Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 83

Uppeldi og menntun - 01.01.2008, Page 83
83 vALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR um þá þætti sem getið er í þessari grein og einnig þá sem fram komu í fyrri greinum höfunda (Anna Þóra Baldursdóttir og valgerður Magnúsdóttir, 2007a og 2007b). loKaorð Niðurstöður sýna að spurningalistinn um faglegt sjálfstraust er gagnlegur við mat á líðan kennara, og sýna niðurstöður hans einnig fylgni við kulnun. faglegt sjálfstraust er nauðsynlegt til að kulna ekki, og það er augljóslega mikilvægt að stuðla að því að kennarar hafi möguleika í starfsumhverfi sínu til þess að byggja upp sterkt faglegt sjálfstraust. Undirþættir þess snúast um bekkjarstjórnun, kennslu og hvatningu. Skila- boð fræðanna eru skýr. Kennarar byggja upp nauðsynlegt faglegt sjálfstraust og hætta minnkar á að þeir kulni í starfi ef þeir hafa góða þekkingu og þjálfun í eftirfarandi: A) Stjórnunaraðferðum og hegðunarmótun til að fá einstök börn og heilar bekkjar- deildir til að vinna sem best. B) Kennsluaðferðum til að koma námsefni til nemend- anna og geta veitt þeim þá hvatningu sem þeir þurfa. Ekki má gleyma að því betra sem faglegt sjálfstraust þeirra er, þeim mun meiri árangri ná nemendur þeirra. Einnig tengjast niðurstöður um faglegt sjálfstraust og kulnun á áhugaverðan hátt nokkrum þáttum í starfsumhverfi kennara og staðfesta þannig tilgátur rannsakenda um að slíkir þættir hafi áhrif á faglegt sjálfstraust og kulnun. Þetta geta skólar og skólastjórnendur nýtt á ýmsa vegu til að efla faglegt sjálfstraust kennara sem best, halda vinnugleði þeirra sem mestri og koma í veg fyrir kulnun. Sérstaklega þarf að horfa til þess að hlutverk kennara séu skýr, þeir fái góðan stuðning í upphafi starfsfer- ils síns og þegar breytingar verða á kennslu þeirra fái þeir næga hvatningu og vinnu- álag þeirra sé hæfilegt. Einnig gefa niðurstöður til kynna að þegar gildismat kennara hefur góðan sam- hljóm við gildismat skólans og skólasamfélagsins gefi það þeim gott faglegt sjálfs- traust, vinni vel á móti kulnun og viðhaldi vinnugleði þeirra. Þessi samhljómur er nauðsynleg forsenda fyrir góðri líðan kennarans í starfi. Kennarar gera því sjálfir rétt í að velja sér að starfsvettvangi skóla þar sem þeir finna sem besta samsömun við gild- ismat sitt. Það er athyglisvert að í rannsókn Hoy og Woolfolk (1993) var lengd á námi kennara eini einstaklingsbundni þátturinn sem spáði alltaf fyrir um faglegt sjálfstraust þeirra. Styður það þær hugmyndir að kennaranám verði lengt hér á landi og má þar m.a. líta til jákvæðrar reynslu finna af lengra námi. Rétt er að hafa í huga að niðurstöður þessarar rannsóknar segja í sjálfu sér ekki til um hvort faglegt sjálfstraust kennara sé almennt nægilegt eða hvort það þyrfti að vera betra. En það má velta því fyrir sér hvort mat þeirra á vinnuálagi sínu fari á einhvern hátt eftir faglegu sjálfstrausti. Það þyrfti að kanna betur. Miklu máli skipta þau tækifæri sem menntastofnanir gefa kennaranemum til að byggja upp faglegt sjálfstraust í menntun sinni og vettvangsnámi. Það gerir ekki síður markviss stuðningur við þá í upphafi starfs og honum þarf að sinna af meiri alúð og þekkingu en gert hefur verið. Íslensku rannsóknirnar sýna það með óyggjandi hætti. Þar er þörf á mikilli sérþekkingu og þurfa menntastofnanir kennara að koma sterkar

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.