Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 25

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 25
E LSA S IGR ÍÐUR JÓNSDÓTT I R 25 var þegar ég var ungur. Ég held að það sé að koma ný kynslóð sem hugsar öðru vísi. En svo er eftir að takast á um allt mögulegt, t.d. um það hvar mörkin séu og hver skuli ráða yfir hvaða svæði. Hver leikur í þessari skák skiptir máli og við verðum að sjá nokkra leiki fram í tímann. Það skiptir höfuðmáli að við komum inn sem heild og ber- um ábyrgð á kennaramenntuninni í Háskóla Íslands. En jafnmikilvægt er að byggja brýr og samskipti við hin sviðin öll. Ýmsir í Háskóla Íslands álitu það mikilvægt skref að tengja námsgreinarnar saman, t.d. að íslenskufólkið okkar myndi tengjast íslensk- unni þar og stærðfræðikennararnir okkar tengdust stærðfræðinni vestur frá. Þannig myndu loksins koma almennilegir kennarar út í skólana. En ég vil leggja áherslu á að þótt nauðsynlegt sé að einstakar fræðigreinar tengist er ekki síður mikilvægt að byggja brýr milli allra sviða menntunarfræðanna þar og hér, sálfræði, félagsfræði, heimspeki o.s.frv. við erum hér að glíma við þverfaglegt viðfangsefni, sem er kennaramenntun. Í Háskóla Íslands er líka reynsla af þverfaglegri menntun, svo sem í læknisfræði, við- skiptafræði og lögfræði, og allt er þetta starfsmenntun. Megnið af háskólamenntun er starfsmenntun þótt fólk tali stundum eins og rannsóknarnám og starfsmenntun sé sitt hvað. Það eru 13 þúsund sérmenntaðir leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar í landinu og engin önnur háskólamenntuð starfsstétt er jafn fjölmenn. Ef við höldum rétt á spilunum og náum samstöðu með öðrum starfsmenntadeildum í Háskóla Íslands tel ég að við eigum eftir að hafa mikil og góð áhrif. Elsa Sigríður Jónsdóttir er lektor við Kennaraháskóla Íslands.

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.