Fréttablaðið - 30.09.2010, Page 26
26 30. september 2010 FIMMTUDAGUR
Á síðustu tíu árum hefur umfang álbræðslu hérlendis aukist úr
250 þús. tonnum í 800 þús. tonn.
Á teikniborðinu eru áform um að
auka það í rúmlega 1.800 þús. tonn.
Ef af verður hefur atvinnustefna
á Íslandi verið ákveðin til a.m.k.
næstu tíu ára. Þá yrði Ísland eitt
skuldsettasta þjóðríki heims um
fyrirsjáanlega framtíð, útflutn-
ingur einhæfari með tilheyrandi
hagsveiflum og þjóðin háð und-
anþágum á losunarkvóta gróður-
húsaloftegunda í stað þess að geta
státað af afgerandi forskoti í sjálf-
bærni á heimsvísu.
Þessi grein er önnur grein okkar
af þremur um tengsl atvinnustefnu
og nýsköpunar á Íslandi. Fyrsta
greinin fjallaði um sjávarútveg,
þessi fjallar um orkuframleiðslu
og stjóriðju og síðasta greinin um
tækifæri til nýsköpun við núver-
andi aðstæður. Markmið okkar er
að benda á þá þversögn sem felst í
áherslum á aukna auðlindanýtingu
meðan tækifæri til alþjóðlegrar
nýsköpunar blasa við.
Árið 2008 var útflutningur áls
verðmætari í krónum talið en
útflutningur sjávarfangs. Sú stað-
reynd markar á vissan hátt tíma-
mót í ljósi þeirra markmiða sem
sett voru upp úr miðri síðustu öld
þegar ákvörðun var tekin um að
hagnýta vatnsorku í miklum mæli;
draga úr einhæfni útlutnings; efla
iðnað með því að vinna úr álinu
hérlendis og færa atvinnulíf í átt
til þess sem þekktist í nágranna-
löndunum og verða iðnríki. Frek-
ari uppbygging stóriðju gengur
þvert á þessi markmið. Hún bind-
ur meginhluta þeirrar orku sem
telst hagkvæmt að nýta, ef tekið
er mið af núverandi tækniþekk-
ingu, við eina atvinnugrein. Verk-
takastarfsemi og þjónustuverk-
efni henni tengd, s.s. umboðssala
á byggingarefni og verkfærum,
verður þungamiðja atvinnuþróun-
ar hérlendis. Verst er þó að þessi
uppbygging dregur úr möguleik-
um til nýsköpunar sem eru nær-
tækir hér og nú, en þau ruðningsá-
hrif er erfitt að mæla í tölum.
Álverið í Straumsvík var framfara-
skref á sínum tíma …
Smíði Búrfellsvirkjunar og álvers-
ins í Straumsvík var ótvírætt fram-
faraskref á sínum tíma, jók á tækni-
þekkingu og verkfærni landsmanna
og dró tímabundið úr atvinnuleysi
sem hafði myndast þegar síldar-
stofninn hrundi. Fiskur hafði verið
um og yfir 90% af útflutningsverð-
mætum þjóðarinnar en með til-
komu áls og síðar járnblendis varð
hlutur fisksins í kringum 80%.
Væntingar um uppbyggingu iðn-
aðar og nýsköpun í tengslum við til-
komu stóriðjunnar hafa ekki ræst.
Þrátt fyrir að álbræðsla sé leið til
að breyta hráefni í markaðsvöru
með fjölþætta notkun og að álverið
í Straumsvík framleiði vörur með
marga mismunandi eiginleika þá
hafa afurðir álveranna ekki nýst
af neinu ráði til iðnaðar hérlend-
is. Auk þess hefur atvinnustarf-
semi tengd rekstri álveranna verið
hverfandi og þá í flestum tilfellum
aðeins með óbeinum hætti.
Núverandi uppbygging áliðnaðar
á Íslandi kemur til ekki síst vegna
aukins áhuga álfyrirtækja á nýt-
ingu endurnýjanlegrar orku og því
svigrúmi sem Íslendingar hafa til
losunar á gróðurhúsalofttegund-
um. Ísland hefur nokkra sérstöðu
meðal annarra þjóða þegar kemur
að orkuframleiðslu. Nánast öll orka
sem framleidd er hérlendis er end-
urnýjanleg. Til samanburðar má
benda á að sambærileg tala fyrir
Bandaríkin er 7% og 17% fyrir
Evrópusambandið. Hins vegar losa
álver talsvert af gróðurhúsaloft-
tegundum og ef miðað er við losun
gróðurhúsalofttegunda þá stefnum
við hraðbyri í hóp mestu umhverf-
issóða heims og fari fram sem horf-
ir þá verður þjóðin ósigrandi á því
sviði. Framleiðslan er vistvæn en
notkunin mengandi.
