Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 4
4 30. september 2010 FIMMTUDAGUR KAUPMANNAHÖFN Viðhorf Dana gegn íslam hefur lítið breyst eftir skopmynda- málið. NORDICPHOTOS/AFP KAUPMANNAHÖFN Fimmti hver Dani segist hafa orðið neikvæð- ari gagnvart íslam eftir hin harkalegu viðbrögð við birtingu skopmynda af Múhameð í Jót- landspóstinum fyrir réttum fimm árum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Ritzau-frétta- veituna þar í landi. Eitt prósent segist jákvæðara gagnvart íslam eftir skopmynda- málið, en 76 prósent segja viðhorf sitt ekki hafa breyst. Sagnfræðingur sem Ritzau ræddi við sagðist ekki viss um að skopmyndamálið hefði eitt og sér þessi áhrif. Umræðunni í Dan- mörku hafi verið stýrt af ýmsum öflum þar í landi og skopmynda- málið mögulega notað sem eftirá- skýring. -þj Fimm ár frá skopmyndamáli: Danir neikvæð- ari gegn íslam Sparkaði og klóraði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu hefur ákært konu fyrir að ráðast á aðra konu á skemmtistað í Hafnar- firði, hrinda henni niður stiga, sparka í hana og klóra í andlit og auga. Fórn- arlambið krefst rúmlega 500 þúsunda króna í miskabætur. LÖGREGLUMÁL Sparkaði í lögreglumann Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir að sparka fyrr á árinu í brjóstkassa lögreglumanns við skemmtistað í Grindavík. Lögreglu- maðurinn var þar við skyldustörf. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 29.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,8996 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,28 113,82 179,04 179,92 154,15 155,01 20,684 20,806 19,353 19,467 16,845 16,943 1,3532 1,3612 175,80 176,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGREGLUMÁL Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunað- ur um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Rannsókn lögreglu bein- ist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði sam- hliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karl- manna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins fundust fíkniefnin og fjár- munirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og hand- tökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, pen- ingaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyj- unni Margarita, þegar hann ætl- aði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjöl- miðlar þar í landi sögðu frá hand- töku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvik- Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út Maðurinn sem handtekinn var í Venesúela í vikunni er talinn hafa fengið í hendur þær 270 milljónir sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu sem kom upp fyrir skömmu. Maðurinn er talinn vera höfuðpaurinn. GÆSLUVARÐHALD Einn af fimm manns sem voru leiddir fyrir dómara í gær vegna kröfu lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu um framlengingu á gæsluvarðhaldi. FRETTABLADID/VALLI OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 890kr. BÁTUR, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA BÁTUR MÁNAÐARINS O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i PI PA R\ TB W A S ÍA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 15° 12° 13° 16° 16° 13° 13° 24° 17° 28° 26° 31° 12° 18° 17° 13°Á MORGUN 10-20 m/s sunnan til, annars hægari. LAUGARDAGUR Víða stíf austanátt, hvassast syðst. 10 10 10 6 11 11 12 12 12 11 12 13 9 10 8 7 6 8 9 12 6 8 10 10 9 14 12 10 10 11 12 13 HELLIDEMBUR Það verður áfram vætusamt sunnan- og suðaustanlands og horfur á hvassri austanátt við suð- austurströndina á morgun og hinn. Norðan til verður veður öllu skárra en þar verður yfi r- leitt úrkomulítið og vindur heldur hæg- ari en syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steingríms, segir að skjólstæðingur hans vísi á bug öllum ásökunum sem á hann eru bornar. Hann hafi verið í Þýskalandi í viðskipta- ferð og farið þaðan til Venesúela í frí. Hann hafni því alfarið að tengjast skattsvikamálinu hér heima. Vilhjálmur segir Steingrím hafa reynt að semja um það við lögregluna hér á landi að handtökuskipun á hendur honum yrði aflétt, svo hann kæmist rakleiðis til Íslands. Hann hafi verið á leið heim frá Venesúela í gegnum Þýskaland þegar hann var handtekinn á flugvellinum, en nú sé alls óvíst hversu langan tíma það taki að fá hann framseldan til Íslands. Hafnar öllum ásökunum ALÞINGI Kostnaður við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni á vegum ráðuneyta á tímabilinu maí 2007 til maí 2010 nam rúmum 3,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar Sjálfstæðis- flokki. Óli er varaþingmaður og sat á þingi í sumar. Óli vildi líka vita um umfang aðkeyptrar þjón- ustu af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum og kennurum háskólanna. Sú fjárhæð nam rúmum 133 milljónum. Þar vegur hlutur forsætisráðuneytisins þyngst; það keypti þjónustu af háskólafólki fyrir rúmar 37 milljónir. Stærstu einstöku þjónustukaup- in, 30 milljónir, eru vegna rannsóknar á efnhagslíf- inu sem Rannsóknarþjónusta Háskólans í Reykja- vík hefur unnið. - bþs Ráðuneytin keyptu þjónustu og ráðgjöf fyrir 3,4 milljarða á þriggja ára tímabili: Mest fór til mennta- og menningarmála in fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslun- ar. Smári Sigurðsson hjá alþjóða- deild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseld- an frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæslu- varðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. októb- er í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskatt- stjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is M YN D /L Ö G R EG LA N Í VE N ES Ú EL A Í HÖNDUM LÖGREGLU Steingrímur handtekinn í Venesúela. Aðkeypt þjónusta og ráðgjöf ráðuneyta Á tímabilinu maí 2007 til maí 2010 Forsætisráðuneytið 534.840.134* Dómsmála- og mannréttindar. 213.459.966 Efnahags- og viðskiptar. 92.065.554 Félags- og tryggingamálar. 114.593.804 Fjármálaráðuneytið 599.769.922 Heilbrigðisráðuneytið 567.641.811 Iðnaðarráðuneytið 38.773.130 Mennta- og menningarmálar. 938.210.763 Samgöngu- og sveitarstjórnar. 130.263.735 Sjávarútvegs- og landbúnaðar. 66.781.314 Umhverfisráðuneytið 27.627.934 Utanríkisráðuneytið 82.072.907 Samtals 3.406.100.974 *Í tilviki forsætisráðuneytisins eru tæpar 310 milljónir sameiginlegur kostnaður ráðuneytanna í tengslum við efnahags- og bankahrunið 2008.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.