Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 60

Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 60
8 fjölskyldan matur er mannsins megin MATUR Steikarspjót að hætti Holtsins Aðalrétturinn í nýtilkomnum brunch á Hótel Holti er ekki af verri endanum. Okkur langaði til að brydda upp á einhverju nýju hér á Holtinu, sem er óneitanlega einn af virðulegri veitinga- stöðum bæjarins,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, markaðsstjóri Hótels Holts, um brunch eða árbít sem boðið er upp á á veitingastað hót- elsins, Gallery Restaurant, frá og með deginum í dag. „Við höfum sett saman matseðil sem hentar allri fjölskyldunni en viljum þannig bjóða upp á stað fyrir alla fjöl- skylduna til að koma saman, gefa sér tíma til að njóta matar, sitja saman til borðs og láta þjóna sér í fallegu umhverfi þar sem listin ræður ríkjum.“ Veitingastaðurinn á Hótel Holti er mjög rótgróinn og segir Rósbjörg það hafa verið hálfgerða manndómsvígslu að fara út að borða á Holtinu. Með því að bjóða upp á bröns sé verið að koma til móts við fjölskyldur með yngri börn og þau fái tækifæri til að læra að njóta þessa að fara út að borða. „Við bjóðum upp á matseðil en ekki hlaðborð þannig að maturinn er borinn á borð.“ Verð fyrir þriggja rétta mál- tíð er 3.900 krónur en 1.700 fyrir börn tíu ára og yngri. Nánari upp- lýsingar eru á heimasíðunni www. holt.is. Notaleg stund á glæsilegum stað Nokkrir af flottustu veitingastöðum borgarinnar hafa boðið upp á árbít um helgar. Gallerý Hótel Holt bætist nú í hópinn og vill með því gefa fjölskyldufólki tækifæri til að njóta stundar á virðulegum veitingastað. Holl og góð súpa Tilvalið er að hefja nýtt ár með græn- metis- og orkusprengju í súpuformi. Hér er uppskrift að gulrótarsúpu sem er bæði bragðgóð og hressandi. Gulrótarsúpa Gullu 60 g smjör 750 g gulrætur 1 laukur 1 hvítlauksrif 10 cm engifer 3 sellerístilkar Salt og pipar 1 l af grænmetissoði 1 msk. hunang 1 lárviðarlauf 125 ml rjómi eða ein dós af sýrðum rjóma. Ferskt kóríander eða steinselja til skrauts Smjörið er brætt og smátt skorinn laukur, hvítlaukur, engifer, sellerí og gulrætur sett út í smjörið og hitað vel í 20 mínútur eða nógu lengi til að gulræturnar verði mjúkar. Þá er soði bætt út í, hunangi, lárviðar- laufi, salti og pipar og súpan soðin í 10 mínútur eða svo. Þá er lárviðarlaufið fjarlægt og súpan maukuð. Ef vill má á þessum tímapunkti þynna hana aðeins með vatni og bæta svo rjóma út í og hita hana að suðu, bera svo fram með smátt skornu kóríander eða steinselju til skrauts ofan á. Það má einnig sleppa rjóman- um en bera hana þess í stað fram með vænni slettu af sýrðum rjóma auk kryddjurta. Bragðgott brauð Á vef leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna fjölmargar góðar uppskriftir, meðal annars að brauði. Brauð eins og þessi eru auðveld og mjög skemmtilegt að leyfa börnum að vera með í brauðgerðinni, þau hafa gaman að bæði að mæla og hræra og ekki síst að fylgjast með brauðinu koma út úr ofninum og smakka nýbakað brauð. 11 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 dl sólblómakjarnar 2,5 dl hveit 2,5 speltmjöl 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1 msk. hunang 0,5 msk. olívuolía 0.5 l AB mjólk Allt sett í skál og hrært með sleif. Deigið er frekar blautt. Hellt í bökunarform, sléttað og yfirborðið pikkað með gafli. Sett í forhitaðan ofn 175 gráðu heitan og bakað í um eina klukkustund. Þetta brauð má frysta. Gott að skera það í sneiðar og frysta svo, hita eftir hendinni í brauðrist og þá er það sem nýbakað. www.leidbeininga- stod.is. Enska orðið brunch er samsett úr orðunum breakfast sem þýðir morgunmatur og lunch sem þýðir hádegisverður. Á íslensku hefur þessi verður verið kallaður dögurður, árbítur eða bara bröns upp á ensku. Árbítur er vinsæll um helgar þegar fólk sefur lengi fram eftir og snæðir síðbúinn morgunmat um hádegisbil. Vinsælir réttir á slíku hlaðborði eru til dæmis amerískar pönnu- kökur með sýrópi, egg framreidd með ýmsum hætti og svo auðvitað brauð af ýmsu tagi. Nokkrir veitingastaðir hafa um skeið boðið upp á árbít um helgar við miklar vinsældir. Meðal þeirra eru veitingastaðurinn Vox á Hótel Nordica, Skrúður á Hótel Sögu og Nítjánda í Turninum við Smáratorg. Allir staðirnir bjóða upp á hlaðborð þar sem ókeypis er að borða fyrir börn yngri en sex ára og hálft gjald fyrir þau á aldrinum 7-12 ára. Hádegisverður með svip af morgunmat Prjón 2 hlutir prjónaðir á 1 hringprjón Frágangur á prjónafl íkum Prjónavélar – byrjendur og framhald Tígla/fl éttuprjón Kaðlaprjón Prjónatækni Hekl Rússneskt hekl Skals útsaumur Gimb Tauþrykk Nálin hannyrðaverslun • Laugavegi 8 • 101 Reykjavík • 551-8640 • www.nalin.isNánari upplýsingar á www.nalin.is Ýmis spennandi hannyrðanámskeið GULRÆTUR Gulrætur eru hollar og góðar og tilvalið snarl á milli mála fyrir börn og gott meðlæti í nestispakkann. GÓÐ Í NESTIÐ Epli eru eins og gulræt- ur, tilvalin í nestispakkann og góð til að bjóða upp á síðdegis í stað sætmetis. Niðurskorin epli eru líka tilvalin eftir matinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.