Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 68

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 68
36 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR Ertu orðin það sem þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór? Nei, ekki alveg, ég á eftir að gera fullt í viðbót enda er ég bara tuttugu og fimm ára og hef aðeins starfað í fjölmiðlum í ár. En ég er ánægð með hvert þetta stefnir. Hvernig byrjaðir þú í fjölmiðlum? Ég byrjaði sem sumarstarfsmaður á Séð og heyrt þegar ég var í sumarfríi frá The Uni- versity of Derby þar sem ég stundaði BA-nám í fjölmiðlafræði. Meðan ég bjó í Bretlandi vann ég líka sem almannatengill og blaða- maður fyrir matreiðslu- og menningarblað. En þar á undan hafði ég náð mér í alls konar reynslu í gegnum hin ýmsu verkefni. Málið er bara að vera óhræddur við að senda greinar, útvarpsupptökur eða hvað sem er á miðlana til að koma sér af stað. Svo er blogg alger snilld til að æfa sig og koma sér í gang. Er enginn sviðsskrekkur fyrir að byrja í sjónvarpi? Jú jú, en ég hamast í ræktinni sex sinnum í viku til að styrkja taugarnar og kroppinn. Ef maður undirbýr sig vel andlega og lík- amlega og tapar ekki gleðinni er þetta mun minna mál. Svo er hún Ragnhildur Magnús- dóttir sem er með mér í þessu svo traustur meðstjórnandi að hún grípur mig ef ég dett og hysjar upp um mig buxurnar ef ég er með „plömmer“. Ert þú rómantísk manneskja? Já, ég er rómantískur töffari. Það þarf nefnilega gott jafnvægi í rómantíkina. Fjór- hjól, fjallgöngur, hestbak eða skvass. Það er mín tegund af rómantík. Sveittir kossar og rauðvín geymt í bakpoka. Ef þú værir bíómynd, hvaða bíómynd værir þú? Coming to America með Eddie Murphy. Ég kann hana utan að og finnst hún skemmti- legasta mynd í heimi þótt hún sé auðvitað barn síns tíma. Ég horfði á hana á hverjum degi sem barn og grét í viku þegar mamma tók óvart yfir hana. Svo fann ég hana á DVD um daginn mér til mikillar gleði. Bauð upp á hana á deiti stuttu síðar. Hef ekki heyrt í þeim manni aftur. Hvaða geisladisk hlustaðir þú á síðast? Jóladiskinn með Þremur röddum og Beat. Ef þú ættir einn flugmiða hvert sem er í heiminum, hvert myndi það vera? Til Brasilíu að heimsækja fjölskylduna sem ég bjó hjá þegar ég var skiptinemi. Sól, hlátur og grillveislur með salsa-tónlist undir. Já og dökkir og dularfullir folar! Hvert er versta starf sem þú hefur gegnt? Hef verið svo heppin að vera alltaf í brilli- ant starfi. Ég tók þó einu sinni næturvakt á barnum Nelly’s með vinkonu minni og safn- aði glösum eftir sauðdrukkið fólk. Það var ömurlega leiðinleg. Mun skemmtilegra að moka hestaskít! Hvernig er hinn fullkomni karlmaður? Hann er einlægur, ævintýragjarn, fyndinn og elskar ís. Hann gæti þó hugsanlega verið latur við að vakna og vaska upp. Hvað er fallegast á Íslandi? Fólkið og húmorinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ó mæ. Fæ bara valkvíða. Ég elska mat. Er núna sjúk í grillaðan fisk og sushi. Hver er uppáhalds skemmtistaðurinn þinn í Reykjavík? Stofan hennar Önnu Maríu vinkonu. Þar slefa ég oft úr hlátri. Hvenær táraðist þú síðast? Í gær á Ægisíðunni á línuskautum í sér- legu roki. Hvenær fékkstu síðast hláturskast? Áðan í vinnunni. Ég vinn með hrikalega fyndnu fólki og er mörgum til ama í vinn- unni vegna háværra hláturskasta. Uppáhaldsorðið þitt? Whoop! Þetta orð lýsir einskærri tilhlökk- un og gleði. Aldrei of mikið notað. Ef ég er stuði býð ég upp á whoop whoop eða jafnvel Whoopedí whoop! Í hvaða litum er fataskápurinn þinn? Öllum! Ég elska liti og á eyrnalokka í stíl við hvert dress. Meira að segja í stíl við hlaupaskóna! Hvað myndi fullkomna líf þitt? Lyf sem læknaði þá sem eru veikir í kring- um mig. En þangað til að það finnst þá reyni ég að temja mér meira umburðarlyndi og þolinmæði, það lagar lífið mikið. Er til meðfædd illska eða er þetta bara uppeldið? Meðfædd. Sumt er ekki hægt að laga þótt uppeldi hafi auðvitað mikið að segja. Hver er leiðin út úr kreppunni? Það er exit-hurð inni á Alþingi. Bara opna það kvekendi. Hvað er næst á dagskrá? Koma Íslandi út úr vetrinum fullum af kossum