Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2010, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 29.05.2010, Qupperneq 69
5vín&veisla 1,5 kg svínarif salt og nýmalaður pipar 2 ½ msk rifinn engifer 3 hvítlauksrif, pressuð 4 msk sojasósa 4 msk þurrt sérrí 4 msk Hoisin-sósa 4 msk tómatþykkni 2 msk púðursykur 1 tsk múskat 1/2 tsk kanill 1 1/2 msk sesamfræ Hitið ofninn í 140 C. Raðið svínarifum í eldfast mót, kryddið með salti og pipar og bakið í 1 ½ klukkustund. Blandið saman afganginum af hrá- efninu í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og penslið rifin með sósunni. Hækkið ofnhitann í 180 C og bakið áfram í 25-30 mínútur. Einnig er hægt að grilla rifin, þá eru þau grilluð á meðalheitu grilli í 15 mín- útur á hvorri hlið. Stráið sesamfræum yfir rifin áður en þau eru borin fram. GRÁÐOSTASÓSA 1 dós 10% sýrður rjómi 100 g gráðostur salt og nýmalaður pipar Hrærið öllu vel saman og berið fram með svínarifj- unum. Það sem er langbest í gogginn við svona tilefni, hvort sem þau heita Eurovision-kvöld, kosninganótt og ég tala nú ekki um heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, eru kjúklingavængir í ofni,“ segir Dagur B. Eggertsson, læknir og efsti maður á lista Samfylk- ingarinnar í borginni. Hann gefur okkur fúslega leiðbeiningar um matreiðsluna og tekur fram að ekki sé um flókna hluti að ræða. „Maður byrjar á að taka plastpoka og setja í hann eina og hálfa matskeið af hveiti, þó nokkurn slatta af pipar og aðeins meira salt en maður heldur. Svo skolar maður af kjúklingavængjunum, þerrar þá vel með pappír og setur þá ofan í pokann, lokar honum og hristir þannig að hveitið með kryddinu dreifist jafnt og festist utan á bitun- um. Smellir þeim svo á plötu og inn í ofn og hefur þá þar þangað til þeir eru orðnir fallega brúnir,“ lýsir Dagur og telur ráðlegt að snúa öllum bitunum einu sinni meðan á steikingunni stendur. „Kjúklingavængir eru einhver ódýrasti lúxus sem hægt er að leyfa sér og ómetanlegur kostur á sumarkvöldum,“ heldur Dagur áfram og bendir á að með afslætti kosti tíu vængir svona tvö hundr- uð og fimmtíu kall og hveiti, pipar og salt sé ekkert til að hafa áhyggjur af. „Svo er eldamennskan á allra færi og ég skora á fólk að nota þunnu pokana utan af ávöxtunum fyrir kryddunina, þá fá þeir svolítið framhaldslíf,“ segir hann og bætir við glaðlega: „Allir sem reyna þennan skyndibita munu ánetjast, þannig að á endanum verð ég líklega gerður að heiðursfélaga í sölusamtökum kjúklinga- framleiðenda!“ Ódýrasti lúxus sem hægt er að leyfa sér ÓDÝRT OG FLJÓTLEGT Dagur eldhress í eldhúsinu tilbúinn með goggmáltíð á kosninganótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN dvitanna í Reykjavík Ég geri ömmu Lillu-réttinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, inntur eftir auðveldum rétti á kosningakvöldi. „Það er uppáhaldsréttur strákanna minna og er ótrúlega einfaldur.“ Uppskriftin er fengin frá Bóthildi, mömmu Einars, sem kölluð er Lilla. „Hún eldaði þetta fyrir strákana þannig að þeir kalla þetta ömmu Lillu-réttinn. Þetta er mjög vinsælt hérna á heimilinu.“ Einar segist vanalega elda mjög mikið en býst ekki við að tími vinnist til að gera ömmu Lillu-réttinn í kvöld þótt hann sé fljót- legur en Einar hyggst eyða kvöldinu á kosn- ingavöku Framsóknarflokksins. „Ég verð nú bara þar að mestu leyti.“ En ætlar Einar að kíkja eitthvað á Euro- vision? „Já, örugglega, svona með öðru aug- anu. Við erum líka með Eurovision-sérfræð- ing á listanum hjá okkur. Hann Reyni Þór Eggertsson,“ segir Einar en þeir voru ein- mitt saman að gefa fólki framsóknarkaffi þegar náðist í hann. „Ég held að hann passi það að við fylgjumst vel með Eurovision.