Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 16
16 30. september 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvaða afleiðingar hafa samþykktir Alþingis á þriðjudag? Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis var samþykkt í þing- inu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmenn- irnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða lög- gjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlun- arverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagrein- um eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármála- markaði. Níu tilgreind lög ber að endur- skoða samkvæmt ákvörðun þings- ins og stjórnarskrána og heildar- löggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði tekn- ir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórn- málamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með mark- vissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórn- málamenningin hefur verið gagn- rýnd um árabil án þess að stjórn- málamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmála- menningin hafi breyst frá hrun- inu. „Þetta gerist ekki í einni svip- an og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er,“ segir Lilja Rafn- ey Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnslu- ferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning laga- breytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012. Þingið gefur sér tvö ár til lagaúrbóta 1. Stjórnarskráin. 2. Lög um þingsköp Alþingis. 3. Lög um ráðherraábyrgð og landsdóm. 4. Lög um stjórnarráðið, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. 5. Löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. 6. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 7. Löggjöf um eftirlit með fjármálastarfsemi á vettvangi Seðlabanka, FME og annarra eftirlitsaðila. Tiltæk verði viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli. 8. Löggjöf um háskóla og fjölmiðla. 9. Löggjöf um reikningsskil og bókhald. 10. Lög um endurskoðendur. 11. Stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá. 12. Aðra löggjöf sem nauðsynlegt er að endurskoða með hliðsjón af tillögum þingmannanefndarinnar. Lögin sem þingið ákvað að endurskoða PÓLITÍSKA ELÍTAN Þingmenn allir fylgdust spenntir með atkvæðagreiðslunni um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum í fyrradag, skráðu hjá sér hvernig atkvæði féllu og sumir slógu á taugaveiklun- ina með því að pára myndir á blað. Skoðun Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Hreyfingarinnar, á þeim sem voru henni ósammála var ljós: Hún hafði merkt þá sem ekki vildu ákæra með orðunum „Pólitíska elítan“. Atkvæðagreiðslan mun draga dilk á eftir sér: Aukin harka í pólitíkinni Í kortunum er stormasamur vetur í stjórnmálunum. Sjálfstæðis- flokkurinn mun veita ríkisstjórn- inni óvægna stjórnarandstöðu og samstarf stjórnarflokkanna verður stirt. Þetta er samandregin niður- staða eftir samtöl við þingmenn í gær. Hafi einhver vonast til að skýrsla þingmannanefndarinn- ar, undir formennsku Atla Gísla- sonar, myndi marka upphaf nýrra og faglegri vinnubragða á Alþingi urðu þær vonir að engu við atkvæðagreiðslurnar um lands- dómsákærurnar. Þannig er í það minnsta útlitið í dag. Sjálfstæðismenn eru æfir út í Samfylkinguna fyrir að stuðla að ákæru á hendur Geir H. Haarde en koma í veg fyrir að Samfylk- ingarráðherrarnir fyrrverandi hlytu sömu örlög. Í röðum sjálf- stæðismanna leikur ekki vafi á að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Ástandið milli Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinn- ar var ekki of gott fyrir. Mörg- um sjálfstæðismönnum eru enn í fersku minni stjórnarslitin – svikin, eins og þeir kalla það – í janúar á síðasta ári. Sjálfstæðismenn eru líka reið- ir þeim framsóknar- þingmönnum sem vildu ákæra. Eink- um Siv Friðleifsdótt- ur sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn Geirs Haarde. En sjálfstæðis- menn eru ekki þeir einu sem eru reiðir. Innan VG er gremja í garð samstarfsflokksins. Þar á bæ spyrja menn sig hvernig í ósköp- unum helft Samfylkingarinnar gat komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra nokkurn einasta mann. Þeir sem þannig spyrja svara sjálfir: Samfylking- in hafði ekki dug í sér til að fara gegn eigin flokksmönnum. Sumir þingmenn VG líta einnig svo á að þeir Samfylkingarmenn sem voru andvígir landsdómsákær- um hafi með atkvæðum sínum lýst yfir vantrausti á störf þing- mannanefndarinnar og einkum Atla Gíslasonar. Er hermt að það muni líða seint úr minni. Ekki þarf að tíunda þau mörgu vandasömu verkefni sem bíða stjórnmálamanna í vetur. Vonir um góða samvinnu virðast runnar út í sandinn. Í bili í það minnsta. Leiða má líkur að því að margum- rædd endurreisn sam- félagsins tefjist enn frekar en orðið er. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.