Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 77
LAUGARDAGUR 16. janúar 2010
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 16. janúar 2010
➜ Tónleikar
16.00 Tónleikar til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum verða haldnir í
Háskólabíói við Hagatorg. Meðal þeirra
sem fram koma eru Sálin hans Jóns
míns, Ingó og Veðurguðirnir, Buff,
Hvanndalsbræður og Hafdís Huld.
Nánari upplýsingar á www.midi.is.
17.00 Salonsveit Sigurðar Ingva
ásamt Auði Gunnarsdóttur sópran-
söngkonu flytja Vínartónlist og fyrir- og
eftirstríðsslagara á tónleikum í Salnum
við Hamraborg í Kópavogi.
17.30 Skálholtskvartettinn flytur verk
eftir Joseph Haydn á tónleikum sem
fram fara í Garðakirkju, Álftanesi.
20.30 Clive Carroll,
Tom Hannay og
Guðný Gígja koma
fram á tónleikum á
Rosenberg við Klapp-
arstíg. Böddi, Bríet
Sunna og hljómsveit
annast upphitun.
22.00 Djassdúettinn
J2 verður með tónleika á gallerí-bar 46
við Hverfisgötu 46.
➜ Opnanir
15.00 Björn Birnir opnar sýningu á
verkum sínum í Listasafni Reykjanes-
bæjar, Duushúsum við Duusgötu. Opið
virka daga kl. 11-17 og helgar kl. 13-17.
➜ Sýningar
Í Landsbókasafninu við Arngrímsgötu
fer að ljúka sýningu um kreppuna 1930-
1940. Þar stendur einnig yfir sýning
tengd Torfhildi Hólm og blaðamennsku
kvenna sem og sýning tengd Einari H.
Kvaran, rithöfundi, leikstjóra og blaða-
manni. Enginn aðgangseyrir. Opið mán-
fim 8.15-22., fös. 8.15-19.00 og helgar
kl. 10-17.
Helgi Snær Sigurðsson sýnir ljósmyndir
á Mokkakaffi við Skólavörðustíg 3a.
Opið alla daga kl. 9-18.30.
Á Amtsbókasafninu við Brekkugötu
á Akureyri hefur verið opnuð sýning
á vegum Iðnaðarsafnsins um ull og
ullarframleiðslu á síðustu öld. Opið
mán. – fös. kl. 10-19 og lau. kl. 12-17.
➜ Kvikmyndir
15.00 Rússneska kvikmyndin „72
metrar“, frá árinu 2004 verður sýnd í
MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Leikstjóri
er Vladimír Khotinenko, en handritið er
að nokkru byggt á sögum eftir Aleks-
ander Pokrovskíj, fyrrum kafbátsforingja
í sovéska flotanum. Rússneskt tal. Ensk-
ur texti. Aðgangur ókeypis.
➜ Kvikmyndahátíð
Í Háskólabíói við Hagatorg hefst frönsk
kvikmyndahátíð sem mun standa til
28. jan. Nánari upplýsingar á www.af.is
og www.midi.is.
➜ Dansleikir
Hljómsveitin Hunang verður á skemmti-
staðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi.
Hljómsveitin MONO verður á B57 við
Borgarbraut í Borgarnesi.
Gus Gus verður á Hvíta Húsinu við
Hrísmýri á Selfossi. Húsið verður opnað
kl. 23.
➜ Leikrit
18.00 Leikhópurinn Kraðak sýnir
„Let‘s talk local - Reykjavík“ á Rest-
aurant Reykjavík við Vesturgötu 2. Þar
er rakin saga Reykjavíkur frá landnámi til
dagsins í dag. Sýningin fer fram á ensku
og er sýnd alla daga kl. 18.
19.00 Leikhópurinn Munaðarleysingj-
ar sýnir verkið Munaðarlaus eftir Denn-
is Kelly í Norræna Húsinu við Sturlu-
götu 5. Nánari upplýsingar á www.
nordice.is. Ath. nýr sýningartími.
➜ Fyrirlestrar
16.00 Viðar Halldórsson íþrótta-
félagsfr., Róbert Magnússon sjúkraþjálf-
ari og Ólafur Sæmundsson næringar-
fræðingur flytja erindi hjá ÍSÍ Engjavegi
6 (Salur E). Þessi viðburður er í tengsl-
um við Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana.
Nánari upplýsingar á www.rig.is.
Sunnudagur 17. janúar 2010
➜ Tónleikar
17.00 Kjartan Sigurjónsson leikur á
Björgvinsorgel Hjallakirkju við Álfa-
heiði í Kópavogi. Á efnisskránni verða
verk eftir Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson,
Bach, Buxtehude, Mendelssohn, Joonas
Kokkonen og fleiri. Enginn aðgangseyrir.
➜ Leiðsögn
14.00 Í Listasafni Íslands við Fríkirkju-
veg mun Gunnar J. Árnason, listheim-
spekingur vera með leiðsögn um sýn-
inguna Carnegie Art Award 2010 sem
nú stendur þar yfir. Enginn aðgangseyrir
og allir velkomnir.
15.00 Þorri Hrings-
son verður með
listamannaspjall um
sýningu sína sem nú
stendur yfir í Ásmund-
arsal við Listasafn ASÍ
við Freyjugötu 41.
15.00 Þrír af lista-
mönnunum ellefu sem
eiga verk á sýningunni „Ljóslitlífun“ í
Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu,
verða með leiðsögn um sýninguna. Það
eru Guðmundur Thoroddsen, Heimir
Björgúlfsson og Ragnar Jónasson.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
➜ Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
➜ Dansleikir
Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni fer fram að
Stangarhyl 4 kl. 20-23.30. Danshljóm-
sveitin Klassík leikur fyrir dansi. .
➜ Leikrit
20.00 Leikfélag Kópavogs sýnir
frumsamda leiksýningu er ber heitið
Umbúðalaust. Sýningar fara fram í Leik-
húsinu að Funalind 2. Nánari upplýs-
ingar á www.kopleik.is.
➜ Dagskrá
14.00 Tónlistarmennirnir Bára Gríms-
dóttir og Chris Foster leiða dagskrá
undir yfirskriftinni „Syngjum og kveð-
um“ á kaffihúsi Menningarmiðstöðvar-
innar Gerðuberg (Gerðubergi 3-5). Ætl-
unin er að leiða saman söngelskt fólk
af öllum kynslóðum og syngja og kveða
saman. Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Einstakt tækifæri fyrir 12-13 ára unglinga
» VEF TV EM 2010 Í SAMSTARFI VIÐ ICELANDAIR
» SÉRFRÆÐINGAR SPÁ Í SPILIN
» HANDBOLTABLOGG
» BEINAR LÝSINGAR FRÁ LEIKJUM ÍSLANDS
» GETRAUNALEIKUR BETSSON OG VÍSIR.IS
...ég sá það á visir.is
ALLT UM EM 2010
Í HANDBOLTA Á