“ Uppáhaldsréttur strákanna minna GÓÐUR Ömmu Lillu-rétturinn er vinsæll á heimili Einars. ömmu Lillu-rétturinn Hæfilega mikið af makkarónum 1 dós maísbaunir 1 Medisterpylsa Fullt af osti Sjóðið makkarónurnar í saltvatni. Skerið medisterpylsuna í bita og steikið. Blandið makkarónunum, medisterpylsunum og maís- baununum saman. Setjið ost yfir. Stingið inn í ofn þar til osturinn er bráðinn. FR É TTA B LA Ð IÐ /G VA Einar hefur skipt medisterpylsunni út fyrir vínarpylsu eða hakk. Mér finnst ótrúlega gaman að halda veislur og geri það af tiltölulega litlu tilefni. Þó hefur það aðeins elst af mér, ég hef svolitlar áhyggjur af því,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, á léttu nótunum. „Einu sinni hitti þrítugsafmælið mitt á sama dag og Euro- vision-keppnin og þá bakaði ég fimm brauð sem mynduðu nafnið JÓNSI en það var árið sem Jónsi í Svörtum fötum keppti.“ Innt eftir því hvernig hún muni eyða kvöldinu og hvað verði á borðum segir Sóley mat ekki ofarlega í huga sér enda verði hún á þönum. „Í kosningabaráttu hugsar maður lítið um hvað maður lætur ofan í sig, þá sjaldan maður fær að borða. Í kvöld mun ég því sennilega bara borða það sem hendi er næst. En dagurinn verður skemmtilegur. Ég mun fá mér tertukaffi með mínu fólki hér á kosningaskrifstofunni en ég mæli frekar með því að fólk hafi það skemmtilegt á kosn- ingavökunni og borði bara eitthvað hollt og gott.“ Fljótlegt og hollt HOLLIR Sóley Tómasdóttir, frambjóðandi VG, grípur kannski í þurrkaða ávexti í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er nú afar ólíklegt að ég nái því að steikja rifin í kvöld, en þessi réttur er eftir uppskrift frá Friðriku Hjördísi Geirs- dóttur og hefur slegið í gegn hjá okkur. Út- koman var alveg ný fyrir okkar bragðlauka og við látum fagnaðarerindið út ganga,“ segir Hanna Birna þar sem hún leggur lokahönd á súrsæt svínarif fyrir landsmenn að prófa á þessum mikla hátíðisdegi. „Þetta er hæfi- lega mikið og passar vel á svona kvöldi; létt en samt með góðri fyllingu.“ Í aðdraganda kosninga hefur borgarstjóri látið í minni pokann fyrir sínum ektamanni í eldhúsinu heima. „Ég er afar áhugasöm um mat og matargerð en undanfarið hefur elda- mennskan verið í höndum eiginmannsins. Hann er hrikalega góður kokkur og betri en ég að því leyti að ég er tiltölulega föst í bók- stafnum og fylgi uppskriftum eftir í þaula meðan hann hefur þetta í puttunum og galdr- ar fram kræsingar eftir blæbrigðum skaps og tilfinninga.“ Hanna Birna segir hefðbundið Eurovision- kvöld vera með fjölskyldu og vinum yfir söngvakeppninni þar sem allir leggja eitt- hvað í púkk og elda saman. „En í kvöld verð ég uppteknari af öðrum kosningum þótt ég muni auðvitað horfa á Heru og styðja hana heilshugar alla leið.“ - þlg Boðar fagnaðarerindi svínarifjanna GÓÐ FYLLING Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í blómlegum garðinum heima með nýgrilluð svínarif með sesamfræjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég mun bjóða mínu fólki sem verður heima hjá okkur hjónum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld upp á hjónabandssælu. Við munum gæða okkur á ljúffengum kaffi- sopa með henni og jafnvel horfa á gamlan Matlock þátt af myndbandssnældu. Hjónabands-sæla 500 g spelt 500 g lífrænir hafrar 500 g púðursykur 500 g smjör 1 og 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt Þurrefnum blandað saman og smjör brætt. Smjörinu hellt saman við og öllu bland- að saman, helmingur af þessu sett í stóra ofnskúffu, og þrýst niður, rabbarbarasulta sett ofan á og restinni af blöndunni stráð yfir, bakað í 40 mín. á 180 gráðum. Sæla í Vesturbæ Súrsæt svínarif með gráðostasósu SÁTTUR Jón Gnarr gæðir sér á ljúffengri kökunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.