Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2010, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 16.01.2010, Qupperneq 80
48 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > FRAMLEIÐIR HEIMILDARMYND Leikstjórinn Steven Spielberg ætlar að framleiða heimildarmynd í sam- vinnu við sjónvarpsstöðina Science Channel um endurbyggingu staðar- ins þar sem tvíburaturnarnir hrundu í New York. Myndin verður sýnd í sex hlutum á Discovery-stöðinni á næsta ári. Leikarinn George Clooney hefur umsjón með sjónvarpssöfnun sem verður haldin á MTV-stöðinni næstkomandi föstudag fyrir fórn- arlömb jarðskjálftans á Haítí. Fjöldi stjarna mun í sjónvarps- útsendingunni hvetja almenning til þess að láta fé af hendi rakna til fórnarlambanna. Brad Pitt og Angelina Jolie hafa þegar riðið á vaðið með því að gefa samtökun- um Læknar án landamæra eina milljón dollara til hjálparstarfs. Á meðal annarra sem hafa hvatt fólk til að styðja við bakið á Haítí- búum eru söngvararnir Wyclef Jean og Chris Martin ásamt leik- urunum Ben Stiller og Scarlett Johansson. Stjörnurnar safna á MTV GEORGE CLOONEY Clooney hefur umsjón með sjónvarpssöfnun á MTV fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna á Haítí. Gus Gus heldur sína fyrstu tón- leika á árinu á Selfossi í kvöld. þetta eru fyrstu tónleikar sveit- arinnar á Selfossi á fimmtán ára starfsferli. Tónleikarnir fara fram á skemmtistaðnum Hvíta húsið sem er stærsti skemmti- staður Suðurlands. Húsið opnar kl. 23 og hljómsveitin mun stíga á svið upp úr miðnætti. Gus Gus er að kynna sjöttu plötuna sína, 24/7, en hún hefur fengið góða dóma víðs vegar um heim. Loks á Selfossi DRESSMAN Gus Gus eru alltaf smart. „Hvers vegna skyldu menn ekki geta sungið um það sem skiptir máli þarna líka. Ekki það að ást og hamingja skipti ekki máli,“ segir Sváfnir Sigurðarson. Hann samdi textann við lag hljóm- sveitarinnar Menn ársins, Gefst ekki upp, sem keppir í Eurovision í kvöld. Flest lögin í keppninni fjalla um ást- ina á einn eða annan hátt en lag Manna ársins snýst um kreppuna, þar á meðal búsáhaldabyltinguna, þar sem meðal annars segir: „Að glænýjum sið þá mótmæltum við, stóðum saman við þinghúsið“. Sváfnir segir textann byggðan á reynslu sinni af kreppunni. „Ef menn hafa ekki orðið fyrir áhrifum af and- rúmsloftinu í þjóðfélaginu hljóta þeir að hafa verið sofandi. Þetta er leið til að súmmera það aðeins upp og smá hvatning líka. Það er búið að vera svo rosalega mikið þunglyndi í gangi en við eigum ekkert að gefast upp,“ segir hann. Sváfnir tekur fram að textinn hafi ekki verið saminn sérstaklega fyrir Eurovision. „Við sömdum bara þetta lag og síðan var ákveðið að dúndra því inn í Eurovision. Það var ekki meðvituð ákvörðun að gera Eurovision að pólit- ísku hreyfiafli. En á þeim tímum þegar menn þurfa að þjappa sér saman er þetta kannski rétta lagið.“ Menn ársins tóku þátt í undankeppni Eurovision árið 2007 er þeir flutti lagið If You Were Here eftir Þórarin Freys- son. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu ári síðar og fyrir áhugasama er hægt að hala henni frítt niður á síðunni Bandcamp.com. - fb Krepputexti í stað ástaróðs MENN ÁRSINS Hljómsveitin Menn ársins tekur þátt í undankeppni Eurovision í kvöld. Robert Pattinson úr Twilight- myndunum er talinn líklegast- ur til að taka við af Tobey Mag- uire sem næsti Spider-Man. Fyrir skömmu var tilkynnt að Maguire hefði yfirgefið þennan vinsæla kvikmyndabálk ásamt leikstjóran- um Sam Raimi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fjórða myndin um Spider-Man verður frumsýnd. Söguþráður hennar verður frá- brugðinn því sem verið hefur því hún á að gerast á menntaskólaár- um Péturs Parker. Pattinson líklegastur ROBERT PATTINSON Pattinson er talinn líklegastur sem næsti Spider-Man. Sími 580 4600 - Faxafen 10 - 108 Reykjavík - www.eignir.is Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali Viltu minnka við þig? Við erum með kaupanda að góðu 200-250 fm. einbýlishúsi í Kópavogi eða Garðabæ. Skipti möguleg á notalegu 154 fm. parhúsi á frábærum stað í Kópavogi. Við leitum að raðhúsi, parhúsi eða einbýlishúsi með lágmarki 4 svefnherbergjum í skiptum fyrir 3ja herbergja íbúð í Lindaherfi í Kópavogi. Erum einnig með kaupanda að 2ja og 3ja herbergja íbúðum í hverfi 101 Reykjavík. Allar upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 893 2495, tölvupóstur: adalheidur@eignir.is Gunnar Nelson mætir Bret- anum Sam Elsdon í blönd- uðum bardagaíþróttum í London 13. febrúar. Gunnar undirbýr sig nú að kappi fyrir bardagann, en and- stæðingurinn leitar ráða á spjallborði á Netinu. „Þetta er svolítið spes. Ég er ekki búinn að skoða spjallborðið mikið, en pabbi er búinn að segja mér frá þessu. Það eru misalvarleg ummæli þarna,“ segir Gunnar Nelson. Hinn breski Sam Elsdon þykir ekki eiga góða möguleika á móti Gunnari, sem er talinn mun sig- urstranglegri. Hann leitar því ráða á spjallborði á netinu fyrir bardaga þeirra í London hinn 13. febrúar. Aðspurður segist Gunn- ar ekki leita að leiðum til að sigra andstæðinga sína á spjallborðum og telur að Elsdon þrái athygli. Þrátt fyrir þessar sérstöku þjálf- unaraðferðir, þá vanmetur Gunn- ar ekki Elsdon. „Hann er öflugur. Hann er með 2. dan í júdó og mikla reynslu í muay thai líka. Þannig að hann verður erfiður, það er ekki spurning,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hingað til mætt mönnum í blönduðum bardaga- listum sem eru fyrirfram taldir sigurstranglegri. Þrátt fyrir það er hann ósigraður og nú er hann talinn sigurstranglegri. „Ég reyni að láta það ekki trufla mig. Það er náttúrlega bara bardaginn sem skiptir máli,“ segir Gunnar, sem æfir nú á Íslandi, í fyrsta skipti fyrir bardaga sem þennan. „Það gengur bara vel. Ég þarf að fara út líka en mér finnst ég ná að und- irbúa mig mjög vel núna. Mér líður vel og ég er með gott lið með mér að æfa.“ atlifannar@frettabladid.is Andstæðingurinn leitar ráða gegn Gunnari á Netinu VÍGALEGUR Gunnar heldur til London í febrúar til að berjast við hinn breska Sam Elsdon. Elsdon þessi þykir sterkur, en Gunnar er talinn sigurstranglegri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.