Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 60
8 fjölskyldan
matur
er mannsins megin
MATUR
Steikarspjót að hætti Holtsins Aðalrétturinn í nýtilkomnum brunch á Hótel
Holti er ekki af verri endanum.
Okkur langaði til að brydda upp á einhverju nýju hér á Holtinu, sem er óneitanlega einn af virðulegri veitinga-
stöðum bæjarins,“ segir Rósbjörg
Jónsdóttir, markaðsstjóri Hótels
Holts, um brunch eða árbít sem
boðið er upp á á veitingastað hót-
elsins, Gallery Restaurant, frá og
með deginum í dag. „Við höfum
sett saman matseðil sem hentar
allri fjölskyldunni en viljum þannig
bjóða upp á stað fyrir alla fjöl-
skylduna til að koma saman, gefa
sér tíma til að njóta matar, sitja
saman til borðs og láta þjóna sér
í fallegu umhverfi þar sem listin
ræður ríkjum.“ Veitingastaðurinn
á Hótel Holti er mjög rótgróinn
og segir Rósbjörg það hafa verið
hálfgerða manndómsvígslu að fara
út að borða á Holtinu. Með því að
bjóða upp á bröns sé verið að koma
til móts við fjölskyldur með yngri
börn og þau fái tækifæri til að læra
að njóta þessa að fara út að borða.
„Við bjóðum upp á matseðil en ekki
hlaðborð þannig að maturinn er
borinn á borð.“
Verð fyrir þriggja rétta mál-
tíð er 3.900 krónur en 1.700 fyrir
börn tíu ára og yngri. Nánari upp-
lýsingar eru á heimasíðunni www.
holt.is.
Notaleg stund
á glæsilegum stað
Nokkrir af flottustu veitingastöðum borgarinnar hafa
boðið upp á árbít um helgar. Gallerý Hótel Holt bætist nú
í hópinn og vill með því gefa fjölskyldufólki tækifæri til að
njóta stundar á virðulegum veitingastað.
Holl og góð súpa Tilvalið
er að hefja nýtt ár með græn-
metis- og orkusprengju í
súpuformi. Hér er uppskrift að
gulrótarsúpu sem er bæði
bragðgóð og hressandi.
Gulrótarsúpa Gullu
60 g smjör
750 g gulrætur
1 laukur
1 hvítlauksrif
10 cm engifer
3 sellerístilkar
Salt og pipar
1 l af grænmetissoði
1 msk. hunang
1 lárviðarlauf
125 ml rjómi eða ein dós af
sýrðum rjóma.
Ferskt kóríander eða steinselja
til skrauts
Smjörið er brætt og smátt
skorinn laukur, hvítlaukur,
engifer, sellerí og gulrætur sett
út í smjörið og hitað vel í 20
mínútur eða nógu lengi til að
gulræturnar verði mjúkar.
Þá er soði bætt út í,
hunangi, lárviðar-
laufi, salti og pipar
og súpan soðin í 10
mínútur eða svo. Þá
er lárviðarlaufið
fjarlægt og súpan
maukuð. Ef vill má á
þessum tímapunkti
þynna hana aðeins með vatni
og bæta svo rjóma út í og hita
hana að suðu, bera svo fram
með smátt skornu kóríander
eða steinselju til skrauts ofan á.
Það má einnig sleppa rjóman-
um en bera hana þess í stað
fram með vænni slettu af
sýrðum rjóma auk kryddjurta.
Bragðgott brauð Á vef
leiðbeiningastöðvar heimilanna
er að finna fjölmargar góðar
uppskriftir, meðal annars að
brauði. Brauð eins og þessi eru
auðveld og mjög skemmtilegt
að leyfa börnum að vera
með í brauðgerðinni, þau
hafa gaman að bæði að
mæla og hræra og ekki síst
að fylgjast með brauðinu
koma út úr ofninum og
smakka nýbakað brauð.
11 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómakjarnar
2,5 dl hveit
2,5 speltmjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 msk. hunang
0,5 msk. olívuolía
0.5 l AB mjólk
Allt sett í skál og hrært með
sleif. Deigið er frekar blautt.
Hellt í bökunarform, sléttað og
yfirborðið pikkað með gafli.
Sett í forhitaðan ofn 175 gráðu
heitan og bakað í um eina
klukkustund.
Þetta brauð má frysta. Gott að
skera það í sneiðar og frysta
svo, hita eftir hendinni í
brauðrist og þá er það sem
nýbakað. www.leidbeininga-
stod.is.
Enska orðið brunch er samsett úr orðunum breakfast sem þýðir
morgunmatur og lunch sem þýðir hádegisverður. Á íslensku
hefur þessi verður verið kallaður dögurður, árbítur eða bara
bröns upp á ensku. Árbítur er vinsæll um helgar þegar fólk sefur
lengi fram eftir og snæðir síðbúinn morgunmat um hádegisbil.
Vinsælir réttir á slíku hlaðborði eru til dæmis amerískar pönnu-
kökur með sýrópi, egg framreidd með ýmsum hætti og svo
auðvitað brauð af ýmsu tagi.
Nokkrir veitingastaðir hafa um skeið
boðið upp á árbít um helgar við
miklar vinsældir. Meðal þeirra eru
veitingastaðurinn Vox á Hótel Nordica,
Skrúður á Hótel Sögu og Nítjánda í
Turninum við Smáratorg. Allir
staðirnir bjóða upp á hlaðborð þar
sem ókeypis er að borða fyrir börn
yngri en sex ára og hálft gjald fyrir
þau á aldrinum 7-12 ára.
Hádegisverður með svip
af morgunmat
Prjón
2 hlutir prjónaðir á 1 hringprjón
Frágangur á prjónafl íkum
Prjónavélar – byrjendur og framhald
Tígla/fl éttuprjón
Kaðlaprjón
Prjónatækni
Hekl
Rússneskt hekl
Skals útsaumur
Gimb
Tauþrykk
Nálin hannyrðaverslun • Laugavegi 8 • 101 Reykjavík • 551-8640 • www.nalin.isNánari upplýsingar á www.nalin.is
Ýmis spennandi hannyrðanámskeið
GULRÆTUR Gulrætur eru
hollar og góðar og tilvalið snarl á
milli mála fyrir börn og gott
meðlæti í nestispakkann.
GÓÐ Í NESTIÐ Epli eru eins og gulræt-
ur, tilvalin í nestispakkann og góð til að
bjóða upp á síðdegis í stað sætmetis.
Niðurskorin epli eru líka tilvalin eftir matinn.