Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 38

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 38
6 fjölskyldan leikhús upplifun fyrir alla fjölskylduna... 2004 Skoppa og Skrítla verða til. Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona fær hugmyndina að þeim vinkonum og fær Lindu Ásgeirsdóttur leikkonu til liðs við sig. 2004 Skoppa og Skrítla í Húsdýragarðinum. DVD-diskur unninn í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með tónlist og fræðslu um dýr. 2006 Litla stundin með Skoppu og Skrítlu. Í kjölfar vinsælda DVD- disksins eru framleiddir sjónvarpsþættir með Skoppu og Skrítlu sem sýndir eru á RÚV í maí 2006. Þættirnir eru allir þematengdir og í hverjum þeirra er fræðsla, tónlist, dans og fleira. 2006 Skoppa og Skrítla í Þjóðleikhúsinu. Sýningin er sett upp í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins, í október 2006. Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum 9 mánaða til 6 ára. Hún er tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem besta barnasýningin. 2008 Skoppa og Skrítla í söngleik. Annað leikrit um stöllurnar frumsýnt í Þjóðleikhús- inu í apríl 2008. Þar fá þær góðan liðsauka, nokkra dansara á aldrinum 9 til 16 ára og hitta áhugaverðar persónur á borð við Englandsdrottningu og William Shakespeare. 2008 Skoppa og Skrítla í bíó. Fjölskyldumynd í fullri lengd um ævintýri þeirra vinkvenna á Íslandi og Flórída í Bandaríkjun- um frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á annan í jólum 2008. Um 15.000 manns sækja myndina meðan á sýningum stendur. 2009 Skoppu og Skrítlu-ís. Emmessís setur á markað nýjan Skoppu og Skrítlu-ís í júní 2009. Reyndar er um gular og grænar ávaxtastangir að ræða svo flest börn geti notið góðs af, líka þau sem eru með mjólkur- óþol. 2009 Skoppa og Skrítla vígja óskabrunn barnanna í Borgarleikhúsinu við hátíðlega athöfn í nóvember 2009. Þær vinkonur hafa safnað óskum barna í brunninn víða um heim í þrjú ár og eru þær um þrjátíu þúsund talsins. 2010 Skoppa og Skrítla á tímaflakki. Nýtt leikrit frumsýnt í Borgarleikhúsinu 6. febrúar næstkomandi. Skoppa og Skrítla ásamt Lúsí vinkonu þeirra hjálpa Bakara Svakara að finn púsl í púsluspil sem reynist vera fjársjóðs- kort. Nýtt verkefni í uppsiglingu? Leikkonurnar Hrefna og Linda eiga í viðræðum við aðila í Los Angeles um mögulegt verkefni en mikil leynd hvílir yfir því. Öll ævintýri eiga sér upphaf Þetta er klárlega stærsta leikritið til þessa um þær Skoppu og Skrítlu. Okkur bauðst að komast á stærra svið í Borgarleikhúsinu og ákváð- um því meðal annars að fjölga persónum þar sem karakterum sem börnin þekkja úr Skoppu og Skrítlu bíómyndinni bregð- ur fyrir. Þannig að persónurn- ar hafa aldrei verið fleiri og lit- ríkari,“ segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir sem fer með hlut- verk Skrítlu í stykkinu Skoppa og Skrítla á tímaflakki. Fyrir þau yngstu Hrefna lýsir söguþræðinum á eftirfarandi veg. „Í stuttu máli sagt biður Bakari Svakari Skoppu og Skrítlu að hjálpa sér að finna púsl í púsluspil sem reynist svo ekkert venjulegt púsluspil heldur fjársjóðskort. Hann er að hjálpa geimsjónræningjum sem eru á höttunum eftir fjársjóðnum. Við tökum þátt í leitinni ásamt Lúsí vinkonu okkar og ferðumst með aðstoð tímavélar aftur í fortíð og framtíð þar sem við hittum kúreka, sjóræningja og alls kyns furðuverur.