Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 18

Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 18
18 30. september 2010 FIMMTUDAGUR LANDSDÓMUR: Hvað er Geir H. Haarde sakaður um fyrir landsdómi? Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is átt sér stað á tímabilinu frá febrú- ar fram í byrjun október 2008. Í lögum um ráðherraábyrgð segir meðal annars að ráðherra verði fundinn sekur hafi hann gert eitthvað sem stofni heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þó slík fram- kvæmd sé ekki sérstaklega bönnuð með lögum, sem og ef hann lætur fyrir farast að gera það sem hefði getað afstýrt slíkri hættu. Þá telur meirihluti Alþingis að með því að halda ekki ráðherra- fundi um yfirvofandi háska hafi Geir brotið gegn ákvæði stjórnar- skrár. Viðurlög við brotum á þessum lagagreinum geta verið sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Til vara telur meirihluti Alþing- is að meint brot varði við ákvæði almennra hegningarlaga. Þar segir að gerist opinber starfsmað- ur sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu skuli hann sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þingmannanefndin sendi Geir H. Haarde bréf þar sem honum var gefinn kostur á að koma sínum sjón- armiðum vegna niðurstöðu rann- sóknarnefndar Alþingis á fram- færi. Geir fékk ekki tækifæri til að bregðast við ásökunum sem fram komu í skýrslu þingmannanefndar- innar sjálfrar áður en skýrslan var gerð opinber. Almennt segir Geir að í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sé ítrek- að vitnað til athafnaleysis í umfjöll- un um meinta vanrækslu hans og annarra. Samkvæmt lögum um ráð- herraábyrgð komi refsiábyrgð ráð- herra aðeins til álita hafi hann látið fyrir farast að framkvæma tiltekna athöfn sem hafi að sönnu getað afstýrt fyrirsjáanlegri hættu. Geir segir að ekki verði séð hverjar þær athafnir hafi átt að vera. Enn í dag greini menn á um hvernig afstýra hefði mátt hruni bankanna. Í besta falli megi halda því fram að margir samverkandi þættir hefðu þurft að koma til, og fæstir þeirra hafi verið á færi stjórnvalda. Brot gegn lögum um ráðherra- ábyrgð fyrnast þegar þrjú ár eru liðin frá þeim degi sem refsiverður verknaður átti sér stað. Brot gegn hegningarlögum fyrnast á tveimur árum, liggi ekki þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Af þessum orsökum kannaði ráð- herranefndin ekki mögulega ábyrgð annarra fyrrverandi ráðherra en þeirra sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Möguleg sök þeirra ráð- herra sem ábyrgð báru fyrir þann tíma, til dæmis Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er fyrnd samkvæmt lögum. Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, er borinn þungum sökum af meirihluta Alþingis. Hann hefur ekki fengið tækifæri til að bregðast sérstaklega við þeim ásökunum, en svaraði þó sambærilegum ásökunum Rannsóknar- nefndar Alþingis. Alþingi ákvað á þriðjudag að höfða mál á hendur Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra fyrir að hafa af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi brotið lög um ráðherra- ábyrgð. Meint brot eru sögð hafa Sagður hafa stofnað heill ríkisins í hættu Sex kæruatriði meirihluta Alþingis og svör Geirs H. Haarde við ásökunum í rannsóknarskýrslunni Alþingi ákvað á þriðjudag að höfða mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir að hafa af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi brotið lög um ráðherraábyrgð. Meint brot eru sögð hafa átt sér stað frá febrúar fram í byrjun október 2008. Hér má sjá þau meintu brot sem Geir er sakaður um, sem og svör hans til þingmannanefndarinnar við sambærilegum efnisatriðum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á skyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Meirihluti Alþingis telur að honum hafi verið, eða hafi mátt vera, kunn- ugt um þessa hættu, og að hann hefði getað brugð- ist við henni. Það hafi hann til dæmis getað gert með því að beita sér fyrir því að gripið yrði til aðgerða, til dæmis með því að setja lög eða taka aðrar ákvarðanir til að afstýra fyrirsjáanlegri hættu. Geir segir í svari sínu að það sé í hæsta máta ómaklegt að láta í veðri vaka að ríkisstjórnin og hann sérstaklega hafi setið með hendur í skauti og ekki sinnt viðvör- unum í aðdraganda hrunsins. Hann segir stjórnvöld hafa unnið markvisst að fjölmörgum verkefnum vegna ástandsins. Verkefnin hafi meðal annars verið að byggja upp traust með því að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, flytja starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi úr útibúum í dótturfélag, fá bankana til að draga úr umsvifum sínum. Þá hafi verið unnið að því að tryggja Íslandi aðild að evrópskri samvinnu um fjármálastöðugleika og bæta upplýsingamiðlun gagnvart áhrifamiklum fjölmiðlum. Aðgerðir stjórnvalda á þessum tíma gátu ekki afstýrt hruninu, segir Geir, enda orsaka þess fyrst og fremst að leita í háttsemi stjórnenda bankanna sjálfra, sem hafi grafið undan sér með áhættusækinni, óábyrgri og ef til vill ólöglegri starfsemi. