Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 55
55 JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR nemenda lágu fyrir kom í ljós að vert væri að hafa þau til hliðsjónar í rannsókninni. 2) Hvað einkennir góð samskipti milli kennara og nemenda? / Hvað einkennir vond samskipti milli kennara og nemenda? (12. janúar). Í ljósi svara við þessum spurning- um um góð og vond samskipti voru næstu spurningar lagðar fyrir bekkinn til þess að fá fram skýrari og ítarlegri svör nemenda. 3) Hvað merkir virðing? Taktu dæmi. / Hvernig finnst þér virðing / virðingarleysi birtast þér í kennslu? / Hvaða áhrif telur þú að virðing / virðingarleysi hafi á nám þitt og námsáhuga? (2. febrúar). og loks: 4) Hvaða ráð gætir þú gefið mér til þess að bæta samskipti mín við þig / nemendur? (6. apríl). Jóna hafði eignast bandamann á þessum tíma, sem var í hópi samkennara hennar sem var einnig að vinna að starfendarannsókn. Hún tók viðtal við bandamanninn eftir að hann hafði fylgst með samskiptum hennar við þátttakendur rannsóknarinnar eina kennslustund, þann 18. október, og hann greindi henni frá því hvernig þessi samskipti komu honum fyrir sjónir. Þegar gögnin lágu fyrir og skráningu þeirra var lokið voru þau innihaldsgreind og lykluð (Patton, 1990), þ.e. strikað var undir öll orð og orðasambönd sem voru álitin mikilvæg og hjálpleg til þess að draga fram þau meginþemu sem gögnin höfðu að geyma. Þá tók við ígrundun og allar hugleiðingar og hugmyndir sem vöknuðu sam- fara lestrinum voru skráðar niður til að koma auga á mynstur og tengsl á milli þema í gögnunum, og þessu jafnframt til að sjá hvað stríddi gegn því mynstri (Bogdan og Biklen, 2003). Þemu sem upp komu í greiningunni voru óvænt atvik, virðing og virðing- arleysi, óöryggi og regludýrkun. Dagbókarfærslur Jónu vógu hvað þyngst í þeirri sjálfs- skoðun og ígrundun sem þurfti til að hún gæti gert starfendarannsóknina. Það getur verið erfiðleikum bundið að skoða sjálfan sig gagnrýnum augum og því reyndust við- talið við bandamanninn og svör nemenda við spurningunum þeim mun mikilvægari viðbót við rannsóknargögnin og gegndu hlutverki margprófunar. Þegar greining lá fyrir gat Jóna borið saman upplifun og viðhorf nemenda við sína eigin og um leið fékk hún annað sjónarhorn á samskipti þeirra. Hér á eftir fylgir frásögnin af samskiptum Jónu við nemendur þar sem óvænt atvik mynda leiðarstef í frásögninni. vegna eðlis starfendarannsóknar verður frásögnin eftirleiðis í fyrstu persónu og nýliðinn, Jóna, fær orðið. Sagan fyrstu vikurnar í kennslunni liðu nokkuð tíðindalitlar. Mér fannst þó býsna margt að huga að, bæði í kennslu og við undirbúning hennar. Ég eyddi löngum stundum í að reyna að smíða skemmtileg og áhugaverð verkefni fyrir nemendur sem væru jafn- framt sniðin að þeim tíma sem kennslustundin leyfði. Í kennslunni leitaðist ég við að ná til nemenda og held að það hafi oftar en ekki tekist heldur óhönduglega. Ég fann fyrir töluverðu óöryggi og einbeitti mér e.t.v. þess vegna meira að því að koma námsefninu til skila á viðunandi hátt. Ég varð sumsé fljótt afar upptekin af því að fræða nemendur og komast yfir námsefnið og við það féllu samskiptin í skuggann. Ég gerði mér far um að kunna námsefnið vel og búa mig undir að geta svarað öllum spurningum nemenda sem að því sneru. Ég gat vissulega undirbúið námsefnið vel og

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.