Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 21
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R 21 Menntun fárra eða almenningsmenntun Þú hefur stundum talað um átök tuttugustu aldarinnar í menntamálum. Hvað áttu við? Alla 20. öldina tókust hér á tvö öfl um íslensk skóla- og menntamál. Annars vegar var elítuhugmyndin, það er að segja að menntun væri ætluð fáum útvöldum. Mennta- skólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands voru helstu tákn þeirra sjónarmiða. Hins vegar var almenningsmenntunarviðhorfið sem endurspeglast í fræðslulögunum frá 1907 og barnaskólarnir og Kennaraskólinn voru fulltrúar fyrir. Hreyfingin „að mennta alla“ hafði þó ólíka merkingu eftir tímabilum, í upphafi aldarinnar var til dæmis ekki gert ráð fyrir að börn með fötlun eða þroskahömlun yrðu sjálfsagðir skólaþegnar eins og nú er. Breytingarnar á öldinni hafa verið ótrúlegar og þær miða allar í sömu átt, almenn- ingsmenntunarviðhorfin hafa stöðugt unnið á. Barnaskólarnir voru alla tíð hugsaðir fyrir alla, síðan urðu gagnfræðaskólarnir að almenningseign með fræðslulögunum 1946, en það voru þeir ekki í upphafi. Í gagnfræðaskólunum voru bóknáms- og verk- námsdeildir en þeim var ekki ætlað að greina nemendur eftir námshæfileikum eins og raunin varð. Héraðsskólarnir, sem voru stórkostleg tækifæri fyrir æsku hinna dreifðu byggða, áttu sitt blómaskeið fyrir og um miðja öldina en margir þeirra fengu hálf- dapurlegt hlutverk undir lokin, þegar þeir urðu annars flokks gagnfræðaskólar fyrir unglinga af mölinni. Grunnskólarnir tóku við af barna- og gagnfræðaskólunum með lögunum 1974 og fjölbrautaskólarnir voru frá upphafi ætlaðir öllum unglingum og byggðust á hugmyndinni um alhliða skóla (comprehensive school). En þetta gerð- ist ekki átakalaust. Menntaskólinn í Reykjavík var í mjög íhaldssömu elítuhlutverki og stóð í raun og veru í vegi fyrir fjölgun menntaskóla. Það er ekki fyrr en 1930 sem Menntaskólinn á Akureyri er stofnaður, eftir mikla baráttu, og síðan Menntaskólinn á Laugarvatni 1953, einnig eftir mikil átök. Menntaskólinn við Hamrahlíð er stofnaður 1966 og eftir það fjölgar mennta- og fjölbrautaskólum ört. Háskólastigið er jafnvel að verða hluti af almenningsmenntunarkerfi þessa lands eins og margra annarra. Löndin í kringum okkur hafa sett sér þau markmið að 60% af árgangi fari í háskóla, sem er stjarnfræðileg tala miðað við þau gróflega 5% sem fóru hér í háskóla fyrir um það bil 50 árum. Breytingarnar hafa verið stórfelldar og mér virðist að þau viðhorf sem halda á lofti almenningsmenntun séu að bera sigur úr býtum. vissulega gleðst ég yfir þessu því að frá fyrstu tíð hef ég fylkt mér þeim megin. og þar sem ég er nú óforbetranleg- ur bjartsýnismaður tel ég að nú, þegar háskólanám er að verða hluti af almennings- menntun, séu bjartir tímar framundan fyrir þessa þjóð. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að þetta verður aldrei nein himnasæla, þetta er stöðug barátta og líklega ágætt að svo sé. Menntun er afskaplega flókin vegna þess að hún er ekki bara fólgin í því að bæta einhverju við, það er enginn vandi að læra utanbókar endalaust. En að efast um sjálfan sig og um það sem maður veit, leita nýrra leiða og brjótast út úr vanahugsun, það er erfitt. Það er ósköp þægilegt að finna básinn sinn og vera bara þar. Ég lít þannig á að sameining Kennaraháskólans og Háskóla Íslands sé á vissan hátt endapunktur í menntaátökum síðustu aldar. Jónas Pálsson hefur hugsað upp slagorðið „frá jaðri að miðju“ og telur það einkennandi fyrir sameininguna. Kennaramenntun og alþýðumenntun hefur verið utarlega á jaðri samfélagsins, í miðjunni var embætt-

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.