… en núverandi áform um stóriðju
færa okkur nokkur skref til baka
Atvinnustefna sem byggir á
orkuframleiðslu til stóriðju er
illskiljanleg. Varla er það aukin
fjölbreytni atvinnulífsins né
jafnvægi í byggð landsins sem
er þar að baki. Ef áformin ganga
eftir mun álbræðslan taka við af
sjávarútvegi sem sveifluvald-
ur í íslensku efnahagslífi. Flest
álverin verða staðsett á suð-
vesturhorni landsins þar sem
yfir 80% þjóðarinnar býr. Hag-
kvæmni orkuframleiðslunnar er
vafasöm. Fjölgun starfa er létt-
væg bæði vegna þess að störfin
eru fá eftir að rekstur hefst og
þeir sem vinna við framkvæmdir
eru að uppistöðu til illa launaðir
farandverkamenn. Í dag eru störf
í álverum minna en 1% af störf-
um á vinnumarkaði.
Upphaflegur ásetningur stjórn-
valda hefur í fyllsta máta snúist
upp í andstæðu sína. Stóriðjan
eykur á einhæfni atvinnulífsins
og vöruútflutnings, skapar fáum
atvinnu, veikir enn stöðu byggð-
ar utan suðvesturhornsins og
breytir Íslendingum í stórtæk-
ustu unhverfissóða heims, reynd-
ar í boði heimsbyggðarinnar sem
góðfúslega veita sitt leyfi. Spurn-
ingin verður því á áleitnari; til
hvers? Sérstaklega þegar haft
er í huga að möguleikarnir til að
vaxa inn í framtíðina á gifturíkan
hátt eru í senn nærtækir og auð-
sæir. Um þá verður nánar fjallað
í næstu grein.
Atvinnustefna
Örn D.
Jónsson
prófessor við HÍ
Rögnvaldur J.
Sæmundsson
dósent við HR
Margan hefur undrað flók-ið skipulag íslenska ríkis-
ins í ekki stærra þjóðfélagi en hér
er. Þetta birtist til dæmis í fjölda
ráðuneyta, sem flest eru þó óþarf-
lega mannfá miðað við verkefni
samfélagsins, og eins í ákaflega
mörgum stofnunum (að skólum
og heilbriðisstofnunum frátöld-
um). Vissulega er þessi staða ekki
með öllu óeðlileg vegna þess að
auðveldast var að bæta við sjálf-
stæðri stofnun eftir því sem þjóð-
félagið varð flóknara að gerð og
lagakröfur jukust. Fjöldi einmenn-
ingsstofnana vekur furðu og enn
er verið að bæta þeim við. Fjöld-
inn allur af stofnunum starfar með
innan við 10 starfsmenn. En eins
og í flestum greinum er rétt að
endurskipuleggja starfsemina með
nokkru millibili. Löngu er kominn
tími til þess. Um þessar mund-
ir er unnið að tímabærri endur-
skipulagningu ráðuneyta hvað sem
ágöllum á framkvæmdinni líður.
Á undanförnum árum hefur líka
verið unnið að sameiningu ríkis-
stofnana, flutningi og endurskipu-
lagningu, eflaust með eitthvað
misjöfnum árangri en þó til bóta,
oftar en ekki, sbr. sameiningu Veð-
urstofunnar og Vatnamælinga.
