Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 38
38 leita að bröndurum frá ólíkum málsvæðum og bera saman. Hér gætu nemendur af erlendum uppruna lagt sitt af mörkum og komið með brandara eða skopsögur frá gamla landinu og opnað öðrum krökkum þannig dyr að sinni menningu. Það er stað- reynd að það sem síðast lærist í nýju máli er tilfinning fyrir kímni þeirra sem hafa við- komandi tungumál að móðurmáli. Skilningur á kímni byggist nefnilega ekki aðeins á vitsmunum heldur reynslu, þ.e. hann veltur jafnmikið á fortíð manns og núverandi stöðu. Þess vegna er skilningur og smekkur fyrir kímni einstaklingsbundinn og hópar geta jafnvel brugðist á misjafnan hátt við sama gríninu (Shaeffer og Hopkins, 1988). Markviss vinna með kímni undir stjórn kennara getur því skipt miklu máli fyrir þá nemendur sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að aðlagast eða tjá sig á íslensku; eru útlendingar eða hafa búið lengi erlendis. Það er einmitt eitt af lokamarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla að nemendur með íslensku sem annað mál geti tekið þátt í að skapa þann sameiginlega reynsluheim sem íslenskur skóli byggist á; að þeir geti skilið skoðanir annarra á sama hátt og tekið með fullri reisn þátt í íslensku félags- og menningarlífi (Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska, 2007). Á það hefur verið bent að kennarar gefi sér ekki nógu oft tíma til að leita að kímni í bókmenntum eða kanna gildi hennar (onofrey, 2006). Gentile og McMillan (1978) orða það hreinlega svo að margir standi í þeirri trú að skólinn eigi að búa nemendur undir að sjá fyrir sér en ekki að lifa lífinu. Því er rétt að vekja athygli á að kennarar sem krydda námsefnið með kímni virðast ná meiri árangri í skólastofunni (Roberts, 1997). Kennarar sem kunna að beita kímni skapa jákvætt, afslappað og hvetjandi náms- umhverfi. Þeir vekja athygli nemenda, áhuga og ekki síst forvitni. Umfram allt tengja þeir námið við gleði og vinna þar með gegn náms- og skólaleiða. Að nota fyndnar barnabækur í kennslu Barnabækur sem byggjast á kímni henta vel til upplestrar og eru tilvaldar til að vekja upp skemmtilegar og lærdómsríkar umræður í skólum. Bækur sem teljast fyndnar eru einmitt efst á óskalista barna á yngsta stigi og miðstigi grunnskólans. Roberts (1997) vekur athygli á að nemendur allt upp í 8. bekk kjósi helst fyndnar sögur. Þuríður J. Jóhannsdóttir (1992) bendir einnig á að börn vilji helst að bækur séu spennandi og fyndnar. Hún vekur athygli á því að kímni í bókmenntum er ekki bara upp á punt. Það sama gildi um hana og spennuna, hún hafi gildi í sjálfri sér. Gildi kímni er ótvírætt þegar kemur að bókmenntauppeldi. Kímni í bókmennt- um snýst að miklu leyti um eftirvæntingu og forspá, lesandinn gerir sér í hugarlund hvað gerist næst og oft verður saga fyndin vegna þess að atburðarásin fer algjörlega á skjön við það sem hann býst við. Þetta misræmi forspár og atburðarásar er algengt í barnabókum þar sem leikið er á ímyndunarafl lesandans (Shaeffer og Hopkins, 1988). vinna með fyndnar sögur ýtir því undir bókmenntalæsi barna. Þau læra að lesa milli línanna, ganga að engu gefnu og sjá hlutina í nýju ljósi. Þau fá um leið tilfinningu fyrir bókmenntafræðilegum þáttum á borð við söguþráð og byggingu. Til að gildi kímninnar verði sem mest er mikilvægt að kennarinn veki athygli nem- enda sinna á kímni og birtingarmyndum hennar í barnabókum. Jafnframt er mikilvægt að nemendur finni að kennarinn sé jákvæður í garð kímni (Roberts, 1997). Þuríður J. KÍMNIGÁFUÐ BÖRN

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.