og keleríi. Markmiðið er Djúpu laugar-brúðkaup 2010! Whoopedí Whoop! UPPÁHALDSORÐIÐ ER „WHOOP“ Þorbjörg Marinósdóttir segir þetta óspart þegar hún vill lýsa einskærri tilhlökkun og gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vetur fullur af kossum og keleríi Djúpa laugin snýr aftur á Skjá einn í byrjun febrúar en stöllurnar Ragnhildur Magnúsdóttir og Þorbjörg Marinósdóttir eru kon- urnar sem tendra ástarblossann í þetta sinn. Anna Margrét Björnsson fékk Þorbjörgu, eða Tobbu, í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Þorbjörg Marinósdóttir FÆÐINGARÁR: 1984 STARF: Blaðamaður og þáttastjórnandi á Skjá einum ■ Á uppleið Menning. Janúar er síður en svo leiðinlegur heldur uppfullur af spenn- andi listsýningum og leikverkum. Um helgina verður Faust frumsýnt í Borgarleikhúsinu, Ragnar Kjartansson sýnir afrakstur sinn í Hafnarborg og hipp og kúl-málararnir fjölmenna í Hafnarhúsinu. Súrmatur. Nammi namm, það er kominn þessi svarthvíti mónó- tón-tími í matargerð þar sem allur matur er grár og furðulegur. Hermannagrænt. Vor og sumar eru uppfull af flíkum í hermannastíl og upp- lagt að fjárfesta í jakka eða skyrtu. Græni risinn. Bragðgóður og ódýr skyndibitastaður á Grensásvegi. Húrra fyrir ódýrum og hollum mat. ■ Á niðurleið Dúnn. Erlendur dúnn það er segja, því komið hefur í ljós að meirihluti hans er reyttur af lifandi fugl- um. Veljum íslenskt. Hipsterar. Leiðinlegt orð yfir fólkið sem hefur ekki um neitt að tala nema hversu hipp og kúl það er sjálft og eyðir dögunum í tískupælingar og að láta taka myndir af sér í töff stelling- um fyrir Facebook. Boring … Gervineglur. Það er ekki svalt að vera með langar ferkantaðar neglur með hvítum endum. (Endurtaka þrisvar sinnum þar til þetta síast inn). Júróvisjón. Dularfullt að öll lögin eru samin af læknum og tannlæknum. Og af hverju þurfa þau að vera svona skelfilega leiðinleg? MÆLISTIKAN FRÆÐAFUNDIR LAGADEILDAR HR VORIÐ 2010 VERÐUR TAKMARKAÐRI ÁBYRGÐ HLUTAHAFA AFLÉTT? Um lagaleg og siðferðileg álitamál þegar hlutafélaga- formið er misnotað Hádegisfundur – 12. janúar 12:00-13:00 Jóhannes Rúnar Jóhannsson,aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við lagadeild HR. „ÞEIR FÓLAR SEM FRELSI VORT SVÍKJA” Lög, ásakanir og dómar um landráð á íslandi Hádegisfundur – 26. janúar 12:00-13:00 Guðni Th. Jóhannesson, lektor við lagadeild HR. UMHVERFISÁHRIF – HVAÐ ER ÞAÐ? Hádegisfundur á vegum Auðlindaréttarstofnunar – 2. febrúar kl. 12:00-13:00 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjúnkt við tækni- og verkfræðideild HR, Katrín Theódórsdóttir, hdl. og Rut Kristinsdóttir frá Skipulagsstofnun. Fundurinn er í samstarfi við tækni- og verkfræðideild HR. UNGIR KYNFERÐISAFBROTAMENN Málþing – 12. febrúar 13:00 -17:00 Dr. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við félags- og mannvísindadeild HÍ, Anna Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, Chien Tai Shill, félagsráðgjafi og aðjúnkt við HR og HÍ, Sigríður Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram og Aron Pálmi Ágústsson, nemi í hegðunarsálfræði við Lamar- háskólann í Beaumont Texas og annar tveggja höfunda bókarinnar Enginn má sjá mig gráta. Barn í fangelsi. Málþingið er í samstarfi við Blátt áfram - forvarnar- verkefni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. WORKING IN THE EU INSTITUTIONS Hádegisfundur á vegum Evrópuréttarstofnunar – 2. mars kl. 12:00-13:00 Peter Chr. Dyrberg, gestaprófessor og forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR. ER MANSAL OG VÆNDI VANDAMÁL Á ÍSLANDI? Hádegisfundur – 16. mars 12:00-13:00 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, Hulda María Stefánsdóttir, aðstoðar- saksóknari við embætti ríkissaksóknara og Hildur Jónsdóttir, formaður sérfræði- og samhæfingarteymis gegn mansali. STATE POWERS AND ENERGY AFFAIRS – FROM EEA TO EU Hádegisfundur á vegum Auðlindaréttarstofnunar – 15. apríl kl. 12:00-13:00 Dr. Dirk Buschle, sérfræðingur hjá Energy Community Secretariat í Vínarborg og stundakennari við HR. √ www.lagadeild.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.