Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Qupperneq 59
59
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, hAFDÍS INGvARSDÓTTIR
orða: „Ég nenni ekki að leggja mig fram við fög sem eru kennd af fávitum.“ Það er
óhætt að segja að mér hafi brugðið þegar ég las þessi meinfýsnu orð og m.a.s. svo að
það skyggði á önnur svör nemendanna. Það vildi svo til að þó að öll svör nemenda
væru nafnlaus þá blasti oftast við mér hver höfundurinn væri, því ég þekkti orðið
bæði orðfæri þeirra og rithönd. Ég var mjög undrandi á því að þessi ummæli kæmu
frá nemanda sem er bæði kurteis og augljóslega vel gefinn en á hinn bóginn olli hann
mér nokkrum áhyggjum því hann sinnti illa náminu. Ég ákvað að láta þessi ummæli,
sem mér féllu svo þungt, ekki hafa nein áhrif á samskipti mín við nemandann og leit-
aðist þeim mun meira við að ná betur til hans. Undir lok annar þekkti ég aftur netta og
laglega rithöndina úr svörum nemenda minna við síðustu spurningunni sem ég lagði
fyrir þá. Í það skiptið bað ég nemendur um að gefa mér einhver ráð til þess að bæta
samskipti mín við þá. Svar þessa títtnefnda nemanda var í það sinnið: „Þú stendur
þig vel.“ vissulega er þetta árétting þess að svör nemenda eru öðrum þræði dagsform,
þau eru fyrst og fremst til marks um líðan þeirra og skoðanir þann daginn sem spurn-
ingarnar eru lagðar fyrir. Það breytir því þó ekki að þetta svar yljar mér enn.
Þessi ummæli nemandans, sem að framan greinir, eru eitt dæmi um óvænt atvik
sem hafði svo mikil áhrif á mig að ég veitti öðrum svörum nemenda minna ekki til-
skilda athygli. Svörin voru ennfremur á frekar almennum nótum svo að ég gat ekki
verið fyllilega viss um hvað ég gæti tekið beinlínis til mín. Mér fannst ég líka sýna
nemendum mínum fulla virðingu. Ég leitaðist við að skýra alla mína breytni fyrir
nemendum og svara öllum spurningum þeirra sem komu inn á borð til mín, jafnvel
spurningum sem vörðuðu mína persónulegu hagi. Eftir á að hyggja hefur mér þó ekki
tekist sem skyldi að bregðast við eins og ég hefði viljað, þ.e. að beita virkri hlustun í
samræðum mínum við nemendur og heyra hvað þeir voru virkilega að reyna að segja
mér, og m.a.s. ítrekað. Það kunna nemendur vel að hafa upplifað sem einhvers konar
virðingarleysi gagnvart þeim. Einn nemandi tók prýðilegt dæmi sem beindist sann-
arlega að mér:
virðing merkir það að koma vel fram við hvort annað og virða skoðanir hvors
annars og taka tillit til hvors annars. D[æmi]: Kennarinn á að taka tillit til þess að
nemendur hafa mikið að gera og vera sveigjanlegur í dagsetningum og skilum
á prófum og verkefnum. Þó svo að það þýði að við drögumst aðeins aftur úr í
þessari margumtöluðu „kennsluáætlun“.
Þessi ummæli nemandans eru verð allrar athygli því hér er komin fram rödd sem varð
mun háværari er á leið önnina. Hér ber kennsluáætlun fyrst á góma samkvæmt mínu
bókhaldi, en oft síðan, og einkum þegar á leið skólaárið.
Síðasta spurningin sem ég lagði fyrir nemendur mína, í lok síðustu kennslustundar
fyrir páskafrí, varðaði beinlínis samskipti okkar. Þar spurði ég nemendurna hvaða ráð
þeir gætu gefið mér til þess að bæta samskiptin við þá. Þrettán nemendur gáfu mér
ráð. Helstu ráðin voru að fylgja ekki kennslu- og námsáætlun (7) og reglum (5) í hví-
vetna, sýna meiri ákveðni, aga og sjálfstæði (7), vera ekki jafnströng og ósveigjanleg
(6) og hafa meira samráð við nemendur (3). Svör nemenda voru á þessum nótum:
Hafa meira samráð við nemendur. Ekki fylgja námsáætlun svona mikið. Þarf
ekki alltaf að fylgja öllum reglum. vera kannski svolítið ákveðnari.