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Geir er sakaður um að hafa látið undir höfuð leggjast að láta vinna heildstæða greiningu á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. Geir er sagður hafa vanrækt að hafa frumkvæði að aðgerðum ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Það hefði mátt gera með því að beita sér fyrir því að efnahagsreikningur bankanna minnkaði, eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Geir er gefið að sök að hafa ekki fylgt því eftir að Icesave-reikningar Landsbankans væru færðir yfir í breskt dótturfélag. Geir er sagður hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika, sem stofnaður var árið 2006, væru markviss og skiluðu árangri. Geir er sakaður um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um yfirvofandi háska. Geir segir að aldrei hafi verið rætt í sín eyru að láta vinna slíka greiningu. Upplýsingar hafi þó legið fyrir, til dæmis í efnahagsreikningum bankanna. Áhættumat hafi þurft að taka með í reikninginn verð á eignasafni bankanna, sem hafi sveiflast eftir aðstæðum. Engin leið hafi verið að átta sig á stöðu þess. Geir segir einnig að hvað sem slíku mati líði hefði það engin áhrif haft til að koma í veg fyrir hrun bankanna. Það var skýrt markmið stjórnvalda að draga úr stærð bankanna, þó þau hefðu ekki mörg tæki til að beita sér, segir Geir. Hann segir að það hafi verið talin besta leiðin að hafa samstarf við bankana. Hann segir að hefðu stjórnvöld sett lög til að takmarka stærð bankanna hefðu verið miklar líkur á að það hefði sett bankana á hliðina fyrr en ella. Erfiðleikar bankanna hafi verið taldir tímabundnir og því á engan hátt fýsilegt að setja slík lög. Ekki hafi legið fyrir hvernig fjárhagur bankanna hafi verið veiktur innan frá. Staðhæfing um að forsætisráðherra hafi gerst sekur um vanrækslu með því að grípa ekki fram fyrir hendur viðskiptaráðherra, og undirstofnunar hans Fjármálaeftirlitsins, missir algerlega marks, segir Geir. Hann hafi treyst því að unnið væri af fullum krafti að þessu máli og fylgst með framgangi þess eftir föngum. Ekki sé við neinn aðila í íslenska stjórnkerfinu að sakast að ekki hafi unnist tími til að koma Icesave-reikningunum yfir í dótturfélög. Geir segir gagnrýni á að starfshópurinn hafi ekki fengið nægilega skýra pólitíska leiðsögn réttmæta. Afar ólíklegt sé þó að bankahrunið hefði komið fram með öðrum hætti hefði hann haft meiri afskipti af starfsemi hópsins. Mestu skipti að þær stofn- anir sem komið hafi að honum hafi haft með sér innbyrðis samstarf, hvort sem það var á vettvangi hópsins eða ekki. Geir svarar þessari ásökun ekki, enda er hana ekki að finna í skýrsku rann- sóknarnefndar Alþingis. Því gat Geir ekki vitað að til stæði að saka hann um þetta, og fékk þar af leiðandi ekki tækifæri til að bregðast við ásökuninni. Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast Eftirtaldir eiga sæti í landsdómi Alþingi kýs átta menn í landsdóm á fimm ára fresti. Síðast var kosið 2005. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Linda Rós Michaelsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Hlöðver Kjartansson Fannar Jónasson Dögg Pálsdóttir Brynhildur Flóvenz Fimm hæstaréttardómarar með lengstan starfsaldur Gunnlaugur Claessen Markús Sigurbjörnsson Ingibjörg Benediktsdóttir Garðar Gíslason Árni Kolbeinsson Björg Thorarensen Helgi I. Jónsson Dómstjórinn í Reykjavík Fimm hæstaréttardómarar sem setið hafa lengst eiga sæti í lands- dómi. Forseti hæstaréttar er alltaf forseti landsdóms. Alþingi kýs átta menn í landsdóm á fimm ára fresti. Síðast var kosið 2004. Dómstjórinn í Reykjavík situr einnig í dómnum sem og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Þar stendur valið á milli Bjargar Thorarensen og Eiríks Tómassonar. Björg og Markús Sigur- björnsson geta ekki setið saman í dómnum þar sem þau eru hjón. Eiríkur Tómasson Prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands eða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.