Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 23
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R
23
væri svo léleg hérna og hún þyrfti þess vegna að fara inn í Háskóla Íslands. Það var
aldrei mín skoðun, heldur trúi ég því að báðir skólar hagnist á sameiningu, ekki síður
Háskóli Íslands.
Hver telur þú að verði áhrif Kennaraháskólans á Háskóla Íslands?
Ég tel að þau eigi eftir að verða mikil og jákvæð. Auðvitað hafa miklar breytingar
einnig verið að gerast í Háskóla Íslands, hann hefur þróast frá því að vera skóli með
nokkur hundruð nemendum í það að vera tíu þúsund manna skóli. Samhliða er skól-
inn einnig orðinn hluti af þessu almenningsmenntunarkerfi. Ég sagði á fundi um dag-
inn í Háskóla Íslands að nú væri hann að taka við því fjöreggi sem Kennaraháskólinn
hefði varðveitt í 100 ár, það er að segja kennaramenntuninni. Ég tel að við komum
sterk þarna inn, við eyðileggjumst ekki eða þurrkumst út, við förum inn sem ein heild
og verðum uppistaðan í menntavísindasviði skólans. Mér hefur fundist að í samein-
ingarferlinu hafi Háskóli Íslands mætt okkur á jafningjagrundvelli. Mér sýnist jafnvel
að í Háskóla Íslands hafi orðið ákveðin hugarfarsbreyting því að í stefnu þeirra sem
samþykkt var 2006 er framúrskarandi kennsla einn af áherslupunktunum, og það er
nýbreytni.
Ég man eftir því að í fyrstu var gjarnan talað um að það þyrfti ekki að sameina skólana, það
væri nóg að vinna saman.
Staðreyndin er sú að það var margoft reynt. við sátum í samstarfsnefnd á hinum og
þessum sviðum. Einu sinni var ég formaður nefndar sem skilaði skýrslu um hvernig
Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og við gætum unnið saman. En það varð ekki
neitt úr neinu nema í þeim tilvikum þegar einstaklingar náðu saman á persónulegum
grundvelli. Núna verðum við í einni stofnun og við verðum að setjast við borðið og
ræða málin, takast á um þau og finna lausnir. Þetta er eilífðarbarátta og í raun eðlilegt
að það sé togstreita um hvað eigi að kenna, hvernig eigi að kenna og hverjum eigi að
kenna. Ef togstreita er ekki fyrir hendi í skóla- og menntastarfi er eitthvað að.
Þú minntist á ímynd kennara og Kennaraháskólans í samfélaginu og að hún hafi ekki verið
nógu sterk og örugg?
Þegar ég hóf hér störf fyrir 25 árum og tók leigubíl í skólann vissu fæstir leigubíl-
stjórarnir hvar Kennaraháskólinn var. Þetta hefur gjörbreyst og ég held að fólki finnist
að margt hafi verið að gerast í Kennaraháskólanum á síðustu tíu árum. Reyndar er það
svo að fjölmiðlar gleyma oft ennþá að Kennaraháskólinn er háskóli, háskólarnir hafa
verið taldir Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík, hinir
vilja gleymast. Það skiptir líka máli að okkur hefur tekist að reka skólann þannig að
eftir því er tekið, við höfum aflað okkur trausts í ráðuneytum og það er litið á Kennara-
háskólann sem vel rekna stofnun. Traust skiptir höfuðmáli og það getum við óhikað
þakkað Guðmundi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra rekstrar- og fjármálasviðs, sem
ég hef átt eindæma gott samstarf við.
Eins og við vitum hefur lengi eimt eftir af neikvæðum viðhorfum til kennara. Þeir
voru kallaðir seminaristar, sem var skammaryrði og var notað um þá sem vissu lítið
um margt, voru með grunna þekkingu. Kennarinn vissi hvað var rétt af því að hann