Umhverfismál er sá málaflokkur
sem stækkar einna hraðast, hér
sem annars staðar. Skýringanna
er auðvitað að leita í auknu álagi
á umhverfi mannsins og nauð-
syn þess að stýra virkni okkar
með margfalt meiri sjálfbærni í
huga en þekkst hefur frá upphafi
iðnbyltingarinnar. Sérfræðingar
jafnt sem leikmenn horfa núna til
þess að stofnanir eins og Skógrækt
ríkisins, Landgræðsla ríkisins og
t.d. ríkisstyrktu landshlutaverk-
efnin í skógrækt verði sameinuð í
eina stofnun, Landauðlindastofn-
un. Þar er hægt að reka öflugar
rannsóknir og ráðgjöf innan eins
fræðasviðs og stýra aðgerðum
með sterku framkvæmdasviði; allt
undir stjórn Umhverfisráðuneyt-
isins. Þess konar Landauðlinda-
stofnun gæti líka tekið yfir hluta af
starfsemi Náttúrufræðistofnunar,
annað á heima í Háskóla Íslands.
Með samvinnu Landauðlindastofn-
unar við m.a. Íslenskar orkurann-
sóknir og Orkustofnun væri haldið
þétt utan um auðlindir uppi á landi.
Hafrannsóknastofnun, í samvinnu
við aðrar rannsóknastofnanir, og
þá komin undir Umhverfisráðu-
neytið, sæi áfram um auðlindir
í hafi. Mörgum finnst að nútíma
náttúruvernd hafi farið held-
ur halloka á undanförnum árum.
Full ástæða er til að endurskoða
allt skipulag náttúruverndar, frið-
ana og samþættingar á vernd og
nýtingu með það fyrir augum að
stofnanabinda slíkt með skilvirk-
ari hætti en nú er; eins þótt breytt
Umhverfisstofnun hafi um sumt
verið drjúgt skref fram á við.
En skrefum fram á við fylgja
oft skref aftur á bak. Vandséð er
að skref sem nú verða tekin í átt
að bættri stjórnarskrá séu nógu
vel ígrunduð. Þegar þetta er skrif-
að hafa litlar opinberar umræður
farið fram um ráðgefandi stjórn-
lagaþingið sem þó er ákveðið
rétt handan við hornið, eftir allt
of langt hik. Hvað þá um sjálf-
ar stjórnarskrárbreytingarnar.
Ég get ekki séð að umræðuskort-
urinn og afar stuttur frestur til
framboðs geti orðið ávísun á vand-
aða vinnu þingsins sem á m.a. að
endurspegla vilja þjóðarinnar og
vinna úr (fyrirsjáanlega almenn-
um) ábendingum 1.000 manna
þjóðfundar. Rúmlega mánaðarlöng
„kosningabrátta“, jafnvel með dap-
urlegu prófkjörsyfirbragði, eftir
að framboð eru ákveðin, hæfir
ekki verkefninu. Það hefði átt að
skipuleggja miklu betur mótaðri
farveg fyrir kynningar frambjóð-
enda en þær sem eiga að felast í
einhverju efni sem kann að koma
frá uppteknu ráðuneyti dóms-
mála. Alvarlegast er þó að í stað
átta mánaða setu þingsins á það
að ljúka vinnu á tveimur mánuð-
um (!). Hafi styttingin komið til
vegna sparnaðar, þá er hún byggð
á misskilningi. Það gleymist að
mitt í milljarðasúpu týndra pen-
inga, uppgjöf enn hærri skulda
og gríðarlegri peningasöfnun fjá-
málastofnana um þessar mundir,
er réttlætismál að almenningur
fái sæmilegt ráðrúm til að setja
allri heildinni nýjar nútímaregl-
ur siðaðs samfélags. Eins þó að
það kosti 800 milljónir króna í
stað 300 milljóna. Líklega bendir
áhugaleysið sem endurspeglast í
fjölmiðlum til þess að fyrirhuguð
vinnubrögð við að setja landinu ný
grunnlög virka eins og ódýrt snuð
upp í okkur flest.
Eitt skref áfram, annað aftur á bak
Stjórnsýsla
Ari Trausti
Guðmundsson
náttúruvísindamaður
og rithöfundur
Atvinnustefna og nýsköpun
Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er
ætlað að gera tillögur um endur-
bætur á stjórnarskránni og verða
viss lokahnykkur á því uppgjörs-
og umbótaferli sem hefur verið
í gangi eftir hrunið. Stjórnlaga-
þingið verður að vísu aðeins ráð-
gefandi, Alþingi mun hafa loka-
orðið. En þingið getur samt ráðið
úrslitum ef þar verður vel unnið
og breið samstaða næst. Framboð
og kosning til þessa þings er því
mikilvægur áfangi á lýðræðisferli
okkar.
