Fréttablaðið - 27.03.2010, Page 42

Fréttablaðið - 27.03.2010, Page 42
4 vín&veisla MARINERING 1 kalkúnn (u.þ.b 4 kg) 2 dl ólífuolía 1 tsk. rósmarín 4 hvítlauksgeirar 1 msk. estragon salt og pipar FYLLING 500 g beikon 500 g sveppir 1 stk. sellerí- stöngull 2 stk. gulir laukar 6 stk. hvít- lauksgeirar 1 búnt stein- selja 400 g smjör ¼ 1 rjómi 1 stk. franskbrauð Kryddið marið í mortéli og blandað við olíuna. Nuddað vel inn í fuglinn og látið standa í um það bil 1 sólarhring. Fylling: Saxið sveppi, lauk, hvítlauk og sellerí og steikið á pönnu ásamt beikoninu. Smjörið sett út í og látið bráðna. Rjóma bætt út á pönnuna ásamt rifnu brauði og steinselju. Fyllingin sett að hluta til í gegnum háls- opið og því lokað. Restin sett í fuglinn og lokað fyrir. Steikið fuglinn í ofni í um 2½ klukkustund við 80° C hita undir viskustykki vættu í smjöri. Þá er hitinn hækkaður í 100° C. Eldunartími er um það bil 40-50 mínútur á kíló. Berið fram með sætkartöflu- stöppu og öðru tilheyrandi. CASILLERO DEL DIABLO CHARDONNAY Frábært hvítvín frá Chile sem hentar með fjölbreyttum mat og algjör snilld með kalkúni. Ávaxtaríkt, mjúkt en töluvert kraftmikið vín sem enginn verður svikinn af. Verð í Vínbúðinni: 1.899. Kalkúnn fyrir 8 Í STÓRVEISLUNA Kalkúnn hentar vel þegar von er á mörgum góðum gestum. 1 stk. hamborgarhryggur 2 l vatn 2 dl rauðvín 1 stk. laukur 5 stk. negulnaglar HUNANGSGLJÁI 2 msk. sætt sinnep 2 msk. hunang 2 msk. púðursykur 2 msk. rauðvín 1½ dl möndluflögur Setjið kjötið í pott með köldu vatni. Látið suðuna koma upp og skiptið um vatn, en það kemur í veg fyrir að kjötið verði of salt. Sjóðið hamborgarhrygg- inn í vatni ásamt víni, lauk og negulnöglum í 30-40 mínútur. Takið hann úr soðinu og látið kólna. Setjið hrygginn í ofnskúffu og snúið beininu niður. Hrærið saman sinnepi, hunangi, púðursykri og rauðvíni og smyrjið því vandlega á hrygginn. Dreifið möndluflögum yfir og brúnið í ofni við 180° C í 15-20 mínútur. Berið fram með rauðvínssósu og brúnuðum kartöflum. TOMMASI ROMEO - Gyllta glasið 2009 Fékk Gyllta glasið 2009 og skal engan undra – frábært vín sem hentar vel með léttum mat en er einnig frábært eitt og sér. Verð í Vínbúðinni: 1.899. Hamborgarhryggur með hunangsgljáa fyrir 6 4 HÁTÍÐARRÉTTIR Í GRILLVEISLUNA Kótiletturnar eru eldaðar í heimalagaðri grillsósu. SPARILEGUR Möndluflögurnar gefa hátíðlegt yfirbragð. NORDICPHOTOSGETTYIMAGES 1 kg svínakótilettur 300 g Tilda-hrísgrjón salt og pipar 1 vínberjaklasi 1 stk. snittu- brauð GRILLSÓSA 3 dl tómatsósa 1 dl matarolía 1 dl sojasósa 2 dl rifsberjahlaup 2 tsk. rauð papríka, smátt söskuð 4 stk. hvítlauksgeirar, smátt saxaðir Hrísgrjónin eru soðin í léttsöltu vatni. Hráefnið í sósuna er hrært saman. Kjötið er kryddað, penslað og grillað við háan hita í 5 mínútur á hvorri hlið. Síðan sett í álform og sós- unni hellt yfir og lokað með álpappír. Látið bakast á grillinu í 15 mínútur. MEÐLÆTI Soðin hrísgrjón, snittubrauð og vínber. Heimild: Grillbók Hagkaupa RAIMAT ABADIA Skemmtilega kraftmikið og öflugt vín sem kemur frá Spáni. Svínvirkar með svínakjöti ásamt öðru kjötmeti sem fer á grillið. Verð í Vínbúðinni: 2.099. Grillbakaðar svínakótilettur með grillsósu fyrir 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.