það hafði lengi verið baráttumál enda Ísland orðið langt á eftir öðrum þjóðum. Lögin um Kenn- araháskóla Íslands frá 1988 kváðu á um fjögurra ára nám og hér var búið að semja námskrá fyrir slíkt nám og taka inn nemendur í nýtt fjögurra ára kennaranám haustið 1991. Hér innanhúss greindi menn á um inntak og áherslur í námskrá en náðu sam- komulagi. En viku eða tíu dögum áður en skólinn átti að hefjast kom bréf frá ráðherra, Ólafi G. Einarssyni, þar sem málið var stöðvað. Síðan komu alltaf bréf árlega þar sem gildistöku laganna var frestað. Loks var fjögurra ára kennaranám tekið úr lögunum 1997. Þá var Björn Bjarnason orðinn ráðherra. Um það leyti sem ég tók við sem rektor var hér mikill þungi í stofnuninni og þreyta í fólki. Margir upplifðu það sem vonbrigði og jafnvel niðurlægingu að kennaranámið hafði ekki verið lengt. Niðurstaða úttektar sem gerð var á kennaramenntun í landinu um þessar mundir olli einnig vonbrigðum, en þar kom fram að ekki væri mikilvæg- ast að lengja grunnnám kennara heldur leggja áherslu á framhaldsnám og símenntun. Mér fannst þetta bera keim af pantaðri niðurstöðu stjórnvalda. Ég tel einnig að ástæða þess að við fengum þetta bréf haustið 1991, þegar námið var stöðvað, hafi verið sú að setja átti á stofn kennaranám við Háskólann á Akureyri. Allt þetta varð til þess að við ákváðum að setja fjögurra ára námið í salt en leggja áherslu á að byggja upp framhalds- námið, fyrst diplómunám og síðan meistaranám, en fyrstu kandídatar luku meistara- prófi 1996. Miklar breytingar urðu svo hér árið 1998 þegar fjórir skólar, fósturskóli Íslands, Íþróttakennaraskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinuðust undir merkjum Kennaraháskóla Íslands. við það breikkuðu við-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.