Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 24

Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 24
24 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnars- son skrifar um Ice - save Forset i Í s l a nd s hefur vísað ti l þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave-skuldun- um. Þjóðaratkvæða- greiðslan á skilyrðis- laust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forset- ans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskástur og verður þegar útgjalda- minnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og ein- staklinga. Þjóðaratkvæða- greiðslan dregur fram valkostina í stöðunni. Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu síður er samkomu- lag um að taka samn- inginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samn- ingur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að fram- haldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að Íslendingar munu virða skuld- bindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninga- nefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu inn- stæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neit- andi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuld- bindingar standa ekki til þess þá eiga Íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórn- málamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vill engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmála- flokkarnir leikið. Þeir segja að útlendingar séu að kúga okkur. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutning- inn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirn- ar, en málflutningurinn er aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurn- ingunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave-innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og Evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis henn- ar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1.400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave-innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórn- völd viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um inn- stæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efna- hagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórn- völd sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslensk- ir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanleg- ur eins og allt sem gert er og sjálf- sagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave-inn- stæðnanna og fá Breta og Hollend- inga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafn- framt að fara ekki í mál við Íslend- inga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslending- um í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslend- ingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að sam- þykkja lögin og það tel ég skyn- samlegast að gera. Það verður kostnaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostn- aður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Kjósum og samþykkjum Icesave KRISTINN H. GUNNARSSON Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vill engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Ráðstefnan verður haldin .knlaugardaginn 16. janúar í sal bæjarstjórnar Kópavogs, Fannborg 2, kl. 13.00 0.06.–1 Til ráðstefnunnar er boðað fólk í kjörnum nefndum mesir Kópavogsbæjar, embættismenn bæjarins og aðrir þe áhuga kunna að hafa. Verkefni ráðstefnunnar er að leggja grunn að tillögugerð fyrir bæjarstjórn um málefni langtímaatvinnulausra. Dagskrá: 1. Erindi félagsmálastjóra Kópavogs: eið-aflgar Félagsle ingar atvinnuleysis. 2. Erindi frá Vinnumálastofnun: siley Greining á atvinnu í Kópavogi og möguleg úrræði. 3. Sigríður Snævarr sendiherra: t viðfásNýjar leiðir til að atvinnuleysi. Kaffihlé 4. Þrír starfshópar vinna tillögur. 5. Ráðstefnuslit. Aðgerðir gegn lang maatvinnuleysi Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogsbæjar efnir til ráðstefnu um aðgerðir á vegum Kópavogsbæjar gegn langtímaatvinnuleysi. Verslunarhúsnæði við Laugaveg óskast Traustur leigutaki Eignaumboðið auglýsir eftir 80-150 fm. verslunarhúsnæði til leigu fyrir trausta aðila. Helst neðarlega við Laugaveg eða í Bankastræti. Traustur leigutaki. Langtímaleiga. Allar upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 893 2495, tölvupóstur: adalheidur@eignir.is Sími 580 4600 - Faxafen 10 - 108 Reykjavík - www.eignir.is Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.