“ Að sögn Hrefnu verður kapp- kostað að gera sýninguna sem aðgengilegasta fyrir yngstu áhorfendurna. „Við höfum haft það að leiðarljósi í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur í nafni Skoppu og Skrítlu. Leikritið verð- ur í takt við það þar sem börnun- um er líka gert ljóst að þau séu í leikhúsi. Við sýnum hvernig töfrarnir eru búnir til með ljós- um og búningaskiptum og stílum inn á þátttöku áhorfenda. Börnin verða á fullu við að hjálpa okkur að leysa gátuna og fræðast í leið- inni mikið um tíma, rúm, liti og form, sem börn þurfa að hafa á hreinu. Þarna erum við að ala upp næstu kynslóð leikhúsgesta með því að kynna fyrir þeim þá töfra sem leikhúsið getur búið yfir.“ Sigurganga frá 2004 Skoppa og Skrítla hafa frá því að þær litu fyrst dagsins ljós árið 2004 átt miklum vinsældum að fagna meðal yngstu kynslóðarinn- ar. Sem dæmi um það sáu 15.000 manns kvikmyndina um ævintýri Skoppu og Skrítlu þegar hún var sýnd í íslenskum kvikmyndahús- um veturinn 2008-2009. Hrefna telur að það verði að teljast nokk- uð gott í ljósi þess að upphafleg- ur markhópur myndarinnar voru börn á aldrinum 1-6 ára, þótt eldri börn hafi svo sótt hana. En hvert er leyndarmálið á bak við þessa samfelldu sigurgöngu? „Vinsældir kvikmyndarinnar út af fyrir sig útskýrast hugsan- lega af því að myndin er sú fyrsta sem var gerð fyrir þennan aldurs- hóp hérlendis,“ svarar þá Hrefna og bætir við eftir örlitla umhugs- un að sjálfsagt eigi ástríðan fyrir umfjöllunarefninu þátt í almennri velgengni. „Við gerum þetta alfar- ið frá hjartanu. Erum að ala upp börn sem eru á sama aldri og okkar áhorfendur og erum því í nánum tengslum við þennan heim. Upphaflega vildum við búa til sögu þar sem þáttum eins og kurt- eisi, aga og fegurð eru gerð góð skil og sýna þessum litlu börnum lífið og tilveruna í sinni í björt- ustu mynd. Vonandi tekst okkur það áfram í nýja leikritinu. Það er nægur tími til að læra um allt hitt sem kemur síðar.“ Leikritið um þær Skoppu og Skrítlu verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu 6. febrúar næst- komandi. Þangað til gefst áhuga- sömum færi á að fylgjast með uppsetningu verksins þar sem myndskeið með lögum úr sýn- ingunni verða reglulega sett inn á Facebook. Leikstjórn er í höndum Gunnars Helgasonar en auk Hrefnu og Lindu fara Vig- dís Gunnarsdóttir og Viktor Már Bjarnason með helstu hlutverk í sýningunni. - rve Lífið og tilveran í fallegum búningi Vinkonurnar Skoppa og Skrítla munu kæta leikhúsgesti í nýju leikriti, Skoppa og Skrítla á tímaflakki, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 6. febrúar. Stærsta verkefnið á fjölun- um til þessa segir Hrefna Hallgrímsdóttir sem á hugmyndina ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. Gert af heilum hug Linda og Hrefna telja að velgengni Skoppu og Skrítlu skýrist meðal annars af ástríðunni sem þær hafa fyrir umfjöllunarefninu. Gott gengi Ævintýri Skoppu og Skrítlu hafa fengið góða dóma í gegnum tíðina. Time Out mælti meðal annars með sýningu um þær í New York. Komið víða við Skoppa og Skrítla hafa glatt börn víða um heim. Hér eru þær ásamt börnum í Tógó í Afríku. MYND/ÚR EINKASAFNI BÖRN Í LEIKHÚSI Mörg börn hafa ríka þörf fyrir að tjá sig og troða upp. Af ýmsum leiklistarnámskeiðum er að taka fyrir börn, meðal annars í Kramhúsinu sem býður upp á tónlistar-, leik- og hreyfinámskeið fyrir börn frá þriggja ára aldri. ERTU ORKULAUS? Viltu finna orkubreytingu STRAX! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða. Énaxin total er frábær jurtaformúla með Rhodiolu ásamt dagskammti af vítamínum og steinefnum Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.