Kosning til stjórnlagaþingsins,
sem fer fram 27. nóvember nk.,
verður með allt öðrum hætti en
tíðkast hefur í almennum kosn-
ingum hérlendis. Kosnir verða
25 þingfulltrúar en til að jafna
kynjahlutföll kunna allt að sex
fulltrúar að bætast við. Þeir sem
bjóða sig fram raðast ekki á lista
og eru engum skuldbundnir nema
eigin samvisku. Landið verð-
ur eitt kjördæmi. Vægi atkvæða
verður því óháð búsetu. Taln-
ingin fer fram miðlægt á vegum
landskjörstjórnar og úrslit verða
birt fyrir landið í heild, ekki eftir
kjördæmum.
Kjósendur hafa mikið svig-
rúm til að ráðstafa atkvæði sínu.
Þeir merkja ekki aðeins við einn
frambjóðanda með krossi eins og
vaninn hefur verið heldur velja
þeir eins marga og hugur þeirra
býður, allt að 25. Ekki nóg með
það heldur skulu kjósendur raða
þeim sem þeir vilja að sitji þingið
í forgangsröð. Kjósandinn velur
fyrst þann frambjóðanda sem
hann leggur mest kapp á að nái
kjöri, en að honum frágengnum
þann frambjóðanda sem hann
vill að þá taki við keflinu og nýti
atkvæði sitt o.s.frv.
Með því fyrirkomulagi sem
felst í sjálfri talningaraðferð-
inni er til hins ítrasta leitast við
að lesa í vilja kjósenda þannig að
atkvæði sem flestra hafi áhrif á
lokavalið. Kjósendur þurfa ekki
að velja nema einn frambjóðanda
en hvetja verður alla til að raða
sem flestum í forgangsröð og
nýta þannig atkvæði sitt til fulls.
Með því er ekki verið að þynna
atkvæðið út eða drepa því á dreif.
Þvert á móti. Það rýrir aldrei
stuðning kjósandans við þá sem
á undan eru komnir í forgangs-
röð hans að bæta fleirum við. Það
skaðar t.d. ekki þann sem valinn
hefur verið sem 1. val ef bætt er
við öðrum að 2. vali. Þetta er mik-
ilvægur eiginleiki aðferðarinnar,
e.t.v. sá mikilvægasti.
Lesa má meira um aðferða-
fræðina á vefsíðunni: http://www.
landskjor.is/stjornlagathing/
adferdafraedi-vid-kosningu-til-
stjornlagathings/.
Kjósendur fá víðtækt vald í til
að velja sér verðuga fulltrúa á
stjórnlagaþingið með því fyrir-
komulagi sem verður við kosning-
una. Kjósendur eiga að nýta þetta
vald sitt og hafa þannig áhrif á
gerð nýrrar stjórnarskrár.
Hvernig verður kosið
til stjórnlagaþings?
Stjórnlagaþing
Þorkell
Helgason
stærðfræðingur
og ráðgjafi í
kosningamálum
LAGERSALA
30. september - 3. október
Rok jakki
10.000 kr.
Embla jakki
4.500 kr.
Urður hettupeysa
3.500 kr.
Loki jakki
3.800 kr.
Krummi heilgalli
3.000 kr.
Bragi heilgalli
7.000 kr.
Esja jakki
4.500 kr.
Faxafeni 12 (2.hæð): Fim. - fös. 9 – 18 I Lau. 11 – 16 I Sun. 12 – 16
Glerárgata 32, Akureyri: Fim. - fös. 10 – 18 I Lau. 11 – 16
Dömu og herra flísfatnaður
4.000 – 7.000 kr.
Barna flísfatnaður
3.500 – 4.500 kr.
Barna húfur og vettlingar
800 kr.
U
N
G
B
Ö
R
N
K
R
A
K
K
A
R
2
-1
4
á
ra
K
R
A
K
K
A
R
2
-1
4
á
ra
K
R
A
K
K
A
R
2
-1
4
á
ra
K
R
A
K
K
A
R
2
-1
4
á
ra
D
Ö
M
U
R
H
E
R
R
A
R
fleiri
litir
einnig
í bláu
fleiri
litir
w
w
w
.6
6
no
rt
h.
is
Fjöldi einmenningsstofnana vekur
furðu og enn er verið að bæta þeim
við. Fjöldinn allur af stofnunum
starfar með innan við tíu starfsmenn.