Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Side 80
80
FAGLEGT S JÁ LFSTRAUST GRUNNSKÓLAKENNARA
skóla hefur aðeins fylgni við einn undirþátt faglegs sjálfstrausts, þ.e. bekkjarstjórnun,
og ekki fylgni við neinn undirþátt kulnunar, þannig að skýrar aðgerðaráætlanir vegna
hegðunar nemenda og áfalla, góð aðstaða til undirbúningsvinnu og nægileg kennslu-
gögn virðast hafa lítil áhrif á faglegt sjálfstraust og kulnun. Þættir í kennarastarfinu
hafa fylgni við alla undirþætti faglegs sjálfstrausts, bekkjarstjórnun, kennslu og hvatn-
ingu og tvo undirþætti kulnunar, hlutgervingu og starfsárangur. Þeim kennurum sem
líkar vel við námsmat og sýna sveigjanleika í starfi virðist því vegna vel hvað varðar
faglegt sjálfstraust og kulnun. Þátturinn önnur vinnuskilyrði, sem varðar afstöðu til
stærðar bekkja, blöndunar og annarra verkefna en beinnar kennslu, sýnir enga fylgni
við faglegt sjálfstraust eða kulnun, og því kemur hann ekki fram í töflunni.
Marktæk sambönd faglegs sjálfstrausts við heilsufarsþætti Leiter og Maslach sjást
aðeins hvað varðar gildismat og starfssamfélag, en eru engin hvað varðar vinnuálag,
umbun, verkstjórn, samskipti og samstöðu hópsins. Í heild sinni hafa þeir því lítil
áhrif á faglegt sjálfstraust kennara. Hvatningarþáttur faglegs sjálfstrausts sýnir hvergi
fylgni við þessa vinnustaðarþætti. Marktæk sambönd milli undirþátta kulnunar og
heilsufarsþátta Leiter og Maslach eru þannig að tilfinningaþrot sýnir marktæka fylgni
við sex þeirra, vinnuálag, umbun, starfssamfélag, gildismat, samskipti og samstöðu hópsins.
Marktæk fylgni hlutgervingar er einnig við sex þætti, þó ekki við vinnuálag, en verk-
stjórn bætist við. Starfsárangur sýnir aðeins marktæka fylgni við gildismat. Í heild hafa
heilsufarsþættirnir svokölluðu því veruleg áhrif á kulnun.
Mynd 2 – Niðurstöður um orsakasambönd rannsóknarinnar.
Mynd 2 sýnir á myndrænan hátt þá þrjá aðalþætti rannsóknarinnar sem sýndu or-
sakasambönd sín á milli, þ.e. vinnustaðarþætti, faglegt sjálfstraust og kulnun. fjórða
aðalþættinum, sem laut að bakgrunni þátttakenda er sleppt, því undirþættir hans
reyndust ekki sýna neina fylgni við hina þrjá, virðist sem sagt ekki hafa nein áhrif á
hvernig faglegt sjálfstraust kennara þróast eða hvort þeir verða kulnun að bráð. Þeir
vinnustaðarþættir sem hafa áhrif á faglegt sjálfstraust eru eftirfarandi í styrkleikaröð
(a): Þættir í kennarastarfinu, fjarlæg skilyrði, hlutverkaskýrleiki, hvatning til kenn-
ara, gildismat, faglegur aðbúnaður skólans og starfssamfélag. Þeir vinnustaðarþættir
sem hafa áhrif á kulnun eru eftirfarandi í styrkleikaröð (b): fjarlæg skilyrði, gildismat,
hlutverkaskýrleiki, hlutverkaárekstur, hvatning til kennara, þættir í kennarastarfinu,
umbun, samskipti, samstaða hópsins, starfssamfélag, vinnuálag, verkstjórn. Allir und-
irþættir faglegs sjálfstrausts og kulnunar reyndust hafa veruleg áhrif hver á annan (c).
Vinnustaðarþættir
Hlutverkaskýrleiki/-árekstrar
eigin spurningar,
heilsufarsþættir Leiter og Maslach
a) samband margra þátta
c) samband allra þátta
b) samband margra þátta
Faglegt sjálfstraust
(bekkjarstjórnun, kennsla,
hvatning)
Kulnun
(tilfinningaþrot, hlutgerving,
starfsárangur)