Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Blaðsíða 40
40 lipurlega skrifaðar og fyndnar sögur úr íslenskum veruleika með trúverðugum sögu- hetjum sem börnin geta samsamað sig. Kímnin er ríkjandi í þeim öllum en bækurnar bjóða þó upp á mun ítarlegri umræður, eins og hér verður bent á. Í flestum tilfellum er um að ræða misræmiskímni sem byggist á brotum á félagslegum reglum eða heil- brigðri skynsemi, eða 4. og 5. flokk skv. fyrrnefndu flokkunarkerfi (sjá Klein, 2003). Slík reglubrot hvetja lesendur til að skoða sitt eigið samfélag og spegla það í gríninu. Nokkrar skemmtilegar bækur handa skólum Margar skemmtilegar barnabækur eru til sem beinlínis fjalla um brot á reglum. Í Gall- steinum afa Gissa (2002) glíma söguhetjur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur við reglu- fargan foreldra sinna. Börnin eignast óskasteina (gallsteina afa síns) og fá allt í einu allt sem þau vilja en það er ekki þar með sagt að líf þeirra batni. Bókin býður því upp á sí- gildar umræður um gildi reglna, hvers vegna menn setja reglur og hvernig heimurinn væri ef enginn færi eftir þeim – eða allir fengju allt sem þeir vildu. Slíkar vangaveltur örva ímyndunaraflið og efla skilning barna á samfélaginu og skipulagi þess. Bók Kristínar Helgu, Í Mánaljósi (2001), sýnir einnig veröld barna sem búa við of margar reglur og of mikið skipulag. fléttan er ekki eins ævintýraleg og í Gallstein- um afa Gissa og lausnin, sem felst í upplausn fjölskyldunnar, gæti virst dapurleg en er það síður en svo í bókinni. Skilnaður foreldranna léttir andrúmsloftið í kringum börnin, barnfjandsamlegt heimilið er leyst upp og móðirin tileinkar sér afslappaðri þankagang. Þar er því önnur sýn á reglufestuna sem vekur lesendur ekki síður til um- hugsunar um tilgang skipulagsins. Annars konar reglur koma við sögu í ærslafenginni bók Kikku (Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur), Didda og dauði kötturinn (2002). Söguhetjan fær ofursjón við að detta ofan í hákarlalýsistunnu og öðlast þar með hæfileika til að leysa glæpamál. Atburða- rásin hverfist eftir það um lögbrot; bankarán og mannshvörf. Auk þess krydda tveir óforbetranlegir hrekkjalómar frásögnina með skammarstrikum sem ganga alltaf að- eins of langt. Glæpamenn koma einnig við sögu í bók yrsu Sigurðardóttur, Barna- píubófinn, Búkolla og bókarránið (2000). Þar auglýsir einstæð fimm barna móðir eftir barnapíu en fær aðeins eitt svar, frá fangelsismálastofnun ríkisins sem leitar lausna fyrir fanga sem nýlokið hafa afplánun. Þegar velja þarf milli misgáfulegra glæpmanna til að sjá um heimilið geta afleiðingarnar ekki orðið annað en farsakenndar. Bókin snýst því um óvænta og óvenjulega hegðun og undarlegar uppákomur, og eins og í bók Kikku er það fullorðna fólkið sem fremur mestu heimskupörin. Börn sem sam- sama sig söguhetjunum fá óvænta valdastöðu þegar þau skynja að þau eru klókari en hinir fullorðnu. vinsælasta söguhetja Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, fíasól (2004, 2005 og 2006), á það líka til að brjóta reglurnar. fyndnar lýsingarnar eru krefjandi því mörg brotin snúast um rétta og ranga hegðun. fíasól hnuplar til dæmis nammi í sjoppu þar sem sælgætisbarinn er í seilingarhæð fyrir börn. frásögnin er spaugileg en lesendur sem lifa sig inn í aðalpersónuna þurfa að takast á við afleiðingar gerða hennar með henni, og það er drjúgur skammtur af lífsleiknikennslu. Bók Gerðar Kristnýjar, Land hinna týndu sokka (2006), er leiftrandi fyndin saga um KÍMNIGÁFUÐ BÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.